Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskóladeild Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt samhljóða að veita nemendum grunnskóladeildar Auðarskóla gjaldfrjálsar máltíðir frá og með byrjun skólaárs í ágúst 2024. Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að …

Sögurölt – Fagradalstunga

SafnamálFréttir

Sjöunda sögurölt safnanna verður fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19 að Fagradalstungu. Fagradalstunga fór í eyði 1946, en er nytjuð frá Fossi. Farið verður frá hlaðinu í Innri-Fagradal stundvíslega kl. 19 og keyrt áleiðis fram dalinn. Öll leiðin er um 2 km eftir götum og vegslóðum og örlítið á fótinn. Vaða þarf yfir Seljadalsá, en vaðið er mjög gott, en vatnsmagn …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 248. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 248. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2404014 – Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð 2. 2404009 – Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð 3. 2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 4. 2406027 – Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum 5. 2406018 – Fjallskil …

Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga

DalabyggðFréttir

Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti þann 8. ágúst 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032, í landi Ljárskóga. Tillagan var auglýst frá 19. júní til 2. ágúst 2024 í skipulagsgátt – https://skipulagsgatt.is/issues/2023/519/process Umsagnir bárust frá Breiðafjarðarnefnd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Brugðist var við ábendingum í umsögnum Breiðafjarðarnefndar, N.Í. og UST með eftirfarandi breytingum í greinargerð: Í kafla 3 er …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Úthlutun september 2024

SveitarstjóriFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2024 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:       -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Allar upplýsingar um …

Kynning á niðurstöðum umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima

SveitarstjóriFréttir

Vegna vinnu við umhverfismat vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn kynningarfundur á vegum framkvæmdaaðila (Qair) í Dalabúð, Búðardal, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 20:00. Fjallað verður um niðurstöður umhverfismats verkefnisins. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Sögurölt – Bakkadalur

SafnamálFréttir

Sjötta sögurölt sumarsins verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19 í Bakkadal í hinum forna Geiradalshreppi. Gengið verður frá Heiðabrekkunum að Tröllatunguheiði fram að Stórafossi í Bakkadalsá. Öll leiðin er um 2 km á jafnsléttu eftir götum og ætti að henta flestum. Til að komast að Tröllatunguheiði er farinn Geiradalsvegur nr. 605 og beygt fram Bakkadal austan Bakkaár. Tvö hlið eru …

Sögurölt í Ósdal

SafnamálFréttir

Sögurölt verður miðvikudaginn 31. júlí kl. 19 frá þjóðveginum eftir vegslóða fram með Ósá (rétt norðan Hólmavíkur) að Svartafljóti. Leiðin er því sem næst á jafnsléttu 2,5 km, fram og til baka. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur. Söguröltin eru samstarfsverkefni safnanna í Dölum og á Ströndum.