Vinnureglur vegna vinnu verktaka

Þann 18. janúar 2024 samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar vinnureglur vegna vinnu verktaka. Þær voru kynntar degi fyrr á fundi með verktökum, boðuðum af atvinnumálanefnd Dalabyggðar, þar sem farið var yfir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Verktakar og einyrkjar sem hafa áhuga á að starfa fyrir Dalabyggð og hin tengdu félög þurfa að skila inn yfirlýsingu þar um. Vinnureglur og eyðublað fyrir áhugasama er að finna hér neðar. Útfyllt eyðublöð verða geymd á skjalasvæðum (rafrænt og á pappír) með takmarkað aðgengi þar sem aðeins skilgreindir starfsmenn hafa aðgang.

Dalabyggð hefur samþykkta innkaupastefnu og innkaupareglur sem eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Auk þess ber sveitarfélaginu að fara eftir lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Á hverju ári eru fá verkefni sem fara yfir viðmiðunarfjárhæðir til að skylt sé að viðhafa útboð eða formlega verðfyrirspurn. Slíkt hefur hins vegar verið gert eins og hægt er til að gæta jafnræðis þegar kemur að stærri framkvæmdum hvers árs. Markmið með vinnureglunum er að fá skýrara yfirlit yfir þann hóp verktaka/einyrkja sem hafa áhuga á að vinna fyrir Dalabyggð og á hvaða kjörum. Yfirlitið yrði nýtt við úthlutun minni verkefna og fyrir minni lokaðar verðkannanir. Tilgangurinn er að verkbeiðnir séu með skýrari hætti sem og verklag um eftirfylgni með framgangi verkefna. Með vinnureglunum eru að auki skýrir og aðgengilegir skilmálar um innsendingu og greiðslu reikninga.

Vinnureglur um vinnu verktaka 2024

Eyðublöð:
Yfirlýsing um áhuga á vinnu verktaka (pdf til útprentunar)
Yfirlýsing um áhuga á vinnu verktaka (docx til útfyllingar í tölvu)

Eyðublaðinu er hægt að skila inn hvenær sem er og yfirlitið því lifandi skjal.
Vinnureglur verða yfirfarnar árlega í upphaf árs og auglýst eftir áhugasömum aðilum.

Fyrirspurnir og ábendingar vegna vinnureglna og yfirlýsingar er hægt að senda á kristjan@dalir.is .

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei