Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 212

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.12.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2011036 - Samstarf við Leigufélagið Bríet, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Mál.nr.: 2111003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 52, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 21.
Mál.nr.: 2012013 - Fundargerðir Öldungaráðs 2020-2021, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 31.

Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104005 - Fjarfundir
Staðfesting á fjarfundum sveitarstjórnar, byggðarráðs og nefnda í samræmi við auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1273/2021 frá 12.11.2021: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Jafnframt að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Að loknum fundi skal fundargerð deilt á skjá með öllum fundarmönnum og síðan staðfest af öllum fundarmönnum í tölvupósti áður en hún er birt á heimasíðu Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
B_nr_1273_2021.pdf
2. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - Gjaldskrár 2022.
Fjallað var um gjaldskrár á 280. og 281. fundum byggðarráðs 25.11.2021 og 06.12.2021. Eftirtaldar gjaldskrár voru samþykktar og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn:
- Gjaldskrá Auðarskóla
- Gjaldskrá Silfurtúns
- Gjaldskrá, leiga beitar- og ræktarlands
- Gjaldskrá, geymslur á Fjósum
- Gjaldskrá fráveitu
- Gjaldskrá félagsheimila
- Gjaldskrá fyrir hundahald
- Gjaldskrá slökkviliðs
- Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar á Laugum
- Gjaldskrá Vatnsveitu
- Gjaldskrá hafna Dalabyggðar
- Gjaldskrá bókasafns
- Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjalda
- Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps
- Gjaldskrá fyrir hirðingu og förgun dýraleyfa (óbreytt gjaldskrá)

Gjaldskrá Auðarskóla

Til máls tóku: Kristján, Skúli.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Silfurtúns

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá, leiga beitar- og ræktarlands

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá, geymslur á Fjósum

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fráveitu

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá félagsheimila

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir hundahald

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá slökkviliðs

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar á Laugum

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Vatnsveitu

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá hafna Dalabyggðar

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá bókasafns

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjalda

Til máls tók: Kristján.

Breytingatillaga "byggingarleyfi" verði "byggingarleyfi/heimild".

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá borin upp til afgreiðslu með breytingatillögu.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps

Til máls tóku: Anna, Eyjólfur.

Anna gerir tillögu um að gera könnun á notkun sorpíláta út frá tunnuflokkum.

Borið upp að tillögu Önnu sé vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá borin upp til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir hirðingu og förgun dýraleyfa (óbreytt gjaldskrá)

Til máls tók: Eyjólfur

Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Auðarskóli 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2022 - loka.pdf
Gjaldskrár Fjósar 2022 - loka.pdf
GJALDSKRÁ fráveitu í Dalabyggð 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá félagsheimila 2022 - loka.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hundahald 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá Slökkvilis Dalabyggðar 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá Íþróttamiðst Laugum 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu 2022 - loka.pdf
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2022 - loka.pdf
Bókasafn Dalabyggðar - gjaldskrá 2022 - loka.pdf
GJALDSKRÁ fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð 2022 - loka.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2022 - loka.pdf
Gjaldskra-fyrir-sofnun-og-eydingu-dyraleifa-i-Dalabyggd-2021.pdf
3. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025, síðari umræða.
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 1, sjá fylgiskjal.
Úr fundargerð 281. fundar byggðarráðs 06.12.2021, dagskrárliður 1, sjá fylgiskjal.

Til máls tóku: Kristján, Eyjólfur, Skúli, Anna, Skúli (annað sinn), Einar, Anna (annað sinn), Pálmi, Eyjólfur (annað sinn), Einar (annað sinn), Eyjólfur (þriðja sinn).

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 4,1 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 3,4 milljónir króna.
Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 1,8 milljarður króna í árslok 2022, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 871,6 milljónir króna og eigið fé um 887,3milljónir króna.
Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 51,7 milljónir króna eða 5,9% og samantekið fyrir A- og B-hluta 68,9 milljónir króna, eða um 6% af heildartekjum.
Áætlaðar fjárfestingar samtals að fjárhæð 366 milljónir króna. Um er að ræða kostnað vegna sorphirðu, fráveitu, Silfurtúns, gatnagerðar, Eiríksstaða og íþróttamannvirkja auk minni verkefna vegna viðhalds eigna.

Breytingartillaga byggðarráðs um 950 milljón króna fjárfestingu vegna íþróttamannvirkja borin upp til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 (ÞJS, EIB, SHG, EJG, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) situr hjá.

Breytingartillaga byggðarráðs frá 280. fundi byggðarráðs 25. nóvember 2021 borin upp.

Samþykkt með 6 (ÞJS, EIB, SHG, EJG, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) situr hjá.

Breytingartillaga byggðarráðs frá 281. fundi byggðarráðs 6. desember 2021 borin upp.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga að fjárhagsáætlun borin upp í heild.

Samþykkt með 6 (ÞJS, EIB, SHG, EJG, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) situr hjá.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - seinni umræða.pdf
Matsgerð vegna fjárfestingar.pdf
Bókanir vegna fjárhagsáætlunar frá 280 og 281 fundum byggðarráðs.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2022-2025.pdf
Breytingatillögur á fjárhagsáætlun fyrir seinni umræðu.pdf
4. 2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar - síðari umræða.
Á 211. fundi sínum 11.11.2021 samþykkti sveitarstjórn samhljóða að vísa eftirtöldum breytingum á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar til annarrar umræðu, dagskrárliður 5:
Lagt er til að 14. grein samþykktarinnar verði orðuð þannig:
Heimilt er að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins ef aðstæður mæla með því að slíkur búnaður sé notaður. Skal sveitarstjórn, ráð eða nefnd bóka í upphafi fundar hverjar aðstæður sem mæla með notkun
fjarfundarbúnaðarins eru.
Tryggja skal jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku í fundinum. Fundarmaður skal alla jafna vera sýnilegur öðrum fundarmönnum á meðan á fundi stendur.
Um framkvæmd fjarfunda gildir auglýsing ráðherra, sbr. 2. mgr. 19. gr. Sveitarstjórnarlaga.
Töluliður 5, stafliður B, 48. grein verði orðaður þannig:
Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar. Sveitarstjórn skipar tvo fulltrúa og tvo til vara.

Breytingartillaga um að sveitarstjórn skipi 1 fulltrúa og 1 til vara í Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar borin upp.

Samþykkt samhljóða.

Breyting á samþykktum Dalabyggðar borin upp í heild.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2110006 - Tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.pdf
5. 2111020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII.
Úr fundargerð 281. fundar byggðarráðs 03.12.2021, dagskrárliður 2:
2111020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII.
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 2:
2111020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII.
Umræða um viðauka.
Verður tekið fyrir á aukafundi 6. desember.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari, Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir dagskrárlið 2.

Tillaga að viðauka lögð fram.
Viðauki VIII samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Kristján, Skúli.

Lækkun á rekstrarliðum um kr. 200.000 (leiguíbúðir) og hækkun um kr. 650.000 (Auðarskóli og ýmis kostnaður).
Fjárfestingar lækka um kr. 12.200.000 (Dalaveitur lækka um kr. 1.000.000 og Íþróttamiðstöð í Búðardal um kr. 13.000.000, Silfurtún hækkar um kr. 1.000.000 og slökkvilið, búnaður, um kr. 800.000).
Tekjur hækka um kr. 1.000.000 vegna sölu á bifreiðum.

Breytingartillaga um að rekstrarkostnaður Silfurtúns hækki um kr. 10.000.000 og tekjur um kr. 5.000.000 borin upp.

Samþykkt samhljóða.

Viðauki VIII borinn upp í heild með breytingu.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki VIII.a.pdf
6. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Skipa þarf einn fulltrúa sveitarstjórnar og tvo íbúa í verkefnisstjórn. SSV tilnefnir síðan tvo fulltrúa og Byggðastofnun tvo.
Til máls tók: Anna.

Sveitarstjórn felur menningarmálanefnd annars vegar og atvinnumálanefnd hins vegar að tilnefna fulltrúa íbúa í verkefnisstjórn. Hvor nefnd tilnefni tvo aðila, karl og konu. Sveitarstjórn mun síðan velja fulltrúana úr hópi þeirra sem nefndirnar tilnefna.

Samþykkt samhljóða.
7. 2111015 - Endurskoðun samnings um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 10:
2111015 - Endurskoðun samnings um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Á fundi oddvita og sveitarstjóra þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að samningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa var meðfylgjandi texti niðurstaðan. Breytingar eru gerðar annars vegar í samræmi við fyrirmæli frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og hins vegar samkvæmt reynslu undanfarinna tveggja ára.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði staðfestur.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Drög að endurskoðun samstarfssamnings um byggingar- og skipulagsfulltrúa.pdf
8. 2111014 - Umsókn um styrk vegna vegar
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 6:
2111014 - Umsókn um styrk vegna vegar
Umsókn um styrk frá eigendum Hellu, Skorarvíkur og Skóga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 281. fundar byggðarráðs 06.12.2021, dagskrárliður 7:
2111014 - Umsókn um styrk vegna vegar
Umsækjandi óskar eftir upplýsingum á hverju byggðarráð byggir tillögu sína til sveitarstjórnar um afgreiðslu erindisins.
Byggðarráð lagði til við sveitarstjórn að veita ekki styrk til vegarins þar sem sveitarfélagið styrkir ekki heimreiðar.

Til máls tók: Skúli.

Samþykkt samhljóða.
Umsókn um vegastyrk 5.11.21.pdf
Vegabætur Skógar og Hella 5.11.21.pdf
9. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 9:
2001030 - Eignarhald félagsheimila
Menningarmálanefnd Dalabyggðar hefur unnið úttekt á nýtingu félagsheimila í eigu sveitarfélagsins og leggur til eftirfarandi sem fyrstu kosti:
- Árblik - gestastofa, athugað verði með hentugt rekstrarform og mögulega leigt til rekstraraðila.
- Tjarnarlundur - menningarhús/Sturlustofa, athugað verði með hentugt rekstrarform og mögulega leigt til rekstraraðila.
- Staðarfell - samtal við Hvöt og Dögun um yfirtöku á eignarhlut Dalabyggðar í félagsheimilinu.
- Dalabúð - Frekara hlutverk verði skoðað eftir að hönnun og tenging íþróttamannvirkja liggur fyrir.
Að öðru leiti vísar nefndin í skýrslu sem lögð er fram á fundinum.
Boðað verði til fundar formanns byggðarráðs og sveitarstjóra með Kvenfél. Hvöt og Umf. Dögun um Staðarfell.
Lagt er til við sveitarsjórn að Árblik verði auglýst til leigu.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Anna

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla menningarmálanefnd aukin nýting félagsheimila.pdf
10. 2110048 - Umsókn um lóð - Bakkahvammur 13
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 3:
2110048 - Umsókn um lóð - Bakkahvammur 13
Umsókn frá Pálma Ólafssyni um lóðina Bakkahvamm 13 fyrir einbýlishús.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Bakkahvammi 13 til Pálma Ólafssonar með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðin er núna skilgreind sem raðhúsalóð.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fram fari minniháttar breyting á deiliskipulagi þar sem lóðinni Bakkahvammi 13 verði breytt úr raðhúsalóð í lóð fyrir einbýli og lóðinni Bakkahvammi 15 verði breytt úr raðhúsalóð fyrir fjórar íbúðir í lóð fyrir þrjár íbúðir. Jafnframt verði lóðaúthlutun til Bakkahvamms hses. breytt þannig að stofnuninni verði úthlutað lóðinni Bakkahvammi 15 í stað Bakkahvamms 17.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga um úthlutun lóðar að Bakkahvammi 13 borin upp.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um minniháttar breytingu á deiliskipulagi og breytingu á úthlutun lóðar til Bakkahvamms hses. borin upp.

Samþykkt samhljóða.
11. 1905026 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - Söluferli
Á 211. fundi sveitarstjórnar 11.11.2021 var eftirfarandi bókun færð í trúnaðarbók, dagskrárliður 13:
Samþykkt að taka tilboðinu með sólarlagsákvæðum vegna mögulegrar sölu síðar EIB, ABH, EJG, PJ, JEJ. Tveir sitja hjá SHG og ÞJS.

Til máls tóku: Skúli, Einar, Kristján, Þuríður, Anna, Ragnheiður, Einar (annað sinn), Skúli (annað sinn).

Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leiti sölu eigna Fasteignafélagisins Hvamms ehf. Söluverð verð verði kr. 28.000.000 en félagið mun halda eftir húsinu sem gengur undir nafninu Síbería (Ægisbraut 4b) og lóð í kringum það. Þá verður þinglýst kvöð á eignina til 10 ára sem kveður á um það að verði hún seld fyrir hærri upphæð en kr. 28.000.000 fær félagið 50% af kaupverði umfram þá upphæð.

Samþykkt með 5 atkvæðum (ABH, RP, PJ, EJG, EIB), 2 sitja hjá (ÞJS, SHG)
12. 2111022 - Ægisbraut 4, skipting lóðar
Úr fundargerð 122. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 03.12.2021, dagskrárliður 2:
2111022 - Ægisbraut 4, skipting lóðar
Söluferli á sláturhúsinu er í gangi og mun Ægisbraut 4b verða undanskilin þeirri sölu. Því þarf að skipta upp lóðinni.
Nefndin gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Ægisbraut 4b_Síbería_drög að lóðarblaði_nóv21.pdf
13. 2111025 - Samkomulag um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann
Úr fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses. 01.12.2021, dagskrárliður 1:
Samkomulag um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann.
Póstur barst frá HMS þar sem upplýst er um að þeir sem hafa fengið úthlutað stofnframlagi frá ríki og sveitarfélagi geti gert samkomulag um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann til allt að þriggja ára í senn, samkv. heimild í lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Lagt til að stjórn Bakkahvamms hses. sendi erindi inn til byggðarráðs um vilja til að gera samkomulag um úthlutun stofnframlags ríkisins. Miðað sé við álíka íbúðir og í þeirri umsókn um stofnframlag sem send var inn í nóvember sl. og að framkvæmdir taki þá til 2022, 2023 og 2024.
Samþykkt.

Til máls tóku: Skúli, Kristján, Anna, Kristján (annað sinn)

Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að veita stofnframlög til Bakkahvamms hses vegna bygginga almennra leiguíbúða á árunum 2022, 2023 og 2024. Ákvörðun um upphæð framlaga verður tekin hverju sinni í samræmi við framkvæmda- og fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.
erindi_bakkahvammur_dalabyggd.pdf
14. 2011036 - Samstarf við Leigufélagið Bríet
Lagt til að óskað verði eftir því við Leigufélagið Bríet að samstarfsverkefni um byggingu leiguíbúða verði tekið upp aftur.
Til máls tók: Kristján.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2110010F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 51
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Samskipti við heilbrigðisráðuneytið - 1910017
3. Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19 - 2003010
4. Erindi frá SFV 2021 - 2102015
5. Silfurtún - Eldvarnareftirlit 2021. Skýrsla og áskorun um úrbætur - 2111010

Samþykkt samhljóða.
16. 2110009F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 21
1. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
2. Byggðasafn Dalamanna Ársskýrsla 2020 - 2110039

Samþykkt samhljóða.
17. 2110012F - Byggðarráð Dalabyggðar - 280
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII - 2111020
3. Umsókn um lóð - Bakkahvammur 13 - 2110048
4. Vinnslutillaga Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033 - 2111011
5. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2022 - 2111009
6. Umsókn um styrk vegna vegar - 2111014
7. Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2022 - 2111018
8. Styrkumsókn vegna jólaballs og Pálínuboðs - 2111002
9. Eignarhald félagsheimila - 2001030
10. Endurskoðun samnings um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 2111015
11. Leyfi og umsögn vegna flugeldasýningu og brennu - 2111021
12. Framkvæmdir 2021 - 2105020

Samþykkt samhljóða.
18. 2111006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 281
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII - 2111020
3. Sorphirða í Dölum 2022 - 2111026
4. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2008011
5. Umsögn um leyfi til sölu á skoteldum - 2112003
6. Umsókn um fasteignastyrk - 2112010
7. Umsókn um styrk vegna vegar - 2111014
8. Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2022 - 2111018

Samþykkt samhljóða.
19. 2111004F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 107
1. Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022 - 2109024
2. Auðarskóli - skólastarf 2021 - 2022 - 2109025
3. Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - 2110050
4. Ungmennaráð Dalabyggðar 2021-2022 - 2110022
5. Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð - 1911028
6. Starfsleyfi grunnskóla Auðarskóla - 2107018

Samþykkt samhljóða.
20. 2111001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 122
1. Skógræktaráform á jörðinni Barmi - 2103016
2. Ægisbraut 4, skipting lóðar - 2111022
3. Deiliskipulag í landi Þurraness - 2004020
4. Stafrænt aðalskipulag - 2112004
5. Arnarbæli - 2103030

Samþykkt samhljóða.
21. 2111003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 52
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda - 2112008
3. Samskipti við heilbrigðisráðuneytið - 1910017

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
22. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundarpunktar frá 15.11.2021, 23.11.2021 og 30.11.2021 lagðir fram.
Lagt fram til kynningar.
23. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Fundargerðir stjórnar frá 16.11.2021 og 01.12.2021 lagðar fram.
Til máls tóku: Anna, Einar, Anna (annað sinn), Einar (annað sinn).

Lagt fram til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 16112021.pdf
Fundur stjórnar Bakkahvamms 01 12 2021.pdf
24. 2109009 - Íbúafundur haust 2021
Fundargerð/fundarpunktar frá íbúafundi 18.11.2021 lagðir fram.
Lagt fram til kynningar.
Ibuafundur 18_11_2021.pdf
25. 2101005 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021
Fundargerð stjórnar frá 09.11.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Dalagisting 88.pdf
26. 2101003 - Fundargerðir stjórnar - Dalaveitur - 2021
Fundargerð stjórnar frá 25.11.2021 ásamt gjaldskrá 2022 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf - 40.pdf
Gjaldskrá Dalaveitur ehf 2022 - loka.pdf
27. 2111024 - Fundargerðir SSV 2021
Fundargerð stjórnar SSV frá 17.11.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
165 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
28. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð stjórnar 26.11.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 903.pdf
29. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 09.11.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd - fundur-196.pdf
30. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð stjórnar 30.11.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 30 11 2021.pdf
31. 2012013 - Fundargerðir Öldungaráðs 2020 - 2021
Fundargerð frá 06.12.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
12_fundur Öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps 06 12 2021.pdf
Mál til kynningar
32. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Sveitarstjórn Dalabyggðar fundaði með sveitarstjórn Húnaþings-vestra 08.11.2021 og sveitarstjórnum Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar 03.12.2021.
Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt fram til kynningar.
33. 2107002 - Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis
Svarbréf Jöfnunarsjóðs vegna umsóknar um framlag til skólaaksturs leikskólabarna lagt fram.
Til máls tóku: Eyjólfur, Anna, Eyjólfur (annað sinn).

Lagt fram til kynningar.

Tillaga um að byggðarráð sendi áskorun til skólamálaráðherra varðandi útgjaldajöfnun leikskólastigs.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð 17.11.pdf
34. 1910017 - Samskipti við heilbrigðisráðuneytið
Úr fundargerð 51. fundar stjórnar Silfurtúns 16.11.2021, dagskrárliður 2:
1910017 - Samskipti við heilbrigðisráðuneytið
Svar hefur borist frá heilbrigðisráðuneyrinu við bréfi frá 16.09.2021.
Í ljósi breyttra aðstæðna verður sent erindi til heilbrigðisráðuneytisins og Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem óskað verður eftir því að HVE taki við rekstri Silfurtúns.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Anna.

Lagt fram til kynningar.
Bréf til heilbrigðisráðherra 22 11 2021.pdf
Bréf til HVe 22 11 2021.pdf
35. 2101034 - Sorpurðun Vesturlands hf - fundir 2021
Fréttabréf Sorpurðunar Vesturlands lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Frettabref til eigenda SV.pdf
36. 2112001 - Breytt skipulag barnaverndar
Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30.11.2021 lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Breytt skipulag barnaverndar.pdf
37. 2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 30.11.2021 um uppfærslu svæðisáætlana vegna breytinga á lögum varðandi úrgangsmál lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.pdf
38. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn des21.pdf
39. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra desember 2021.pdf
Fundargerð yfirfarin og undirrituð.

Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 13. janúar 2022.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei