Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.
Auðarskóli: Þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúar
Auðarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúum. Leitað er eftir metnaðarfullum, jákvæðum og drífandistarfsfólki með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi.
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Nemendur grunnskólans eru 70 talsins og rúmlega tuttugu í leikskóla. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám.Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Þroskaþjálfi 100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur þroskaþjálfa:
Helstu verkefni og ábyrgð:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Stuðningsfulltrúi grunnskóla 70-100% – 2 stöður
Menntunar– og hæfniskröfur:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2024.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir skal senda á sama netfang.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi
Sett inn 10.10.2024
Lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar – 100% staða – nýtt starf
Dalabyggð – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 23.09.2024
Dalabyggð auglýsir stöðu lýðheilsufulltrúa til umsóknar. Um er að ræða nýtt 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð lýðsheilsufulltrúa Dalabyggðar:
- Fagleg og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi nýrra íþróttamannvirkja í Búðardal sem og á íþróttaaðstöðu utanhúss, á félagsheimili í Búðardal og á félagsmiðstöð.
- Þróa og stýra íþrótta-, lýðheilsu- og tómstundamálum ásamt forvörnum, verður forvarnarþátturinn unninn í góðu samstarfi við félagsmálanefnd og starfsmann hennar.
- Fagleg ráðgjöf eftir föngum við þau félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Dalabyggð.
- Leiða stefnumörkun um viðfangsefni sviðsins í málaflokknum með fagnefndum og sveitarstjórn.
- Ábyrgð á æskulýðsstarfi, vinnuskóla, sumarnámskeiði sem og leikvöllum.
- Samstarf við félagasamtök og aðkoma að ýmsum viðburðum á vegum sveitarfélagsins í samstarfi og undir stjórn verkefnastjóra/staðgengils sveitarstjóra.
- Utanumhald varðandi framboð á lýðheilsutengdum þáttum í sveitarfélaginu hverju sinni og eftir árstíðum, s.s. eins og íþróttaæfingum, íþróttaskóla, skátastarfi og þ.h. þannig að framboð verði aðgengilegt á heimasíðu Dalabyggðar.
Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur fyrir starf lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði kennslu, lýðheilsu, íþrótta og tómstunda.
- Reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi er kostur.
- Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er kostur.
- Leiðtogahæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti, kostur ef til staðar er gott vald á enskunotkun.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi til að stýra afar fjölbreyttum og gefandi verkefnum í þágu samfélagsins í Dalabyggð.
Það er gott að búa í Dalabyggð. Boðleiðir eru stuttar, félagslíf er fjölbreytt og svæðið fullkomið fyrir þá sem vilja búa fjarri erli og óþarfa áreiti. Dalabyggð leggur áherslu á samhent og fjölskylduvænt samfélag þar sem íbúar geta unað vel. Í Dölunum gefast tækifæri til útivistar, líkamsræktar og þátttöku í ýmiskonar félagsstarfi.
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á ásamt sakavottorði. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 23. september n.k.
Nánari upplýsingar veitir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í síma 660-8245, netfang sveitarstjori@dalir.is – á það netfang sendist einnig umsóknir um starfið.
Sett inn 30.08.2024
Störf í Auðarskóla í Dalabyggð
Dalirnir heilla!
Við í Auðarskóla leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi.
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 68 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Það er gott að búa í Dalabyggð. Boðleiðir eru stuttar, félagslíf er fjölbreytt og svæðið fullkomið fyrir þá sem vilja búa fjarri erli og óþarfa áreiti. Dalabyggð leggur áherslu á samhent og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir íbúar geta unað vel. Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er vel búin líkamsræktarstöð.
Starfsandinn í skólanum er góður og einkennist af samvinnu og samhjálp og leitað er eftir starfsfólki sem hefur metnað til að taka þátt í þróun skólastarfs og vill vera virkur hluti liðsheildar.
Aðstoðarleikskólastjóri
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og skipulagning skólastarfsins í samráði við skólastjóra.
- Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki.
- Faglegur leiðtogi fyrir aðra starfsmenn.
- Tekur þátt í skipulagsvinnu og mótun skólastarfsins.
- Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
- Tekur þátt í upplýsingagjöf og kynningu á skólanum.
- Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
- Framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða er kostur.
- Stjórnunarreynsla og reynsla af leikskólastarfi.
- Leiðtogafærni.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
- Skipulagshæfileikar.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
Leikskólakennarar 100% – 4 stöður
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna að uppeldi og menntun barnanna.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn aðstoðarleikskólastjóra.
- Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn aðstoðarleikskólastjóra og skólastjóra.
- Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sinna þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Starfið felur í sér almenna kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur kennara
- Kennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Grunnskólakennarar – Umsjónarkennarar 100% – 4 stöður
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja náms og kennslu nemenda þar sem m.a. áhersla er lögð á þematengt verkefnamiðað leiðsagnarnám.
- Fylgjast með og stuðlar að velferð nemenda, hlúir að þeim í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
- Foreldrasamskipti og samvinna heimilis og skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur kennara
- Kennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin.
Sérkennari grunnskóla 80-100% – 1 staða
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár í samráði við aðra kennara, verkefnastjóra sérkennslu og þroskaþjálfa.
- Skipuleggja einstaklingsmiðaða sérkennslu í samráði við verkefnastjóra sérkennslu.
- Fylgjast með og stuðla að velferð nemenda, hlúa að þeim í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
- Menntun eða reynsla af sérkennslu.
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Mjög góð íslenskukunnátta og áhugi á að nýta upplýsingatækni í kennslu.
Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin.
Stuðningsfulltrúi grunnskóla 70-100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám o.s.frv.
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Skólaliðar grunnskóla 50-100% – 2 stöður
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Ráðið verður í kennarastöður frá 1. ágúst 2024. Ráðið verður í stöðu stuðningsfulltrúa og skólaliða frá 15. ágúst 2024.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2024.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir skal senda á sama netfang.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sett inn 27.03.2024
Sett inn 14.03.2024
Starfsmaður við heimaþjónustu
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.
Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja um.
Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10–12.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heima.tjonusta@dalir.is.
Sett inn 14.02.2024
Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Gildrunni
Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024.
Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og í samstarfi við félagsmiðstöðvar Reykhólahrepps og Strandabyggðar.
Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10-16 ára börn og ungmenni. Unnið er á virkum dögum alla jafna. Vinnutími er á opnunartíma félagsmiðstöðvar auk undirbúningsvinnu og frágangs vegna félagsmiðstöðvarstarfsins. Einnig er um einstaka kvöld- og helgarvinnu að ræða. Starfið hentar því vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeina börnum og ungmennum í leik og starfi.
- Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
- Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
- Góð samvinna og samráð við börn, unglinga og samstarfsfólk.
- Góð samskipti og samstarf við foreldra og aðra sem koma að starfi Gildrunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
- Færni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Dalabyggðar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri Auðarskóla á netfanginu herdis@audarskoli.is
Sett inn 04.01.2024
Laus störf við Auðarskóla
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi!
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Skólaárið 2023-2024 verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Starfsandinn í skólanum er góður og einkennist af samvinnu og samhjálp og því er leitað eftir starfsfólki sem hefur metnað til að taka þátt í þróun skólastarfs og vill vera virkur hluti liðsheildar.
Leikskólakennari 100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur kennara:
- Leyfisbréf til kennslustarfa
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Stuðningsfulltrúi grunnskóla 70-100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur stuðningsfulltrúa:
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á að vinna með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
- Góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.
Sett inn 13.12.2023
Ræstingar á Fellsenda
Fellsendi óskar eftir starfsmanni í ræstingar í ágúst, um sumarafleysingu er að ræða. Starfið er 100%.
Nánari upplýsingar gefur Helga Garðarsdóttir, á helga@fellsendi.is eða 6942386.
Sett inn 13.07.2023
Starfsfólk á Dalahótel Laugum
Laus störf í boði á Dalahótel Laugum frá maí 2023:
Herbergja- og almenn þrif.
Eldhússtarf.
Þjónusta í sal.
Starfsmaður í þvottahús.
Starfsmaður í sundlaug.
Starfsmaður á tjaldsvæði.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Karl á netfangið dalahotel@dalahotel.is
Sett inn 30.03.2023
Starfsfólk við leikskóladeild Auðarskóla
Auðarskóli Dalabyggð auglýsir eftir leikskólakennurum eða uppeldismenntuðu starfsfólki til starfa við leikskóladeild skólans.
Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa kemur til greina að ráða einstaklinga með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu.
Um er að ræða 2 tímabundnar stöður í 100% starfshlutfall út maímánuð. Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 11. apríl.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is.
Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknir á að senda á sama netfang.
Sett inn 28.03.2023
Félagsleg heimaþjónusta
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.
Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Allir eldri en 17 ára (með bílpróf) hvattir til að sækja um.
Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10–12.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heima.tjonusta@dalir.is.
Laus störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)
Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingum til að starfa sem liðveitendur. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.
Um er að ræða hlutastarf, oftast seinnipart dags og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Félagsleg liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.
Nánari upplýsingar veitir Sylvía Ósk Rodriguez, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, í síma síma 433-7100 eða sylvia.rodriguez@borgarbyggd.is
Dalabyggð hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2021. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið hefur komið sér upp jafnlaunakerfi sem tryggir að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir og að allir starfsmenn njóti þannig jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Vottunin er hluti af jafnréttisáætlun Dalabyggðar og því einstaklega gleðilegt að Dalabyggð hafi hlotið þessa staðfestingu.