Sveitarstjórn Dalabyggðar – 244. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 244. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 19. mars 2024 og hefst kl. 16:00   DAGSKRÁ: Almenn mál 1.   2402012 – Ársreikningur Dalabyggðar 2023   2.   2208004 – Vegamál   3.   2402022 – Stefnumótun um landbúnað og fæðuöryggi   4.   2403012 – Ræktun landgræðsluskóga   5.   2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs …

Nýtt: Fræbanki á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Við kynnum nýjung á Héraðsbókasafni Dalasýslu: Dalafræ – fræbanki fyrir áhugasama ræktendur. Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, skilið eftir í þessum kassa og aðrir notið góðs af og skipt út ef fræbankinn geymir eitthvað sem viðkomandi á ekki. Ekki er skilyrði að eiga fræ til að skipta. Fræbankinn verður opnaður í …

Aðalfundur Félags eldri borgara í Dalasýslu og Reykhólahreppi

DalabyggðFréttir

Aðalfundur félags eldri borgara verður haldinn fimmtudaginn 14.mars. kl. 13:30 í Rauða kross húsinu að Vesturbraut 12 í Búðardal. Dagskrá er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir félagsreikningar. Kosning stjórnar og varastjórnar. Kosning skoðunarmanna. Önnur mál. Undir önnur mál er óskað eftir orðabreytingum á lögum Félags eldri borgara. Hér að neðan eru lögin og með gulu er …

Jólagjöf framlengd til 10.mars

DalabyggðFréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja gjafabréfið sem starfsfólk Dalabyggðar fékk í jólagjöf frá sveitarfélaginu til og með 10. mars.  Fyrir jól fengu starfsmenn gjafabréf sem virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá fyrirtækjum/þjónustuaðilum sem taldir eru upp á bréfinu.  Gert var ráð fyrir að hægt væri að nota gjafabréfin til 29. febrúar 2024. …

Bilun í vatnsveitu í Sunnubraut – lokið

Kristján IngiFréttir

Uppfært: Vatnsstreymi á götunni er hætt og reyndist hafa annan uppruna en vegna bilunar í kerfinu. Afhending á köldu vatni og umferð um Sunnubraut verður því óskert.   Seint í gærkvöldi varð vart við leka á vatnslögn í Sunnubraut við gatnamót Gunnarsbrautar. Á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar, verður unnið að viðgerð á lekanum og má búast við að loka þurfi …

Minnum á að nýta jólagjöfina

DalabyggðFréttir

Við minnum starfsfólk Dalabyggðar á að nýta jólagjöfina frá sveitarfélaginu fyrir lok mánaðar. Fyrir jól fengu starfsmenn gjafabréf sem virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá fyrirtækjum/þjónustuaðilum sem taldir eru upp á bréfinu.  Gert var ráð fyrir að hægt væri að nota gjafabréfin til 29. febrúar 2024. Svo nú er um að gera að finna …

Bréfpokar undir lífrænan úrgang

Kristján IngiFréttir

Breyting hefur verið gerð á söfnun matarleifa við heimili, fyrirtæki og stofnanir og má nú ekki lengur nota maíspoka undir matarleifarnar. Eingöngu má nota bréfpoka. Þetta á við um allt sem fer í brúnu tunnuna eftir losun 27. febrúar (sunnan Búðardals) og 21. mars (í og vestan við Búðardal). Maíspokana er tilvalið að nota undir blandaðan úrgang og takmarka þannig …

Þjóðlendukröfur á Breiðafirði

SafnamálFréttir

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 hafa verið birtar. Svæðið tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og innan landhelginnar.  Gildir það um allar eyjar, sker og aðrar landfræðilegar einingar ofansjávar á stórstraumsfjöru. Kröfugerðina fyrir Breiðafjörð má finna á heimasíðu Óbyggðanefndar ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum. Frestur til að lýsa kröfum er til 15. maí …

Dalabyggð auglýsir eftir tillögu að verki við innkomu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð kallar eftir tillögum að frumhönnun á aðkomutákni sem býður fólk velkomið í þéttbýliskjarnann Búðardal. Um er að ræða verk sem staðsett verður við innkomu í þorpið en eftir er að velja endanlega staðsetningu. Tilgangur með því að auglýsa eftir hönnun er að fá fram tillögu að verki sem best er fallin til framkvæmdar. Það er samstarfshópur Dalabyggðar, Vegagerðarinnar …