Bréfpokar undir lífrænan úrgang

Kristján IngiFréttir

Breyting hefur verið gerð á söfnun matarleifa við heimili, fyrirtæki og stofnanir og má nú ekki lengur nota maíspoka undir matarleifarnar. Eingöngu má nota bréfpoka. Þetta á við um allt sem fer í brúnu tunnuna eftir losun 27. febrúar (sunnan Búðardals) og 21. mars (í og vestan við Búðardal). Maíspokana er tilvalið að nota undir blandaðan úrgang og takmarka þannig …

Þjóðlendukröfur á Breiðafirði

SafnamálFréttir

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 hafa verið birtar. Svæðið tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og innan landhelginnar.  Gildir það um allar eyjar, sker og aðrar landfræðilegar einingar ofansjávar á stórstraumsfjöru. Kröfugerðina fyrir Breiðafjörð má finna á heimasíðu Óbyggðanefndar ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum. Frestur til að lýsa kröfum er til 15. maí …

Dalabyggð auglýsir eftir tillögu að verki við innkomu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð kallar eftir tillögum að frumhönnun á aðkomutákni sem býður fólk velkomið í þéttbýliskjarnann Búðardal. Um er að ræða verk sem staðsett verður við innkomu í þorpið en eftir er að velja endanlega staðsetningu. Tilgangur með því að auglýsa eftir hönnun er að fá fram tillögu að verki sem best er fallin til framkvæmdar. Það er samstarfshópur Dalabyggðar, Vegagerðarinnar …

Íbúð laus til leigu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar til leigu við Bakkahvamm 8C í Búðardal. Um er að ræða eina þriggja herbergja, 75 m² íbúð í raðhúsi á einni hæð. Markmið Brák íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að …

Sýning leikskóladeildar – vatnslitir með tvennskonar tækni

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið sett upp sýning á verkum leikskóladeildar Auðarskóla í Stjórnsýsluhúsinu, annars vegar inni á bókasafninu og hins vegar í stigagangi.  Verkin eru vatnslitaverk sem unnin eru með tvennskonar tækni og eintak af þeim svo stækkað með ljósritun til að sýna verkið í öðru ljósi.  Við hvetjum ykkur til að líta við og skoða verkin sem setja skemmtilegan svip …

Fundur um ráðstöfun dýraleifa

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) standa fyrir fundi um ráðstöfun dýraleifa miðvikudaginn 21. febrúar n.k.  Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 09:00.  Frummælendur á fundinum verða: Stefán Gíslason ráðgjafi hjá Environice     Dýraleifar: Skipting ábyrgðar, staða og horfur Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands     Kynning á tilraunaverkefni um flutning dýraleifa í brennslu Allir velkomnir Til að …

Gámur fyrir frístundahús við söfnunarstöð í Búðardal

Kristján IngiFréttir

Stálgámur fyrir blandaðan úrgang hefur verið staðsettur fyrir utan hlið við söfnunarstöðina í Búðardal sl. misseri.  Gámurinn var hann tekinn tímabundið inn fyrir hlið en verður aftur settur út fyrir hlið í dag og hefur verið bætt úr merkingum á honum. Borið hefur á því að rusl sé sett við gáminn þegar hann hefur fyllst. Hann er grenndarstöð þar sem …

Laust starf: Starfsmaður við heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja um. Frekari upplýsingar gefur Sigríður …

1.000.000 kr.- til menningarverkefna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Opið var fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar frá 6. desember 2023 til og með 15. janúar 2024. Menningarmálanefnd tók umsóknir fyrir á 26. fundi sínum og var niðurstaða nefndarinnar staðfest með samþykki fundargerðar á 243. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar. Enn og aftur sanna Dalamenn hugmyndaauðgi og fjölbreytni menningar sem býr í samfélaginu. Í sjóðinn bárust 7 umsóknir fyrir verkefni, samanlagt andvirði …

Kyrrstaða er ekki valkostur – frá sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Þann 1. febrúar sl. voru liðnir 18 mánuðir, eitt og hálft ár, síðan ég tók við starfi sveitarstjóra í Dalabyggð og þann 8. febrúar sl. var haldinn 20. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar síðan samstarf mitt við þann öfluga hóp hófst. Það hefur ýmislegt áunnist á þeim tíma sem um ræðir og enn fleira er í farvatninu. Það ríður á að samstarf …