Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 61

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.04.2022 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Thelma Rut Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.
Fundargerð ritaði: Thelma Rut Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi
Kristján Sturluson sveitarstjóri sat fundinn undir 5. lið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2201021 - Stefna Silfurtúns
Úr fundargerð 54. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns 08.02.2022, dagskrárliður 3:
2201021 - Stefna Silfurtúns
Frestað á síðasta fundi.
Stjórnin staðfestir drög að stefnu og felur hjúkrunarforstjóra að kynna hana fyrir starfsfólki. Einnig verður óskað eftir áliti félagsmálanefndar.

Nefndin staðfestir fyrirlögð drög.
Samþykkt
Drög að stefnu Silfurtúns.pdf
2. 2102004 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Úr fundargerð 59. fundar félagsmálanefndar 07.04.2021, dagskrárliður 1:
2102004 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 7:
2102004 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar eru frá 20.04.2010.
Byggðarráð felur félagsmálanefnd að skoða hvort ástæða sé til að endurskoða reglur um fjárhagsaðstoð og gera tillögur um breytingar ef þörf er á.
Samþykkt samhljóða.
Árið 2010 voru síðast gerðar breytingar á fjárhagsaðstoðarreglum Dalabyggðar. Ástæða er því til að skoða reglurnar í því samhengi. Félagsráðgjafa falið að skoða reglurnar með tilliti til breytinga.

Félagsráðgjafa falið að skoða reglurnar með tilliti til breytinga.
Samþykkt
Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar.pdf
3. 2010027 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Rætt um trúnaðarmál. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta
afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með
formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn
félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mál til kynningar
4. 2201036 - Skýrsla vegna starfs 2021
Skýrsla Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi um starf á árinu 2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
skýrsla til Dalabyggðar - Félag eldri borgara - styrkur 2021.pdf
5. 2203027 - Umsókn um félagslega leiguíbúð
Fyrir liggur umsókn um félagslegt leiguíbúð. Félagráðgjafa falið að meta umsókn
í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei