Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 238

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.10.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að fundargerð fræðslunefndar Dalabyggðar, mál nr.2309005F, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 9.

Lagt er til að fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftrirlits Vesturlands, mál nr.2301009, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 12.

Aðrir dagskrárliðir færist til miðað við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309007 - Staða innviða - dagvöruverslun í Dalabyggð
Rætt um stöðu dagvöruverslunar í Dalabyggð í ljósi samskipta við stjórn og stjórnendur Samkaupa í kjölfar áskorunar sem sveitastjórn Dalabyggðar samþykkti einum rómi á 237. fundi.

Til máls tóku: Eyjólfur, Björn Bjarki og Eyjólfur (annað sinn).

Lagt til að láta reyna á samtalið við Samkaup áfram.

Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Dalabyggðar_bréf 11.okt.pdf
2. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024
Skipan Ungmennaráðs frá 124. fundi fræðslunefndar Dalabyggðar borin upp til staðfestingar.
Eftirfarandi er bókun fræðslunefndar:

Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs Dalabyggðar skal kjósa fulltrúa í stjórn þess fyrir 15. september ár hvert, 2 í hvert sinn. Á fundi fræðslunefndar nr. 123 var samþykkt að framlengja frest til framboða í ungmennaráðið til 27. september sl. vegna þess að einungis eitt framboð barst og auglýsingatími var mjög skammur. Nú eru komin fram framboð frá 7 ungmennum og er það fræðslunefndar að kjósa 2 fulltrúa úr þeim góða hóp.

Fræðslunefnd samþykkti að bjóða þeim Alexöndru Öglu Jónsdóttur og Baldri Valbergssyni þau lausu sæti í ungmennaráði sem skipa á í nú. Samþykkt að fela Tómstundafulltrúa að tilkynna þeim sem kost á sér gáfu um niðurstöðuna og huga að næsta fundi ungmennaráðs. Jafnframt verði ungmennunum öllum þakkað fyrir að gefa kost á sér til starfa í þágu Ungmennaráðs Dalabyggðar.

Lagt til að samþykkja skipan ungmennaráðs í samræmi við afgreiðslu fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2310007 - Leyfi frá störfum í sveitarstjórn
Framlögð beiðni um leyfi frá störfum í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason hefur óskað eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum (GFV, ARJ, SGS, IÞS, ÞJS, SHG). Eyjólfur greiðir ekki atkvæði.
Skanni_20231009 (2).pdf
Fundargerð
4. 2308005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 314
Til máls tók: Alexandra um dagskrárlið 8 í fundargerðinni og vakti athygli á því að hún tæki ekki afstöðu til dagskrárliðarins við afgreiðslu fundargerðar.

Samþykkt samhljóða.
4.1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir helstu áherslur og útlínur í fjárhags- og framkvæmdaáætlun árin 2024 til 2027.
Farið er yfir drög að fjárhagsáætlun 2024 miðað við þær forsendur sem eru komnar inn, einstaka liðir hvers málaflokks skoðaðir.
4.2. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála og samskipti við rekstraraðila.
Farið yfir stöðu mála og sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4.3. 2208014 - Sala á félagsheimilinu Staðarfelli
Kynnt framkomið tilboð í Félagsheimilið Staðarfelli
Byggðarráð tekur jákvætt í framkomið tilboð en felur sveitarstjóra að leita álits meðeigenda. Málið verði afgreitt með tölvupóstsamskiptum.
4.4. 2309007 - Staða innviða - dagvöruverslun í Búðardal
Framlagt svar frá forstjóra Samkaupa við áskorun frá sveitarstjórn Dalabyggðar til fyrirtækisins.
Samþykkt að bjóða stjórn Samkaupa á fund sveitarstjórnar Dalabyggðar, í Búðardal.
4.5. 2309015 - Rif á brúm yfir Skraumu og Dunká
Sveitarstjóri kynnti framkominn tölvupóst frá Vegagerðinni varðandi eldri brýr yfir Skraumu og Dunká.
Sveitarstjóra falið að kalla eftir formlegri afstöðu hestamannafélagsins til framtíðar eldri brúa.
4.6. 2309001 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024
Framlögð beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024.
Byggðarráð þakkar erindið en Dalabyggð verður ekki með að þessu sinni.
4.7. 2309002 - Haustþing SSV 2023
Framlagt fundarboð á haustþing SSV sem fram fer þann 4. október n.k.
Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verða fulltrúar Dalabyggðar, sveitarstjóri sækir fundinn einnig.
4.8. 2309014 - Styrkumsókn Er líða fer að jólum
Lögð fram beiðni um stuðning við jólatónleika í Búðardal.
Lagt til að veita 50% afslátt af leigu samkvæmt verðskrá vegna jólatónleika. Sveitarstjóra falið að tilkynna forsvarsaðila niðurstöðuna.

Samþykkt samhljóða.
4.9. 2309010 - Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands
Framlagt til kynningar erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Lagt fram til kynningar
4.10. 2309007 - Mál til upplýsinga er snerta innviði
Kynntar ástæður þess að gripið var til varúðarráðstafana varðandi neysluvatn í Búðardal föstudaginn 22. september sl.

Kynntar þær aðgerðir sem sneru að Dalabyggð varðandi strand háhyrnings við Gilsfjarðarbrú fyrir stuttu.
Farið yfir stöðu mála.
5. 2309002F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 41
Samþykkt samhljóða.
5.1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Nefndin fer yfir fjárhagsáætlun komandi árs.
Nefndin tekur saman athugasemdir varðandi fjárhagsáætlun 2024. Verkefnastjóra falið að koma þeim til skila.
5.2. 2309013 - Minnisblað - Snæfellsnesvegur 54 um Skógarströnd
Nefndin lýsir yfir ánægju með skipan þessa verkefnahóps og er tilbúin til samráðs og samvinnu vegna málsins.
5.3. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Nákvæm sundurliðun niður á sveitarfélög hefur ekki komið inn síðan í maí.
Atvinnuleysi á Vesturlandi stóð í stað milli mánaðar maí til júní eða 1,8%, lækkaði í 1,7% í júlí og fór aftur upp í 1,8% í ágúst.
Atvinnuleysi eftir kyni var jafnt í júní (1,8% kk og 1,8% kvk), konum fækkaði í júlí (1,6%) en karlar stóðu í stað og fjölgaði í báðum kynjum í ágúst (1,7% kvk og 1,9% kk).
284 ný störf voru auglýst í júní í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun, 199 ný störf í júlí og 249 ný störf í ágúst.
Lagt fram til kynningar.
6. 2309003F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 34
Samþykkt samhljóða.
6.1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun í menningarmálum fyrir árið 2024.
Aðalbókari kynnti stöðu vinnunnar og það hvað er í drögum að fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Rætt var um að gagnlegt væri að kortleggja það hvaða verðmæti Dalabyggð er að leggja til í óbeinum stuðningi við menningarmál, t.a.m. hvað varðar afslætti og/eða gjaldfrjáls afnot af mannvirkjum og framlag starfsmanna við aðstoð ýmiskonar.
6.2. 2310001 - Bæjarhátíð 2024 - Heim í Búðardal
Bæjarhátíðin Heim í Búðardal er á dagskrá á árinu 2024.
Rætt um að kalla eftir hugmyndum frá íbúum Dalabyggðar um efnistök og dagskrá á hátíðinni á komandi sumri og einnig hvort og þá hverjir væru tilbúnir til að standa fyrir viðburðum á hátíðinni. Kallað verði eftir hugmyndum fyrir næsta fund menningarmálanefndar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember. Nákvæm tímasetning hátíðarinnar árið 2024 verði ákveðin í framahaldi af þeim fundi.
6.3. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Rætt um vegvísa í Dalabyggð.
Rætt um skilti og merkingar í Dalabyggð, bæði á lögbýlum, eyðibýlum og öðrum markverðum stöðum í sveitarfélaginu.
6.4. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Rætt um stöðu safnamála í Dalabyggð.
Nú er ljóst að Staðarfell er ekki lengur inn í myndinni sem framtíðar staður fyrir byggðarsafn Dalabyggðar. Í verkefnaáætlun DalaAuðs voru nokkur markmið í menningarmálum tengd uppbyggingu byggðarsafns að Staðarfelli og því ljóst að leita þarf annarra lausna og vill menningarmálanefnd kalla eftir skýrri sýn þar að lútandi frá byggðarráði og sveitarstjórn Dalabyggðar þannig að það liggi fyrir þegar drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins verða kynnt í nóvember n.k.
7. 2308006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 140
Samþykkt samhljóða.
7.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Farið yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað málinu til undirbúnings frá síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
7.2. 2304017 - Umsókn um framkvæmdarleyfi á Klofningsvegi
Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Klofningsvegar (590) frá Vestfjarðavegi að Kýrunnarstöðum.
Samþykkt í samræmi við Reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi
7.3. 2308013 - Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Leysingjastaða
Framlögð umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Leysingjastaða.
Samþykkt samhljóða.
7.4. 2308014 - Umsókn um stofnun lóðar að Gröf Laxárdal
Framlögð umsókn um stofnun lóðar að Gröf Laxárdal.
Samþykkt samhljóða
7.5. 2309012 - Umsókn um stofnun lóðar að Hóli
Framlögð umsókn um stofnun lóðar að Hóli.
Samþykkt samhljóða. Sigrún Halldórsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
7.6. 2308015 - Umsókn um byggingarleyfi að Skerðingsstöðum
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Skerðingsstöðum
Samþykkt samhljóða.
7.7. 2309011 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis.
Framlögð umsókn um breytta notkun húsnæðis.
Samþykkt samhljóða
7.8. 2211040 - Umsókn um byggingu smávindmyllu að Hróðnýjarstöðum
Framlögð umsókn um byggingu smávindmyllu.
Samþykkt í samræmi við kafla 17.13 í Aðalskipulagi Dalabyggðar.
7.9. 2308017 - Umsókn um byggingarleyfi - Vindknúin einkarafstöð að Svarfhóli
Framlögð umsókn um byggingu vindknúinnar einkarafstöðvar.
Samþykkt í samræmi við kafla 17.13 í Aðalskipulagi Dalabyggðar.
7.10. 2309009 - Iðjubraut, erindi frá vinnuhóp
Framlagt erindi frá vinnuhóp um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Nefndin tekur vel í erindið.
7.11. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Á 237. fundi sveitarstjórnar var framlagt erindi frá Skógræktarfélagi Dalasýslu varðandi ósk um aðkomu Dalabyggðar að aðgerðarhóp um Brekkuskóg og var á þeim fundi samþykkt að vísa málinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, þar sem það samræmist Aðalskipulagi Dalabyggðar. Nefndin tilnefnir Jón Egil Jónsson í aðgerðahóp.
7.12. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Rætt um þau mál sem snerta hlutverk umhverfis- og skipulagsnefndar og varða undirbúning fjárhags- og framkvæmdaáætlunar Dalabyggðar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
8. 2309005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 124
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 1 í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða.
8.1. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024
Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs Dalabyggðar skal kjósa fulltrúa í stjórn þess fyrir 15. september ár hvert, 2 í hvert sinn. Á fundi fræðslunefndar nr. 123 var samþykkt að framlengja frest til framboða í ungmennaráðið til 27. september sl. vegna þess að einungis eitt framboð barst og auglýsingatími var mjög skammur. Nú eru komin fram framboð frá 7 ungmennum og er það fræðslunefndar að kjósa 2 fulltrúa úr þeim góða hóp.
Fræðslunefnd samþykkti að bjóða þeim Alexöndru Öglu Jónsdóttur og Baldri Valbergssyni þau lausu sæti í ungmennaráði sem skipa á í nú. Samþykkt að fela Tómstundafulltrúa að tilkynna þeim sem kost á sér gáfu um niðurstöðuna og huga að næsta fundi ungmennaráðs. Jafnframt verði ungmennunum öllum þakkað fyrir að gefa kost á sér til starfa í þágu Ungmennaráðs Dalabyggðar.
Fundargerðir til kynningar
9. 2301005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. 2023
Lagt fram til kynningar.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2023-09-14..pdf
10. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 933.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 934.pdf
11. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023
Lagt fram til kynningar.
Fundur-217.pdf
12. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023
Lagt fram til kynningar.
185_2023_1008_Samþykkt fundargerð.pdf
Mál til kynningar
13. 2309016 - Erindi til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
Til að ná markmiðum Íslands í orku- og loftslagsmálum þarf orkuskipti í samgöngum á landi. Í
umhverfis- og orku og loftslagsráðuneytinu er unnið að endurskoðun fyrirliggjandi aðgerðaáætlunar
um orkuskipti frá árinu 2017.

Lagt fram til kynningar.
Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.pdf
14. 2303009 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2023
Til umsagnar:
- frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál.
- tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál.

Lagt fram til kynningar.
0171.pdf
0184..pdf
15. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023
Til máls tók: Björn Bjarki

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á 238. fundi.pdf
Vakin er athygli á því að í útsendri dagskrá var fundargerð menningarmálanefndar frá fundi nr. 34 tiltekin tvisvar sem 6. og 8. dagskrárliður.
Fundargerðin var afgreidd sem 6. dagskrárliður þessa fundar. Fundargerðin var tekin út sem 8. dagskrárliður og færðust dagskrárnúmer málanna þar á eftir í samræmi við það.

Fundargerð yfirfarin, staðfest og undirrituð.

Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember 2023.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei