Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 15

Haldinn á fjarfundi,
25.03.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009003 - Jörvagleði 2021
Nefndin fer yfir þau drög sem komin eru að dagskrá Jörvagleði 2021.
Nefndin fer yfir dagskránna með ný tilmæli um sóttvarnaaðgerðir í huga. Stefnt að því að halda einhverjum viðburðum sem geta verið í streymi en geyma aðra og sjá hvort að tækifæri skapist til að halda þá í sumar/haust.
2. 2101024 - Menningarþörf íbúa Dalabyggðar
Nefndin fer yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir íbúa Dalabyggðar um menningarþörf og nýtingu félagsheimila.
Nefndin fer yfir niðurstöður könnunarinnar og vinnur með hana áfram.
Nefndin er ánægð með þátttöku íbúa í könnuninni, gefur nefndinni góðar upplýsingar og hugmyndir til áframhaldandi starfa.
Nidurstodur_konnun_menningarþorf_felagsheimili.pdf
3. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Nefndin fer yfir þau gögn sem hafa verið tekin saman um nýtingu félagsheimila í Dalabyggð sl. 5 ár.
Nefndin fer yfir niðurstöður samantektar.
Fyrirvari er gerður um að ekki er öll frí notkun skráð.
"Eigin notkun" frá eignasjóði er ekki tekin með sem tekjur/kostnaður.
Nefndin kallar eftir upplýsingum um bókfærðan afslátt, verkefnastjóri tekur það saman fyrir næsta fund.
Nefndin vinnur áfram að málinu.
Félagsheimilin - samantekt.pdf
4. 2011018 - Áfangastaðaáætlun 2021-2023
Nefndin fer yfir nýútgefna Áfangastaðaáætlun Vesturlands fyrir 2021-2023 og þá þætti sem tengjast menningarmálum í henni.
Áætlunin er aðeins gefin út rafræn í ár, hana má finna á www.ssv.is

Nefndin fer yfir þá þætti áætlunarinnar sem tengjast menningarmálum.
Ýmis verkefni sem gætu vel nýst innan Dalabyggðar s.s. Sagnaseiður, menningardagskrá og fl.
Nefndin vinnur áfram með málið.
Mál til kynningar
5. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Staða vinnu við menningarstefnu kynnt fyrir nefndinni.
Formaður situr í vinnuhópi og fer yfir stöðuna.
Vinna við nýja stefnu er hafin.
Ákveðið hefur verið að betrumbæta eldri menningarstefnu með endurskoðun á henni í stað þess að gera nýja frá grunni.
Áætlað að halda vinnustofur um stefnuna þvert á sveitarfélögin sem koma að henni.
Fyrsta vinnustofa verður 29. mars nk. (netfundur) þar sem öllum íbúum Vesturlands gefst tækifæri á að koma og ræða menningar-uppeldi.
Rætt um starf tónlistarskólans í Dalabyggð.
Vinnu við stefnuna á að vera lokið um mitt sumar.
menningarstefna-vesturlands-2016-2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei