| |
1. 1708018 - Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila | |
Til máls tóku: Sveinn, Eyþór Sveitarstjóri hefur óskað eftir við ráðuneytið að ákveðið hlutfall lífeyriskuldbindinga starfsmanns skrifstofu Dalabyggðar falli undir samkomulagið enda hefur skrifstofan séð um launvinnslu og bókahald fyrir heimilið frá upphafi. Lagt til að sveitarstjóra fái umboð til að undirrita samkomulag við ráðuneytið.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
2. 1709005 - Reglur um skólakstur 2017 | |
Til máls tók: Sigurður Bjarni. Fjallað var um drögin á fundi skólaráðs 30. ágúst og á fundi fræðslunefndar 6. september sl. Fræðslunefnd samþykkti drögin með smávægilegum breytingum.
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti reglurnar.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
3. 1709013 - Haustþing SSV 2017 | |
Lagt til að Ingveldur Guðmundsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbertson verði aðalfulltrúar og Halla Steinólfsdóttir og Eyþór Jón Gíslason til vara.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
4. 1705012 - Skólaakstur 2017-2019 | |
Lagt til að byggðarráði verði falið að ljúka málinu að höfðu samráði við skólabílstjóra.
Samþykkt í einu hljóði.
| | |
|
5. 1708009 - Breytt rekstrarform rammasamningakerfisins | |
Til máls tók: Sveinn Samkvæmt gjaldskrá Ríkiskaupa ber Dalabyggð að greiða 750.000,- á ári fyrir aðild að rammasamningi. Vöru- og þjónustukaup Dalabyggðar námu 334 millj. kr árið 2016. Skv. upplýsingum frá Ríkiskaupum og seljendum má ætla að Dalabyggð hafi fengið um 5 millj kr. í afslátt á árinu 2016 í gegnum rammasamninga. Rammasamningskerfið einfaldar einnig framkvæmd örútboða. Lagt til að sveitarstjóran verði heimilað að undirrita.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
6. 1606028 - Sturla á Staðarhóli | |
Lagt til að erindið verði samþykkt.
Samþykkt í einu hljóði.
Tekið af lið 0589
| | |
|
7. 1708001 - Vilja- og samstarfsyfirlýsing | |
Magnús B. Jóhannsson framkvæmdastjóri Storm Orku ehf. fundaði með sveitarstjórnarmönnum fyrr í dag og skýrði áform fyrirtækisins.
Lagt til að sveitarstjórn samþykki vilja- og samstarfsyfirlýsinguna.
Samþykkt með sex atkvæðum. Einn situr hjá (HSS).
Gert er ráð fyrir að Íbúafundur verði haldinn á næstu vikum þar sem þetta verður kynnt ásamt fleiru.
| | |
|
8. 1709015 - Aðgerðaáætlun vegna íbúaþróunar | |
Lagt til að sveitarstjóra verði falið að senda áætlunina til viðeigandi ráðuneyta.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
9. 1703010 - Íþróttamannvirki í Búðardal | |
Til máls tóku: Sveinn, Sigurður Bjarni. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að fjárhagsstaða Dalabyggðar er traust og að rekstur standi undir a.m.k 150 millj. kr. lántöku. Staðfest er að til að leggja í 450 - 650 millj. kr. fjárfestingu sé nauðsynlegt að selja aðrar eignir. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða fleiri möguleika á sölu Lauga í Sælingsdal og eftir atvikum annarra eigna.
Samþykkt í einu hljóði.
| | |
|
10. 1708010 - Héraðsbókasafn / Héraðsskjalasafn | |
Lagt til að Héraðskjalasafn fái til afnota stóru skjalageymsluna í stjórnsýsluhúsinu frá og með næstu áramótum.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
11. 1709006 - Umsókn um framkvæmdaleyfi í Hvolsdal | |
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
| |
12. 1709010 - Ísland ljóstengt 2018 | |
Lagt til að sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda verði falið að undirbúa umsóknir og leggja yfir byggðarráð.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
13. 1612032 - Tækifærisleyfi - Ósk um umsögn | |
Lagt til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
| |
14. 1708007 - Fundargerðir fjallskilanefnda | |
Oddviti leggur til að fundargerðirnar verði afgreiddar í einu lagi.
Samþykkt í einu hljóði.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðirnar.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
15. 1706001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 81 | |
Til máls tók: Sigurður Bjarni. Á fundinum gerði skólastjóri grein fyrir upphafi skólastarfs og íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfi sumarsins og upphafi vetrarstarfs. Nefndin samþykkti drög að endurnýjuðum reglum um skólaakstur.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
16. 1708005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 193 | |
Til máls tók: Eyþór. Á fundinum fór umsjónarmaður framkvæmda yfir stöðu framkvæmda ársins og samþykkt var umsókn um stuðning við nám í leikskólakennarafræðum. Samþykkt var að styrkja Félag sauðfjárbænda vegna haustfagnaðar og selaverkefni með afnotum af lóð og búnaði.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.
Samþykkt í einu hljóði.
| | |
|
17. 1708006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 76 | |
Á fundinum var m.a. fjallað um færslu reiðvegar við Laxá og umferðaröryggismál. Samþykkt var að gefa út framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Vestfjarðavegi um Hvolsdal með fyrirvara um efnistöku en nefndin tekur ekki afstöðu til umsagnarbeiðni sveitarstjórnar varðandi áform um vindorkugarð.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.
Samþykkt í einu hljóði.
| | |
|
| |
18. 1702017 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 142, 143 og 144. | Fundargerðir 142, 143 og 144 lagðar fram til kynningar. | | |
|
19. 1702004 - Samband íslenskara sveitarfélaga - Fundargerðir 851 og 852 | Fundargerðir 851 og 852 lagðar fram til kynningar. | | |
|
20. 1708003F - Dalaveitur ehf - Fundargerð 3. fundar. | Fundargerð lögð fram til kynningar. | | |
|
| |
21. 1709011 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|
22. 1702007 - Skýrsla sveitarstjóra | Ágætu sveitarstjórnarmenn. Á síðustu vikum hafa verkefni Eiríksstaðanefndar verið fyrirferðamikil og ég hef átt fundi með mennta- og menningarmálaráðherra og formanni fjárlaganefnar Alþingis ásamt nefndarmönnum. Einnig hitti ég aðstoðarmann iðnaðarráðherra. Tengt þessu höfum við Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúi unnið aðgerðaáætlun vegna neikvæðrar íbúaþróunar í Dalabyggð sem fjallað var um fyrr á fundinum. Viðbúið er að nýboðaðar Alþingiskosningar setji strik í reikninginn varðandi framgang þessara mála. Ég hef setið tvo fundi varðandi svæðisskipulagið sem bráðlega verður tilbúið til auglýsingar. Ég sat fund um stefnumótun Samtaka sveitarfélag á Vesturlandi ásamt Höllu Steinólfsdóttur og Ingveldi Guðmundsdóttur. Stjórn Rarik bauð sveitarstjórn til fundar 25. ágúst sl. Þá sat ég umræðu- og upplýsingafund um innkaupamál sveitarfélaga og fund um gerð vinnureglna um gististaði í íbúðabyggð á vegum SSV. Hafnar eru framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og ganga þær vel. Verið er að leggja heimtaugar á Skógarströnd.
| | |
|