Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í Dalabyggð árin 2025 til 2028

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2025-2028 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 17. desember 2024. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2025 er jákvæð um 224,6 milljónir króna og þar tekið tillit til uppgjörs á sölu á Laugum í Sælingsdal. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 37,5 …

Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Síðustu opnunardaga bókasafnsins fyrir jól/áramót eru í dag, þriðjudaginn 17. desember og á fimmtudaginn 19. desember. Næsti opnunardagur verður svo fimmtudaginn 2. janúar 2025 Það er því um að gera að koma í vikunni og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 252. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 252. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. desember 2024 og hefst kl. 15:00 DAGSKRÁ: Almenn mál 1. 2410030 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2025 2. 2410029 – Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð 3. 2407002 – Fjárhagsáætlun 2025-2028 4. 2411020 – Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034 5. 1811022 – Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni 6. 2412007 – …

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2025,  klukkan 12.00 Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697 Starfsstöð Lindu er í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal. Hægt er að panta …

Ný íbúagátt – „Mínar síður“

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hafa borist ábendingar um að íbúagátt eða svokallaðar „Mínar síður“ væru ekki aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.  Ástæðan er sú að verið var að uppfæra kerfið samhliða breytingum á bókhaldskerfi sveitarfélagsins.  Nú á íbúagáttin að vera komin í lag og íbúar geta því skráð sig inn á „Mínar síður“ til að skoða yfirlit yfir greiðslur m.a. vegna fasteignagjalda, leigu félagsheimila, …

Sjúkraflutningamaður og alm. starfsmaður HVE og Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sveitarfélagið Dalabyggð auglýsa nýtt sameiginlegt starf í Búðardal frá 1. janúar 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% starf hjá HVE og 50% starf hjá Dalabyggð. Aðsetur starfsmanns verður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Helstu verkefni og ábyrgð Útköll í sjúkraflutningum á dagvinnu og þátttaka í bakvöktum utan dagvinnu. Umhirðu og viðhald húsnæðis …

Dagverðarneskirkja, Fellsströnd

Stofnfundur hollvinafélags Dagverðarneskirkju

Kristján IngiFréttir

Stofnfundur hollvinafélags Dagverðarneskirkju verður haldinn í Tónskóla Hörpunnar, Spönginni 37 – 39, 2. hæð (fyrir ofan Lyfju) í Grafarvogi, mánudaginn 16. desember 2024 klukkan 19:00. Kynnt verða áformum sóknarnefndar um endurbætur á Dagverðarneskirkju, Dagverðarnesi á Fellsströnd. Tillaga um stofnun hollvinafélags Dagverðarneskirkju. Þau sem vilja verða stofnfélagar og geta ekki mætt á stofnfundinn eru beðin um að skrá sig með tölvupósti …

Jólasýningar safnanna 2024

SafnamálFréttir

Jólaföndur er þema jólasýninga Byggðasafns Dalamanna, Héraðsbókasafns Dalasýslu og Héraðsskjalasafns Dalasýslu jólin 2024. Er þetta sýning sem byggir á framlagi heimamanna og verður hægt að bæta við sýninguna alveg fram til jóla. Áhugasamir föndrarar geta dundað við iðju sína á bókasafninu og fengið ómælda hvatningu hjá bókaverði. Þar er að finna áður nýttan pappír sem búið er að safna allt …