Laus störf

Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.

Stuðningsfulltrúi Vinnuskóla Dalabyggðar – sumarstarf

Helstu verkefni felast í stuðningi við ungmenni í störfum þeirra í vinnuskólanum. Stuðningsfulltrúi er aðstoðarmaður verkstjóra.
Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, hafa góða samskiptahæfileika og vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu.
Stundvísi og góð mæting eru skilyrði. Um er að ræða fullt starf í júní og júlí.
Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 7. júní nk. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sett inn 27.05.2022

 

Sælingsdalslaug sundlaugarverðir – sumarstarf/helgarstarf

Dalabyggð auglýsir störf sundlaugarvarða við Sælingsdalslaug í sumar, þá vantar sérstaklega aðila sem geta unnið um helgar.
Um vaktavinnu er að ræða og umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
Ekki er um fullt starf að ræða nema hluta af sumrinu. Opnunartími laugarinnar verður lengri í júlí, en í júní og ágúst.
Helstu verkefni eru öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, gæsla í búningsklefum, þrif á húsnæði og útisvæði og afgreiðsla.
Sundlaugaverðir hafa einnig umsjón með tjaldsvæðinu á Laugum.
Haldið verður námskeið fyrir sundlaugarverði áður en þeir hefja störf.
Gerðar eru kröfur um góða færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni. Að umsækjendur hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum. Reynsla af störfum við vörslu sundlauga er kostur.
Fyrirspurnir og umsóknir sendistá netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en föstudaginn 3. júní nk.

Sett inn 27.05.2022

 

Umsjónakennarar við Auðarskóla

Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

Sett inn 17.05.2022

 

Aðstoðarleikskólastjóri við Auðarskóla

Auðarskóli óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra sem jafnframt gegnir starfi deildarstjóra. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti leiðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli frá árinu 2009. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Skólinn er staðsettur í Búðardal og er 2ja deilda fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Húsnæði leikskólans er nýlegt og er aðbúnaður góður. Á næsta skólaári verða um 20 börn í leikskólanum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem kennari.
 • Reynsla af starfi og/eða stjórnun í leikskóla.
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Stundvísi og reglusemi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna að stjórnun og skipulagningu uppeldis- og kennslustarfsins.
 • Vinna með skólastjóra að daglegri stjórnun og rekstri leikskólans.
 • Starfa samkvæmt stefnu og markmiðum Auðarskóla.
 • Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans.
 • Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra.
 • Vera faglegur leiðtogi.

Ef leikskólakennari og aðili með leyfisbréf sem kennari fæst ekki til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

Sett inn 17.05.2022

 

Leikskólakennarar við Auðarskóla

Auðarskóli Dalabyggð óskar eftir að ráða leikskólakennara eða uppeldismenntað starfsfólk til starfa í 100% starfshlutfall. Um er að ræða tvær stöður. Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og er leikskólinn í sérhúsnæði með tveimur deildum fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Húsnæðið er nýlegt og aðbúnaður góður. Á næsta skólaári verða um 20 börn í leikskólanum.

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem kennari.
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
 • Reynsla af starfi í leikskóla æskileg.
 • Stundvísi og reglusemi.

Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa kemur til greina að ráða einstaklinga með aðra uppeldismenntun.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

Sett inn 17.05.2022

 

Félagsleg heimaþjónusta

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.

Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.

Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Allir eldri en 17 ára (með bílpróf) hvattir til að sækja um.

Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10–12.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heima.tjonusta@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.

Sett inn 20.04.2022

 

Starf þroskaþjálfa við Auðarskóla

Auðarskóli í Dalabyggð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% starf

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru 120 börn í skólanum.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi.
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Stundvísi og reglusemi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna að uppeldi og menntun barna með sérþarfir
 • Gerir áætlanir, sinna þjálfun, leiðsögn og stuðningi við börn með sérþarfir.
 • Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu í nánu samstarfi við verkefnastjóra sérkennslu.
 • Vinna að þróun stoðþjónustu í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 1. maí.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

Sett inn 12.04.2022

 

Laus störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)

Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingum til að starfa sem liðveitendur. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.

Um er að ræða hlutastarf, oftast seinnipart dags og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Félagsleg liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Nánari upplýsingar veitir Sylvía Ósk Rodriguez, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, í síma síma 433-7100 eða  sylvia.rodriguez@borgarbyggd.is

Sett inn 2. mars 2022

 

Húsvarsla í Dalabúð – sumarstarf

Starf húsvarðar í félagsheimilinu Dalabúð er laust til umsóknar. Um er að ræða starf í sumar með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Miðað er við 10% starfshlutfall og vinnutími er sveigjanlegur.
Húsvörður hefur umsjón og eftirlit með húsinu. Hann sér um bókanir, að húsið sé tilbúið fyrir viðburði, frágang og þrif. Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur og hafa góða samskiptahæfileika.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 2. maí nk. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sett inn 25.02.2022

 

Silfurtún – sumarstörf við aðhlynningu og sjúkraliði

Sumarstörf við aðhlynningu og ræstingu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni eru laus til umsóknar. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða hlutastarfi.
Leitað er að samviskusömum einstaklingum sem eiga auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Reynsla af aðhlynningu er æskileg.

Einnig laust til umsóknar, starf sjúkraliða. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða hlutastarfi. Leyfisbréf er skiklyrði.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 2. maí nk. Fyrirspurnir og umsóknir sendist Haflínu Ingibjörgu Hafliðadóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra á netfangið silfurtun@dalir.is.

Sett inn 25.02.2022

 

 

 

Dalabyggð hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2021. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið hefur komið sér upp jafnlaunakerfi sem tryggir að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir og að allir starfsmenn njóti þannig jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Vottunin er hluti af jafnréttisáætlun Dalabyggðar og því einstaklega gleðilegt að Dalabyggð hafi hlotið þessa staðfestingu.

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei