Laus störf

Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.

 

Hjúkrunarheimilið Fellsendi  – afleysing í ræstingar

Óskað eftir starfsmanni í afleysingar í ræstingar til 1. febrúar 2022.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið veitir Jóna Guðrún deildarstjóri á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230.

Sett inn 27. júlí 2021

 

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í eldhúsi

Óskað eftir aðstoðarmanni í eldhúsið á Fellsenda frá 1. september 2021.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Starfið fellst í aðstoð við matreiðslu, uppvask og þrif. Starfið er 80% vinna unnið þriðjudaga til föstudaga frá 8-16.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860.

Sett inn 27. júlí 2021

 

Silfurtún – starf við ræstingar

Laust er til umsóknar starf við ræstingar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silfurtúni. Um er að ræða 50% starf, vinnutími er kl. 8-12 virka daga.

Leitað er að samviskusömum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti, að vinna með öðru fólki og getur unnið sjálfstætt. Reynsla er æskileg.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf 9. ágúst (eða eftir samkomulagi).

Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí nk.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist Haflínu Ingibjörgu Hafliðadóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra á netfangið silfurtun@dalir.is (s: 4304770).

Sett inn 7. júlí 2021

 

Hótel Laugar – Starfsmaður óskast

Hótel Laugar óska eftir að ráða starfsmann við þrif og í eldhús sem fyrst.
Um getur verið að ræða bæði fullt starf eða hlutastarf.
Upplýsingar gefur Harpa Einarsdóttir í síma: 822-3890

Sett inn 6. júlí 2021

 

Umsjónarkennarar  í Auðarskóla

Auðarskóli í Dalabyggð auglýsir stöður umsjónarkennara í 100% starfshlutfall fyrir starfsárið 2021-2022. Um er að ræða stöður umsjónarkennara fyrir mið- eða elsta stig, þar sem kennt er í aldursblönduðum hópum. Við leitum að einstaklingum sem er jákvæðir, skapandi og vilja vera virkir í liðsheild. 

Auðarskóli er sameinaður skóli með leik-, grunn- og tónlistarskóladeild. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Við grunnskóladeild stunda rúmlega 80 nemendur nám. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal í Dalabyggð en þar eru íbúar um 650. Dalir eru sögufrægt hérað þar sem sögusvið Laxdælu og Eiríkssögu rauða ber hæst. Náttúrufegurð og friðsæld Dalanna er rómuð og ótal möguleikar eru til útiveru.  

Menntunar- og hæfniskröfur: 

Réttindi til að kenna við grunnskóla 

Kennslureynsla 

Lipurð og færni í mannlegum samskiptum 

Góð íslenskukunnátta 

Stundvísi og reglusemi 

Hreint sakavottorð 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og hentar starfið öllum kynjum.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Haraldsson, skólastjóri, í síma: 430 4753 eða tölvupóstfang: haraldur@audarskoli.is 

Umsóknum skal skilað til skólastjóra Auðarskóla, Haralds Haraldssonar, Miðbraut 6-10, 370, Búðardal eða í tölvupósti á netfangið haraldur@audarskoli.is. 

Umsóknarfrestur til og með:  28.06.2021 

Sett inn 11. júní 2021

 

Störf á Silfurtúni

Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 12. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er silfurtun@dalir.is.  Ráðið verður í störfin  frá 20. ágúst eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsóknir og ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is.

Sjúkraliði

Laust er til umsóknar starf sjúkraliða á Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Leyfisbréf er skilyrði.

Aðhlynning

Laust er til umsóknar starf í aðhlynningu á Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Reynsla af aðhlynningu er æskileg.

Sett inn 9. júní 2021

Matreiðslumaður – Hótel Laugar

Sett inn 3. mars 2021

 

Húsvarsla í Dalabúð – sumarstarf

Starf húsvarðar í félagsheimilinu Dalabúð er laust til umsóknar.
Um er að ræða starf í sumar með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Miðað er við 10% starfshlutfall og vinnutími er sveigjanlegur.

Húsvörður hefur umsjón og eftirlit með húsinu.
Hann sér um bókanir, að húsið sé tilbúið fyrir viðburði, frágang og þrif.

Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur og hafa góða samskiptahæfileika.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is

Sett inn 28. apríl 2021

Verkstjóri Vinnuskóla Dalabyggðar – sumarstarf

Helstu verkefni og ábyrgð eru skipulagning á starfi Vinnuskólans, að stýra starfi ungmenna, að kenna rétt vinnubrögð og að tryggja öryggi sitt og ungmenna við störf. Verkstjóri ber ábyrgð á tímaskráningu ungmenna.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með ungmennum. Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, hafa góða samskiptahæfileika og vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu. Stundvísi og góð mæting eru skilyrði.

Um er að ræða fullt starf í júní og júlí.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 12. maí. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sett inn 28. apríl 2021

 

Stjórnsýsluhús – ræsting

Starf við ræstingu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal er laust til umsóknar.

Leitað er að samviskusömum og vandvirkum einstaklingi. Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní. Umsóknarfrestur er til 12. maí. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sett inn 28. apríl 2021

 

Stuðningsfultrúi Vinnuskóla Dalabyggðar – sumarstarf

Helstu verkefni felast í stuðningi við ungmenni í störfum þeirra í vinnuskólanum Stuðningsfulltrúi er aðstoðarmaður verkstjóra.

Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, hafa góða samskiptahæfileika og vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu. Stundvísi og góð mæting eru skilyrði.
Um er að ræða fullt starf í júní og júlí.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 12. maí. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sett inn 28. apríl 2021

 

Starfsfólk hjá Hótel Laugar

Verið er að opna hótelið að Laugum í Sælingsdal í sumar.

Við leitum að starfsfólki til að sinna eftirfarandi störfum:

Þrif – gestamóttaka – aðstoð í veitingasal og eldhúsi – matreiðslumenn/konur.

Ráðningar verða í byrjun eða um miðjan júní.  Áhugasamir hafi samband við Harpa Einarsdóttir í síma 822-3890 eða harpa@surprizetravel.is.

Sett inn 16. apríl 2021

 

Leikskólakennari

Auðarskóli í Dalabyggð auglýsir stöðu leikskólakennara fyrir næsta skólaár 2021-2022. Um er að ræða stöðu leikskólakennara í 100% starfshlutfall frá og með 9. ágúst 2021. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður skóli með leik-, grunn- og tónlistarskóladeildir. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda, fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Húsnæði skólans er nýlegt, aðstaða og aðbúnaður góður. Spennandi þróunarverkefni eru í farvatninu og er unnið markvisst að eflingu læsis. Leikskólinn er einnig Vináttuskóli.

Auðarskóli er staðsettur í Búðardal sem er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt til næstu áfangastaða. Dalir eru sögufrægt hérað þar sem sögusvið Laxdælu og Eiríkssögu rauða ber hæst. Náttúrufegurð og friðsæld Dalanna er rómuð og ótal möguleikar eru til útiveru. Í Dalabyggð búa um 650 manns.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Reynsla af kennslu og uppeldi ungra barna
 • Áhugi á menntun ungra barna
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Stundvísi og reglusemi
 • Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og hentar starfið öllum kynjum.

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí. Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma: 430 4711 eða tölvupóstfang: herdis@audarskoli.is

Umsóknum skal skilað til skólastjóra Auðarskóla, Haralds Haraldssonar, Miðbraut 6-10, 370, Búðardal eða í tölvupósti á netfangið haraldur@audarskoli.is.

Sett inn 14. apríl 2021

 

Félagsleg heimaþjónusta

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.

Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.

Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Karlar jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um.

Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10–12.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heima.tjonusta@dalir.is.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k.

Sett inn 31. mars 2021

 

Stjórnsýsluhús – þjónustufulltrúi

Starf þjónustufulltrúa Dalabyggðar er afar fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími kl. 9-13.
Helstu verkefni eru:

 • símsvörun og móttaka.
 • móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning.
 • gagnavarsla, ljósritun, skönnun skjala og skjalavistun.
 • stoðþjónusta innan skrifstofu sveitarfélagsins.
 • aðstoð við undirbúning funda og viðburða.
 • annast innkaup og umsjón rekstrarvara og minniháttar skrifstofubúnaðar.
 • annast og aðstoðar við undirbúning móttöku gesta, almennra funda og innkaup veitinga ef þess er óskað.

Hæfniskröfur:

 • krafa er um stúdentspróf eða sambærilegt próf.
 • reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum.
 • reynsla af notkun ritvinnslu- og hefðbundinna upplýsingatæknikerfa.
 • góð kunnátta og ritfærni á íslensku, ásamt kunnáttu í ensku.
 • hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.
 • skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sett inn 29.mars 2021

 

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumarstarf í eldhúsi

Óskað eftir starfsmanni í sumarafleysingar við eldhúsið á Fellsenda.
Leitað er af einstaklingi með reynslu af störfum í eldhúsi og vanan matreiðslu.
Verið er að elda fyrir 27 heimilismenn og ca. 10 starfsmenn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til 6. apríl.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru Grettisdóttir á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860.

Sett inn 23. mars 2021

 

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumastarf í aðhlynning

Óskum eftir starfsmönnum í sumarstarf við aðhlynningu. Um er að ræða vaktarvinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi.
Leitað er eftir samviskusömum og þolinmóðum einstaklingum. Reynsla af aðhlynningu er æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknafrestur er til 6. apríl.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Jónu Guðrúnar deildastjóra á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230.

Sett inn 23. mars 2021

 

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumastarf við ræstingar

Óskað eftir starfsmanni í sumarafleysingar í juní, julí og fram til 15. ágúst við almennar ræstingar á heimilinu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til 6. apríl.
Upplýsingar um starfið veitir Jóna Guðrún deildarstjóri á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230.

Sett inn 23. mars 2021

 

 

 

Dalabyggð hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2021. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið hefur komið sér upp jafnlaunakerfi sem tryggir að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir og að allir starfsmenn njóti þannig jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Vottunin er hluti af jafnréttisáætlun Dalabyggðar og því einstaklega gleðilegt að Dalabyggð hafi hlotið þessa staðfestingu.

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei