Réttir 2016

DalabyggðFréttir

Samkvæmt fjallskilareglugerð verða lögbundnar leitir og réttir í Dalabyggð helgina 17.-18. september.
Vörðufellsréttir á Skógarströnd verða haldnar laugardaginn 17. september kl. 13 og hin síðari sunnudaginn 9. október kl. 13. Réttarstjóri er Jóel H Jónasson.
Ósrétt á Skógarströnd verður föstudaginn 30. september kl. 10. Réttarstjóri er Sigurður Hreiðarsson.
Hólmaréttir í Hörðudal verða haldnar sunnudaginn 25. september og hin síðari sunnudaginn 2. október. Réttarstjóri er Ásgeir Salberg Jónsson.
Fellsendaréttir í Miðdölum verða haldnar sunnudaginn 18. september og hin síðari sunnudaginn 2. október. Réttarstjóri er Sigursteinn Hjartarson.
Kirkjufellsréttir í Haukadal verða laugardaginn 17. september og hin síðari laugardaginn 1. október. Réttarhald hefst að loknum leitum, skv. ákvörðun réttarstjóra. Réttarstjóri er Valberg Sigfússon.
Gillastaðaréttir í Laxárdal verða haldnar sunnudaginn 18. september kl. 12 og hin síðari sunnudaginn 2. október kl. 16. Réttarstjóri er Ársæll Þórðarson.
Skerðingsstaðaréttir í Hvammssveit verða haldnar sunnudaginn 18. september kl. 11 og hinar síðari sunnudaginn 2. október og hefjast kl. 13. Réttarstjóri er Bjarni Ásgeirsson.
Tunguréttir á Fellsströnd verða haldnar laugardaginn 10. september og hinar síðari föstudaginn 16. september. Tímasetning er að loknum göngum, samkvæmt ákvörðun réttarstjóra.
Flekkudalsréttir á Fellsströnd verða haldnar laugardaginn 17. september og hin síðari laugardaginn 1. október. Tímasetning er að loknum göngum, samkvæmt ákvörðun réttarstjóra. Réttarstjóri er Halldór Þórðarson
Skarðsréttir á Skarðsströnd verða haldnar sunnudaginn 18. september kl. 11 og hin síðari sunnudaginn 2. október kl. 14. Réttarstjóri er Ólafur Eggertsson.
Brekkuréttir í Saurbæ verða haldnar sunnudaginn 18. september kl. 11 og hin síðari sunnudaginn 2. október kl. 13. Röng dagsetning er birt í Bændablaðinu og Skessuhorni. Réttarstjóri er Arnar Eysteinsson.

Fjallskil

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei