Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 145

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.11.2025 og hófst hann kl. 13:45
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Ragnheiður H Bæringsdóttir varamaður,
Þórunn Þórðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri
Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri og Svanhvít Lilja Viðarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 1 til 3.

1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Kynnt staða varðandi framkvæmdir og farið yfir fjárhagsáætlun Íþróttamannavirkjanna fyrir árið 2026 m.v. forsendur varðandi opnunartíma og þ.h.
Fundarmenn ræddu um komandi starfsemi og lýsir ánægju með þær áherslur sem kynntar voru.
2. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026
Rætt um málefni Ungmennaráðs og upphaf nýs starfsárs hjá ráðinu.
Einnig rætt um kosningar vegna mögulegrar sameiningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra m.t.t. þess að íbúar sem orðnir eru 16 ára hafa kosningarétt í kosningunum.

Jóna og Ísak sögðu frá fundum Ungmennaráðs sem þau hafa setið með fulltrúum í ráðinu undanfarnar vikur og þær áherslur sem Ungmennin leggja áherslu á í sínum störfum.
Formaður Ungmennaráðs er Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, varaformaður er Guðmundur Sören Vilhjálmsson, ritari er Ísabella Rós Guðmundsdóttir og meðstjórnandi er Óliver Sebastían Týr Almarsson.
3. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Farið yfir stöðu mála varðandi farsæld barna og samþætta þjónustu í Dalabyggð.
Jóna kynnti að nú eru komnir nýir tengiliðir fyrir farsældina bæði í leik- og grunnskóla. Einnig fór hún yfir stöðu mála almennt í Dalabyggð og hver gegnir hvaða hlutverki þessu verkefni tengdu.
Guðmundur Kári fór yfir verkefnið sem snýr að Auðarskóla og kynnti hvað er á döfinni því tengdu. Búið er að setja upplýsingar inn á heimasíðu skólans varðandi tengiliði og fleira því tengdu.
4. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026
Byggðarráð hefur lagt til að gjaldskrár sem ekki hækka samkvæmt vísitölu eða öðrum lögbundnum viðmiðum, hækki um 3,8%

Lagt er til að gjaldskrá Auðarskóla 2026 taki þannig mið af 3,8% hækkun.
Lagt til að sektargjald sé fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur, foreldrar kaupi frekar náðarkorter sem gildir fyrir mánuðinn ef mæta þarf bili milli vinnutíma foreldra og dvalartíma á leikskóla.
Lagt til að setja inn ákvæði vegna skólagjalda tónlistarskóla:
Athugið að ef barn er skráð úr tónlistarnámi eftir að kennsla hefst, fást aðeins 50% skólagjalda endurgreitt.

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að gjaldskrá Auðarskóla fyrir árið 2026.
5. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026
Farið yfir stöðu mála í grunnskólanum.

Á síðasta fundi fræðslunefndar voru kynnt uppfærð drög að skólareglum sem höfðu þá verið kynnt fyrir starfsfólki grunnskóla, eftir var að fara yfir drögin með starfsfólki leikskóla og skólaráði. Samþykkt var að taka drögin til umræðu að nýju á næsta fundi fræðslunefndar og liggja uppfærð drög hér fyrir fundinum.

Starfandi skólastjóri fór yfir stöðuna í grunnskólanum og hvaða áherslur og meginþættir eru til skoðunar og úrvinnslu þessa dagana og vikurnar.

Rætt um framkomna tillögu að skólareglum, fræðslunefnd samþykkir framkomna tillögu að skólareglum Auðarskóla.
6. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026
Farið yfir stöðu mála í leikskólanum.
Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir stöðuna í leikskólanum og hvaða áherslur og meginþættir eru til skoðunar og úrvinnslu þessa dagana og vikurnar.
7. 2511003 - Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla
Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla eru lagðar fram til afgreiðslu þar sem lagfæra þarf misræmi varðandi hámarksvistunartíma (náðarkorter). Aðeins er hægt að nýta náðarkorter (0,25 klst) annað hvort í byrjun eða lok dags, ekki bæði. Hámarksvistunartími með náðarkorteri getur þannig aldrei orðið meiri en 8,25 klst. eins og gert er ráð fyrir í gjaldskrá Auðarskóla.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að verklagsreglum um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla.
Samþykkt að næsti fundur fræðslunefndar verði haldinn þriðjudaginn 9.desember n.k. kl. 15:15.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei