Hérna er horft fram að Laugum

Tjaldsvæðið á Laugum – takmarkanir á fjölda

DalabyggðFréttir

Frá og með kl. 12:00, 31. júlí gildir eftirfarandi um fjölda á tjaldsvæðinu á Laugum þar til annað er tilkynnt: Gestir mega að hámarki vera 100, börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Tveggja metra nálægðatakmörk eru í gildi á tjaldsvæðinu. Að lágmarki skulu vera 4 metrar á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla. …

Héraðsbókasafn Dalasýslu – opnar eftir sumarlokun

DalabyggðFréttir

Bókasafnið opnar eftir sumarlokun þriðjudaginn 4. ágúst. Bókasafnið verður opið eins og venjulega á þriðju- og fimmtudögum. Fyrstu 2 vikurnar verður opnunartíminn frá kl. 13:30 – 17:30 en eftir það frá kl. 13:00 – 17:30. Minnum á tveggja metra fjarlægðarregluna.

Tilkynning frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna COVID-19 veirunnar

DalabyggðFréttir

Ríkisstjórn Íslands lýsti yfir samkomubanni 13. mars sl. Það felur m.a. í sér að við öll mannamót, þar sem færri en 100 manns koma saman, þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar þess að lýst var yfir neyðarstigi í landinu vegna COVID-19 veirunnar. Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi er með skrifstofur á …