| |
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 1 til 3.
| | 1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | |
| Fundarmenn ræddu um komandi starfsemi og lýsir ánægju með þær áherslur sem kynntar voru. | | |
|
| 2. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026 | |
Jóna og Ísak sögðu frá fundum Ungmennaráðs sem þau hafa setið með fulltrúum í ráðinu undanfarnar vikur og þær áherslur sem Ungmennin leggja áherslu á í sínum störfum. Formaður Ungmennaráðs er Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, varaformaður er Guðmundur Sören Vilhjálmsson, ritari er Ísabella Rós Guðmundsdóttir og meðstjórnandi er Óliver Sebastían Týr Almarsson. | | |
|
| 3. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð | |
Jóna kynnti að nú eru komnir nýir tengiliðir fyrir farsældina bæði í leik- og grunnskóla. Einnig fór hún yfir stöðu mála almennt í Dalabyggð og hver gegnir hvaða hlutverki þessu verkefni tengdu. Guðmundur Kári fór yfir verkefnið sem snýr að Auðarskóla og kynnti hvað er á döfinni því tengdu. Búið er að setja upplýsingar inn á heimasíðu skólans varðandi tengiliði og fleira því tengdu. | | |
|
| 4. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026 | |
| Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að gjaldskrá Auðarskóla fyrir árið 2026. | | |
|
| 5. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026 | |
Starfandi skólastjóri fór yfir stöðuna í grunnskólanum og hvaða áherslur og meginþættir eru til skoðunar og úrvinnslu þessa dagana og vikurnar.
Rætt um framkomna tillögu að skólareglum, fræðslunefnd samþykkir framkomna tillögu að skólareglum Auðarskóla. | | |
|
| 6. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026 | |
Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir stöðuna í leikskólanum og hvaða áherslur og meginþættir eru til skoðunar og úrvinnslu þessa dagana og vikurnar.
| | |
|
| 7. 2511003 - Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla | |
| Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að verklagsreglum um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla. | | |
|