Slökkviliðsstjóri

DalabyggðFréttir

Væntanlegt byggðasamlag um brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda óskar eftir að ráða slökkviliðsstjóra. Tilgangur byggðasamlagsins er að að fara með skipulag, yfirstjórn, þjálfun vegna slökkviliða og eldvarnareftirlits á starfssvæðinu. Starfssvæðið er Árneshreppur, Dalabyggð, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Íbúar á starfssvæðinu eru 1545. Starfssvið Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 170. fundur

DalabyggðFréttir

170. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. janúar 2019 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Íbúaþing Tillaga um undirbúning og tímasetningu íbúaþings. 2. Beiðni um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019: Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd – 1812026 Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að Ragnheiður Pálsdóttir og Kristján Ingi …

Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó sunnudaginn 20. janúar kl. 14 í Árbliki. Spjaldið kostar 800 kr. Allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð. Sjoppa með gosi og nammi og kaffi. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl. Viðvera verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal þriðjudaginn 15. janúar kl. 13-15. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 20. janúar. Að þessu sinni verða veittir …

Dalir 1918

DalabyggðFréttir

Sögustund verður á Byggðasafni Dalamanna laugardaginn 12. janúar kl. 14 og verður endurtekin (og endurbætt) sögustundin frá 30. desember um Dalina árið 1918. Sagt verður frá helstu viðburðum í héraðinu og reynt að velta fyrir sér ýmsum flötum daglegs lífs; hverjir bjuggu hér, fjölskyldur, atvinna, búskaparhættir, veðurfar, húsakostur, heimilishald, ferðalög, leikir og störf barna og hvað eina sem heimildir bjóða …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 11. janúar kl. 20. Aðgangseyrir er 1000 kr og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Fjárhagsáætlun 2019-2022

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2019-2022 kom til fyrstu umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember síðastliðinn. Eftir það fór hún til umfjöllunar í nefndum og byggðarráði og kom síðan til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember síðastliðinn. Alls fjallaði byggðarráð um áætlunina á fimm fundum milli umræðna og einum vinnufundi. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 á sveitarstjórn að fjalla um fjárhagsáætlun …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

DalabyggðFréttir

Börn 15-17 ára eiga ekki rétt á húsnæðisbótum. Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15–17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguherbergi hjá óskyldum vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu. Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% …

Héraðsbókasafn opnunartímar 2019

DalabyggðFréttir

Frá og með 1. janúar verður bókasafnið opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 – 17:30. Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.

Jólakveðja

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.