Skimun fyrir leghálskrabbameini – HVe Búðardal

DalabyggðFréttir

Skimun fyrir leghálskrabbameini fer fram á heilsugæslunni 5. september. Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Boðsbréfið er hægt að sjá á island.is/minarsidur – nota þarf rafræn skilríki í síma eða íslykil. Petrea Ásbjörnsdóttir ljósmóðir mun annast sýnatökur Tímabókanir í síma 432 1450

Sýning í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu hafa sett upp tímabundna sýningu, „Leitir og réttir“, í anddyri stjórnsýsluhússins. Þar eru afrit af skjölum, ljósmyndum, fréttum ofl. tengdum leitum og réttum hér í Dölum. Neðri sýningin „Þekkir þú mörkin?“ er ætluð börnum á öllum aldri þar sem má glíma við að læra mörkin.

Akstur úr Búðardal í Borgarnes (leið 65) – haustönn 2024

DalabyggðFréttir

Áfram heldur tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla er að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í samræmi við þá stöðu að flestir nemendur úr Dalabyggð hyggjast dvelja í Borgarnesi alla vinnuvikuna þá verða nú breytingar á leiðinni sem kallast „leið 65“ í leiðarkerfi Strætó. Nú á haustönn mun …

Forgangsröðun Dalabyggðar í vegaframvæmdum og fjarskiptamálum

DalabyggðFréttir

Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar voru staðfestar tvær skýrslur er varða innviði í sveitarfélaginu. Annars vegar er um að ræða uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu sem unnin var 2023 og hins vegar nýja forgangsröðun fjarskiptamála. Báðum forgangsröðunum er ætlað að vera lifandi plagg sem tekur breytingum eftir því sem vinnst á áherslum þeirra. Í báðum skýrslum er að finna forgangsröðun …

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskóladeild Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt samhljóða að veita nemendum grunnskóladeildar Auðarskóla gjaldfrjálsar máltíðir frá og með byrjun skólaárs í ágúst 2024. Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að …

Sögurölt – Fagradalstunga

SafnamálFréttir

Sjöunda sögurölt safnanna verður fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19 að Fagradalstungu. Fagradalstunga fór í eyði 1946, en er nytjuð frá Fossi. Farið verður frá hlaðinu í Innri-Fagradal stundvíslega kl. 19 og keyrt áleiðis fram dalinn. Öll leiðin er um 2 km eftir götum og vegslóðum og örlítið á fótinn. Vaða þarf yfir Seljadalsá, en vaðið er mjög gott, en vatnsmagn …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 248. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 248. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2404014 – Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð 2. 2404009 – Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð 3. 2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 4. 2406027 – Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum 5. 2406018 – Fjallskil …

Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga

DalabyggðFréttir

Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti þann 8. ágúst 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032, í landi Ljárskóga. Tillagan var auglýst frá 19. júní til 2. ágúst 2024 í skipulagsgátt – https://skipulagsgatt.is/issues/2023/519/process Umsagnir bárust frá Breiðafjarðarnefnd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Brugðist var við ábendingum í umsögnum Breiðafjarðarnefndar, N.Í. og UST með eftirfarandi breytingum í greinargerð: Í kafla 3 er …