| |
| 1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 | |
Lagt til að leggja fram áætlun með áorðnum breytingum fyrir fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Fyrirhugað að hafa íbúafundi til kynningar á fjárhagsáætlun 2026-2029 í fyrstu viku desember.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 2. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026 | |
Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld og gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar koma til afgreiðslu þegar tengd vísitala liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Útsvar og fasteingagjald:
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda á árinu 2026 var samþykkt á síðasta fundi byggðarráðs: Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars árið 2026 verði 14,97% og álagningarhlutfall fasteignaskatts eftirfarandi: a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga. b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2025 eða 5%
Nú er það svo að elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi, sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur. Upplýsingar Tryggingastofnunar (TR) um tekjuviðmið hafa ekki verið birtar þegar fyrirliggjandi gögn voru unnin og því lagt til við sveitarstjórn að viðmið fyrir afslátt ellilífeyrisþega og öryrkja verði birt á heimasíðu Dalabyggðar þegar tilkynnt er um álagningu fasteignagjalda 2026 ef viðmiðin verða ekki komin fyrir fund sveitarstjórnar í desember nk. Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega getur þó að hámarki verið 85.000kr.- árið 2026.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar:
Lagðar eru til eftirfarandi breytingar vegna gjaldskrár Nýsköpunarseturs Dalabyggðar 2026. Að nemendur í framhaldsskólanámi og grunnnámi háskóla fái frí afnot af aðstöðu í setrinu, gegn framvísun á staðfestingu skólavistar hverja önn/lotu. Gerður verði samningur við viðkomandi m.a. um aðgengi og umgengni. Þá er lagt til að lækka gjald fyrir nemendur sem greiða, þ.e. í framhaldsnámi á háskólastigi. Þeir greiði 1.500 kr.- fyrir staka viku eða 5.000 kr.- fyrir stakan mánuð. Símenntun á Vesturlandi sér áfram um próftöku í setrinu og fer gjald vegna þessa eftir þeirra gjaldskrá. Eins er lagt til að hækka sektargjald fyrir týndan lykil upp í 2.500 kr.-
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir litla matvælavinnslu í Tjarnarlundi:
Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt 2026. Búið er að samþykkja að fasteignin verði sett í söluferli svo allar bókanir í húsinu þarf að gera með fyrirvara um sölu.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalasýslu:
Lagt er til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu 2026 kosti ekkert frá 1. janúar til 31. desember 2026. Eins að sektargjald og millilánasafn taki mið af 3,8% hækkun en þó rúnað að heilum tölum. Gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar: Lagt er til að gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar 2026, þ.e. kostnaður vegna prentunar og ljósritunar, taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá félagsheimila:
Lagt er til að gjaldskrá félagsheimila (Dalabúð og Tjarnarlundur) 2026 taki mið af 3,8% hækkun. Þá sé bætt við gjaldskránna kostnaði vegna skjávarpa, leirtaus/borðbúnaðar og ákvæði um sektargjald.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir gæludýrahald í Dalabyggð:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð standi óbreytt 2026 þar sem hún var afgreidd af sveitarstjórn 9. október 2025 eftir að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð var birt í B-deild Stjórnartíðinda 3. október 2025 og tók þar með gildi. Gjaldskráin var svo birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. október 2025.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Auðarskóla:
Lagt er til að gjaldskrá Auðarskóla 2026 taki mið af 3,8% hækkun. Lagt til að sektargjald sé fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur, foreldrar kaupi frekar náðarkorter sem gildir fyrir mánuðinn ef mæta þarf bili milli vinnutíma foreldra og dvalartíma á leikskóla. Lagt til að setja inn ákvæði vegna skólagjalda tónlistarskóla: „Athugið að ef barn er skráð úr tónlistarnámi eftir að kennsla hefst, fást aðeins 50% skólagjalda endurgreitt.“
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands:
Lagt er til að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Fjósum :
Lagt er til að gjaldskrá vegna leigu á geymsluplássi á Fjósum 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá söfnun og eyðing dýraleifa :
Lagt er til að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá hafna:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Dalaveitna:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum í Sælingsdal 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fráveitu:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald í Dalabyggð 2026 hækki um 3,8% að jafnaði en 150mm tenging eða minna hækki um 5.000kr. og verði því 185.000kr. í stað 180.000kr., en 200mm tenging hækki um 10.000kr. og verði því 300.000kr. í stað 290.000kr.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá vegna sorphirðu:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2026 taki mið af 3,8% hækkun.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 3. 2511002 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki V | |
| Samþykkt samhljóða. | | Viðauki_5.pdf | | |
|
| 4. 2511004 - Umsókn um lóð Borgarbraut 4 | |
| Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 5. 2510013 - Íbúðir í Búðardal | |
| Samþykkt samhljóða. | | Samkomulag um leiguvernd, 6.11.2025.pdf | | |
|
| 6. 2510022 - Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla ''26-''28 - uppfærsla 2025 | |
| Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 7. 2510009 - Erindi vegna jólamarkaðar 2025 | |
Lagt til að Dalabyggð bjóði upp á félagsheimilið Dalabúð sem aðstöðu fyrir jólamarkað.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 8. 2510025 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Keisbakkavegar af vegaskrá | |
| Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða niðurfellingu. | | |
|
| 9. 2510026 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Manheimavegar af vegaskrá | |
| Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða niðurfellingu. | | |
|