Laus störf

Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.

 

Heimaþjónusta Dalabyggðar

Starfsmann vantar í heimaþjónustu Dalabyggðar.

Um er að ræða aðstoð á þrem heimilum hálfsmánaðarlega, samtals um fjórar klukkustundir.

Umsóknarfrestur er til 30.09.2020

Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma heimaþjónustunnar 839-1400 þriðjud.og fimmtud. Kl.10 -12 báða dagana.

Sett inn 15. september 2020

Skólastjóri Auðarskóla

Laust er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í sveitarfélaginu Dalabyggð.
Skólastjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans og hefur forystu um að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að og eflir áhuga nemenda á námi og að þeir nái sem bestum árangri á öllum sviðum skólastarfsins.
Stefnt er að ráðningu í stöðuna frá og með 1. nóvember næstkomandi eða eftir samkomulagi.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Stýrir og ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans í samræmi við gildandi stefnu
 • Ábyrgð á daglegum rekstri og yfirumsjón með fjármálum og rekstrarlegum skuldbindingum skólans
 • Forysta í mótun og eftirfylgni með stefnu skólans í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla
 • Starfsmannamál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun
 • Stuðlar að góðum skólabrag og samstarfi skóla og samfélags
 • Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja
 • Leiðir og hvetur starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best samskipti og gagnkvæmt traust

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara er skilyrði
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræða er æskileg
 • Farsæl stjórnunar- og kennslureynsla og reynsla af leik- og/eða grunnskólastarfi
 • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á þróun og nýjungum í skólastarfi
 • Lipurð í samstarfi, sveiganleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og lausnamiðun í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 23.september 2020.

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að skólastjóri verði búsettur í Dalabyggð.

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 100 nemendur.
Við skólann starfa um 35 manns.
Gildi skólans eru: Ábyrgð – Ánægja – Árangur

Nánari upplýsingar um starfið veita:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)

Í Dalabyggð búa um 650 manns, þar af um 40% í Búðardal. Sveitarfélagið nær frá Álftafirði á Snæfellsnesi til Gilsfjarðar á mörkum Vestfjarða og býr yfir mikilli náttúrufegurð.
Dalabyggð er friðsælt og rótgróið samfélag, hlaðið sögu og menningu.
Nánari upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins er að finna hérna á heimasíðunni.

Sett inn 29.ágúst 2020

Störf á Silfurtúni

Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 10. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í störfin frá 25. ágúst eða eftir samkomulagi.

Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er haflina@dalir.is.

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst. Umsóknir á að senda í tölvupósti á netfangið haflina@dalir.is.

Sjúkraliði

Laust er til umsóknar starf sjúkraliða á Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Leyfisbréf er skilyrði.

Starf við aðhlynningu

Laust er til umsóknar starf í aðhlynningu á Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Reynsla af aðhlynningu er æskileg.

Leiðbeinandi í félagsstarfi

Laust er til umsóknar starf við félagstörf aldraðra á Silfurtúni. Um er að ræða 50% til 70% starf. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skapandi. Reynsla af svipuðu starfi er kostur.

Sett inn 11.ágúst 2020

 

Ræstingar hjá Krambúðinni

Krambúðin Búðardal óskar eftir strafskrafti til að sjá um ræstingar í versluninni frá og með 1.júlí 2020.

Áhugasamir sendi upplýsingar eða fyrirspurnir á netfangið budardalur@krambudin.is eða hafi samband við Sylvíu verslunarstjóra í síma 848-1991.

Sett inn 10.júní 2020.

 

Aðhlynning og umsjá félagsstarfs á Fellsenda

Lausar eru stöður sjúkraliða, félagsliða eða almennra starfsmanna í aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu á Fellsenda.
Heimilið sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða.
Starfið er bæði fjölbreytt og lærdómsríkt.
Um er að ræða vaktarvinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag.

Einnig er verið að leita að hæfileikaríkum einstaklingi til þess að sjá um félagsstarf fyrir íbúa heimilisins í 60-80% starf í dagvinnu.

Nánari upplýsingar veitir Helga Garðarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar í síma 694-2386. Einnig er hægt að senda fyrirspurn eða umsókn á helga@fellsendi.is

Sett inn 9.júní 2020.

 

Sumarstörf fyrir námsmenn

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku eða til mánudagsins 15.júní n.k.

Laus eru til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sem eru hluti af átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum:

 • Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. Starfstímabilið innan þessa ramma er umsemjanlegt.
 • Starfshlutfallið er 100% á ráðningartíma.
 • Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu.
 • Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2020 og séu skráðir í nám haustið 2020. Skila þarf staðfestingu frá skóla um slíkt með umsókn.
 • Námsmenn þurfa að ná 18 ára aldursmarki á árinu eða vera eldri.

Hnitsetning og skráning á ljósleiðara.

 • Áætlaður ráðningartími 8. júní til 7. ágúst.
 • Starfsmaður þarf að hafa bifreið til umráða.
 • Starfsstöð er frá Búðardal

Vinna við Minningarreit um Sturlu Þórðarson sagnaritara.

 • Áætlaður ráðningartími 8. júní til 31. júlí.
 • Starfsstöð er Staðarhóll í Saurbæ.

Kynningarstarf vegna breytinga á sorpmálum og flokkun.

 • Áætlaður ráðningartími 29. júní til 21. ágúst.
 • Starfsstöð er frá Búðardal.

Umsóknir um störfin skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 15. júní næstkomandi. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau. Öllum umsóknum skal fylgja  ferilskrá og kynningarbréf. Auk þess verður að fylgja með staðfesting frá skóla um skólavist á vor- og haustönn 2020. Störfin henta öllum kynjum.

Sett inn 9.júní 2020.

 

Afleysing á gámastöð

Auglýst er eftir starfsmanni í sumarfleysingar á gámasvæði fyrir sorp 7. júlí til 17. ágúst

Um er að ræða 50% starf.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 • Vera 18 ára eða eldri.
 • Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
 • Eiga auðvelt með mannleg samskipti og að sinna þjónustustarfi.

Umsóknir um störfin skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau.

Umsóknarfrestur er til og með 18.júní n.k.

Sett inn 3.júní 2020.

 

Hafnarvarsla í Skarðsstöð

Laust til umsóknar er starf við hafnarvörslu í Skarðsstöð.

Vinnutími er breytilegur og starfið því unnið í tímavinnu.

Í starfinu felst að sinna þjónustu og eftirliti við höfnina á Skarðsstöð þ.á m. vigtun á afla. Einnig annast starfsmaðurinn umhirðu með salernum sem eru staðsett við Skarðsstoð og eru opin á sumrin.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 • Vera eldri en 18 ára.
 • Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
 • Eiga auðvelt með mannleg samskipti.
 • Þurfa að sækja námskeið fyrir vigtarmenn sem haldið er í lok maí.

Umsóknir um starfið skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 27. maí næstkomandi. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau.

Sett inn 20.maí 2020.

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei