Nýting á tómstunda-/frístundastyrk til tónlistarnáms á vorönn 2026

DalabyggðFréttir

Þeir sem hyggjast nýta tómstunda-/frístundastyrk upp í nám við tónlistardeild Auðarskóla þurfa að fara í gegnum Abler vefverslun sveitafélagsins líkt og í haust. Þar er hægt að velja hvort foreldri vilji ráðstafa frístundastyrk barnsins vegna skráningarinnar. Sé barn skráð í tónlistarskólann en ekki á Abler (og valið að ráðstafa styrk), er ekki hægt að nýta styrkinn upp í námið. Skráningafrestur er …

Kallað eftir reikningum vegna 2025 – frestur til 14. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2025. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2025. Innskráningu reikninga fyrir árið 2025 verður lokað miðvikudaginn 14. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag. Einnig minnum við …

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir jól/áramót er fimmtudaginn 18. desember. Næstu opnunardagar verða svo þriðjudaginn 30. desember og þriðjudaginn 6. janúar 2026 Það er því um að gera að koma og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!

Heitavatnslaust í hluta af Búðardal 9. desember

DalabyggðFréttir

Vegna vinnu við heitavatnskerfið verður heitavatnslaust í hluta af Búðardal frá kl. 14:00 til kl. 18:00 þann 9.12.2025. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á Rarik – Rof

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.500.000 kr.-  (ath.hækkun um 500 þús.kr. skv.ákvörðun sveitarstjórnar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun komandi ára sem fram fór 11.desember sl.) Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í …

Íbúafundir vegna sameiningar – streymi úr Dalabúð 17.11

DalabyggðFréttir

Við minnum á íbúafundi í vikunni vegna hugsanlegrar sameiningar Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Dalabúð mánudaginn 17. nóvember kl. 17-19 Félagsheimilið Hvammstanga 18. nóvember kl. 17-19 Að þessu sinni verða ekki umræður á borðum heldur verður niðurstaða sameiningarnefndar kynnt og hún situr svo fyrir svörum fundargesta. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga …

Ný samþykkt um hunda- og kattahalda og annað gæludýrahald

DalabyggðFréttir

Nú hefur tekið gildi ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð og gjaldskrá þar að lútandi. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi innihald þeirra en við hvetjum íbúa til að lesa þær yfir. Skyldur Eigendum hunda og katta ber að skrá dýr sín hjá skrifstofu sveitarfélagsins og sjá til þess að umhirða þeirra sé …