Það er ánægjulegt að segja frá því að það hafa rúmar 52 milljónir verið veittar til ýmissa framfaraverkefna í Dalabyggð á allra síðustu vikum. Níu verkefni fengu styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar þann 15. janúar en til úthlutunar voru 1.000.000 kr.- Þann 24. janúar var úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Fengu 14 verkefni úr Dalabyggð styrki, samtals að upphæð 9.100.000 kr.- Þá …
Íbúð laus til leigu í Búðardal
Brák íbúðafélag auglýsir íbúð lausa til leigu í Búðardal. Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúð í raðhús að Bakkahvamm 15c. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð um 75m². Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga. Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru …
Nýjar ráðleggingar um mataræði
Embætti landlæknis hefur gefið út uppfærðar ráðlegginga um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Með hollu og góðu mataræði má draga úr líkum á hinum ýmsum lífsstílssjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Nýju ráðleggingarnar leggja höfuðáherslu á eftirfarandi þætti: • Njótum fjölbreyttrar fæðu með áherslu á mat úr jurtaríkinu • Veljum grænmeti, ávexti og …
Bættur opnunartími skrifstofu Sýslumanns
Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verðu opin frá kl.09:00 til 15:00 bæði þriðjudaga og fimmtudaga. Með þessu hefur opnun á fimmtudögum verið lengd um klukkustund.
23,5 milljón vegna verkefna í Dalabyggð
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum króna til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Framlag styrkjanna kemur af byggðaáætlun. Af þeim verkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni eru tvö verkefni í þágu Dalabyggðar. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sóttu um styrkina og halda utan um verkefnin í samstarfi við Dalabyggð. Auðarstofa – …
Burðarvirki mætir í vikunni – Bílastæði takmörkuð
Nú dregur til tíðinda í uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmdir næstu vikna munu m.a. verða til þess að bílastæðum við Stjórnsýsluhúsið fækkar tímabundið og vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát nærri vinnusvæðinu. Staða framkvæmda Platan fyrir íþróttasalinn var steypt í síðustu viku í blíðskaparveðri. Unnið er að lagnavinnu og fyllingu í sökkla í þjónustubyggingu og járnabindingu plötu yfir kjallara. Steypuvinnu við …
Verkefnið DalaAuður framlengt um ár
DalaAuður hófst árið 2022 og er núverandi samningur í gildi til lok árs 2025. Sveitarstjórn Dalabyggðar óskaði eftir áframhaldandi samstarfs vegna verkefnisins fyrir áramót og hefur Byggðastofnun ákveðið að framlengja verkefnið um eitt ár eða til ársloka 2026. DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að hvetja til nýsköpunar í Dalabyggð og efla frumkvæði íbúa í samfélagslegum verkefnum. …
Laust starf við Auðarskóla: Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast
Auðarskóli leitar að leikskólakennara til starfa. Ertu jákvæður og skapandi og vilt vinna með leikskólabörnum? Auðarskóli er samrekin leik-, grunn- og tónlistarskóli. Skólinn er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á skólaþróun, fagmennsku og skapandi leikskólastarf í anda menntastefnu Dalabyggðar. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Helstu verkefni og ábyrgð: …
Byggðasafn Dalamanna – greining ljósmynda
Byggðasafn Dalamanna verður með opið hús í fundarsal um greiningar ljósmynda föstudaginn 7. mars kl. 13:30. Farið verður yfir fjölbreytt úrval ógreindra ljósmynda hjá safninu og hvernig nýta má Sarp. Allir áhugasamir eru velkomnir.
Ný sýning á bókasafni: Vélmenni
Upp er komin glæ ný sýning í bókasafninu. Þar má sjá hvorki meira né minna en vélmenni í hinum ýmsum útfærslum sem nemendur yngsta stigs Auðarskóla hönnuðu og bjuggu til. Sýningin er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hvetjum við íbúa sem fyrr til að líta við.