Átak í asparræktun – auglýst eftir áhugasömum ræktendum

Dalabyggð Fréttir

Mikill og vaxandi áhugi er á skógrækt í landinu og fram hefur komið að skortur er á skógarplöntum til að mæta aukinni eftirspurn. Óvíða eru betri skilyrði fyrir skógrækt en í Dalabyggð og hafa nú nokkrir aðilar tekið höndum saman um að vinna að því að koma á fót plöntuframleiðslu á svæðinu. Eitt verkefni á því sviði felst í að …

Viðvera menningarfulltrúa og fagstjóra í Dalabyggð

Dalabyggð Fréttir

Menningarfulltrúi Vesturlands og fagstjóri Áfangastaða- og markaðssviðs SSV verða með viðveru í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar á 1. hæð Stjórnsýsluhúss að Miðbraut 11 í Búðardal, þriðjudaginn 14. febrúar n.k. frá kl. 13:00 – 15:00. Áður var auglýst viðvera í janúar en vegna óviðráðanlegra aðstæðna fellur sú viðvera niður. Í staðin munu Sigursteinn og Maggý koma í febrúar með lengri viðveru sem hefst …

Reikningsskil vegna uppgjörs 2022

Dalabyggð Fréttir

Um þessar mundir er unnið að uppgjöri ársins 2022 og verið að taka saman gögn vegna ársreiknings. Verktakar og aðrir sem hafa starfað fyrir sveitarfélagið á árinu 2022 eru beðnir um að skila reikningum á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal eigi síðar en föstudaginn n.k. þann 13. janúar. Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 – 13:00. Ef eitthvað …

Kvenfélagið Fjóla: Bingó í Árbliki 14. janúar

Dalabyggð Fréttir

Kvenfélagið Fjóla verður með bingó í Árbliki laugardaginn 14. janúar og hefst það kl.14:00. Spjaldið kostar 1.000 kr.- (ATH! ekki er posi á staðnum) Allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 230. fundur

Dalabyggð Fréttir

FUNDARBOÐ 230. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðarverður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 12. janúar 2023 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1.   2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 2.   2211020 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2023 3.   2210002 – Samstarfssamningur við UDN – uppfærsla 2022 4.   2210003 – Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla – uppfærsla 2022 5.   2210006 – Stafræn húsnæðisáætlun …

Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla undirritaður

Dalabyggð Fréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Leikklúbbs Laxdæla. Markmið samningsins er meðal annars að hvetja til og styrkja starfsemi leikklúbbsins og styðja við öflugt og fjölbreytt menningarlíf. Með samningnum fær klúbburinn afnot af aðstöðu fyrir bæði búnað og æfingar en styrkurinn er metinn á 1.500.000 kr.- Samningurinn gildir til ársloka 2025 og er það von Dalabyggðar að með …

Hestamannafélagið Glaður – Reiðkennsla með Denise Weber

Dalabyggð Fréttir

Denise Weber reiðkennari verður með reiðkennslu hjá Hestamannafélaginu Glað fjórar helgar í vetur ef næg þátttaka fæst. Kennt verður bæði laugardag og sunnudag svo alls verða 8 tímar. Helgarnar eru: 4.-5. febrúar 25.-26. febrúar 25.-26. mars 15.-16. apríl Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa, þ.e. börn frá 8 ára, unglinga og fullorðna. Verð fyrir allar helgarnar: Börn og unglingar (8 til …

Lilja Rannveig nýtir aðstöðu í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar

Dalabyggð Fréttir

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis, nýtti sér aðstöðuna í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar til starfa nú í byrjun árs. Lilja situr m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, framtíðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd svo eins og gefur að skilja er ýmislegt sem þarf að sinna þó Alþingi komi ekki saman aftur fyrr en 23. janúar n.k. Þó viðvera væri ekki löng í þetta …

Samstarfssamningur við UDN undirritaður

Dalabyggð Fréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi á milli UDN og Dalabyggðar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig verði öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu gefinn kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi með áherslu á forvarnir og heilsueflingu. …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð

Dalabyggð Fréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2023 eru 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 14. …