Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 204

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.04.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2102003 - Íbúðarhúsið Skuld, mál til kynningar, verði dagskrárliður 51.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104005 - Breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-19
Í tölvupósti frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu kemur eftirfarandi fram: "Alþingi samþykkti sl. föstudag frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara."
Auglýsing nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga var birt 30.03.2021 og gildir til 31.07.2021.

Staðfesting á fjarfundum sveitarstjórnar, byggðarráðs og nefnda í samræmi við auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 354/2021 frá 1.04.2021:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Jafnframt að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Að loknum fundi skal fundargerð deilt á skjá með öllum fundarmönnum og síðan staðfest af öllum fundarmönnum í tölvupósti áður en hún er birt á heimasíðu Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga nr 354_2021.pdf
2. 2103020 - Fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar 2020
Úr fundargerð 264. fundar byggðarráðs 25.03.2021, dagskrárliður 1:
2103020 - Ársreikningur Dalabyggðar 2020
Ársreikningur Dalabyggðar 2020 lagður fram.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og fór yfir ársreikninginn.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 993,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 812,2 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 42,9 millj. kr. en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 65,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 855,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 766,5 millj. kr.

Reikningurinn staðfestur og samþykkt að visa honum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Eftir afgreiðslu í byggðarráði bættist við gjaldfærsla vegna 13,3 millj.kr, og skammtímaskuldir A-hluta hækka í samræmi við það.

Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn og fór yfir reikninginn.

Ársreikningnum vísð til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð Samstæða 2020_fyrri umræða.pdf
Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 2103031 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I
Úr fundargerð 264. fundar byggðarráðs 25.03.2021, dagskrárliður 8:
2103031 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I
Viðauki vegna fráveitu, Dalaveitna, Silfurtúns og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Viðauki samþykktur samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

Úr fundargerð 265. fundar byggðarráðs 7.04.2021, dagskrárliður 2:
2103031 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I
Úr fundargerð 264. fundar byggðarráðs 2503.2021, dagskrárliður 8:
2103031 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I
Viðauki vegna fráveitu, Dalaveitna, Silfurtúns og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Viðauki samþykktur samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.
Breyting á viðauka vegna kaupa á hluta Miðbrautar 11.
Viðaukatillaga lögð fram með þeirri breytingu að kr. 3.500.000 bætast við vegna kaupa á hluta í fasteigninni Miðbraut 11.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Viðauki I samþykktur samhljóða.
Viðauki I.2021.pdf
4. 2103033 - Miðbraut 11, kaup á húsnæði.
Úr fundargerð 264. fundar byggðarráðs 25.03.2021, dagskrárliður 12:
2103033 - Miðbraut 11, kaup á húsnæði.
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 16, mál 2005027:
2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Borist hefur svar fá fjármálaráðuneytinu þar sem því er hafnað að veita endurgjaldslaus afnot af húsnæðinu á jarðhæð stjórnsýsluhússins. Hins vegar er Dalabyggð boðið húsnæðið til kaups.
Sveitarstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.
Ríkiseignir eru tilbúnar til að selja Dalabyggð þann hluta húsnæðisins sem starfsemi sýslumannsinsembættisins var í. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga um kaup á húsnæðinu.

Úr fundargerð 265. fundar byggðarráðs 6.04.2021, dagskrárliður 3:
2103033 - Miðbraut 11, kaup á húsnæði.
Kaupsamningur lagður fram.
Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tók: Skúli
Kaupsamningur samþykktur samhljóða
Miðbraut 11 - kaupsamningsdrög.pdf
5. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Niðurstaða í fundargerð 115. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.04.2021, dagskrárliður 2, er í fylgiskjali.
Oddviti les upp svör Dalabyggðar.

Til máls tekur Skúli, Eyjólfur.

Svör Dalabyggðar samþykkt samhljóða.

Oddviti les bókun sveitarstjórnar.

Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum. Þess má geta að leitað var umsagnar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin ákvað að senda ekki inn umsögn.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum og stofnunum: Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Landgræðslunni, Landvernd, Veðurstofu Íslands, Húnaþingi vestra, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hagsmunum.is, Bjarna V. Guðmundssyni, Valdísi Einarsdóttur, ábúendum í Bæ í Húnaþingi vestra, Helga I. Jónssyni f.h. eigenda jarðarinnar Hamra.
Í umsögn frá svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar dags. 23. mars 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima með þeim rökum að hún samræmist stefnu svæðisskipulagsins um eflingu atvinnulífs sem byggir m.a. á nýtingu auðlinda og auknu raforkuöryggi.
Athugasemdirnar kölluðu ekki á efnislegar breytingar á aðalskipulaginu að mati sveitarstjórnar heldur voru þættir eins og mælikvarði og innsláttarvillur lagfærðar.
Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafi því verið uppfærð til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila. Ítarleg svör sveitarfélagsins eru í fylgiskjali með fundargerð.
Þar sem ekki liggur fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun fyrir fyrirhugað iðnaðarsvæði í Sólheimum og óvíst er um framtíðarskipan mála varðandi stöðu vindorku með tilliti til slíkrar áætlunar verða fyrirhuguð iðnaðarsvæði skilgreind sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Dalabyggðar í samræmi við F-lið greinar 6.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi ásamt tillögu skipulagsnefndar að svörum við athugasemdum og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar fyrir gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun samþykkt samhljóða.

Oddviti les bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að leysa umrætt svæði úr landbúnaðarnotkun skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Bókun samþykkt samhljóða.
Niðurstaða dagskrárliðar 2 á 115 fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 9_04_2021.pdf
7358-003-ASK-007-V01 Sólheimar vindorkugarður askbr.pdf
Svör við umsögnum-Sólheimar - lokaskjal1504.pdf
6. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Niðurstaða í fundargerð 115. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.04.2021, dagskrárliður, er í fylgiskjali.
Oddviti les upp svör Dalabyggðar.

Til máls tekur Skúli, Eyjólfur.

Svör Dalabyggðar samþykkt samhljóða.

Oddviti les bókun sveitarstjórnar.

Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum. Þess má geta að leitað var umsagnar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin ákvað að senda ekki inn umsögn.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum og stofnunum: Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Landgræðslunni, Landvernd, Veðurstofu Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hagsmunum.is, Bjarna V. Guðmundssyni, Helga I. Jónssyni fyrir hönd eigenda Hamra og Valdísi Einarsdóttur.
Í umsögn frá svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar dags. 23. mars 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum með þeim rökum að hún samræmist stefnu svæðisskipulagsins um eflingu atvinnulífs sem byggir m.a. á nýtingu auðlinda og auknu raforkuöryggi.
Athugasemdirnar kölluðu ekki á efnislegar breytingar á aðalskipulaginu að mati sveitarstjórnar heldur voru þættir eins og mælikvarði og innsláttarvillur lagfærðar.
Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafi því verið uppfærð til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila. Ítarleg svör sveitarfélagsins við athugasemdum eru að finna í fylgiskjali með þessari fundargerð.
Þar sem ekki liggur fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun fyrir fyrirhugað iðnaðarsvæði á Hróðnýjarstöðum og óvíst er um framtíðarskipan mála varðandi stöðu vindorku með tilliti til slíkrar áætlunar verða fyrirhuguð iðnaðarsvæði skilgreind sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Dalabyggðar í samræmi við F-lið greinar 6.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi ásamt tillögu skipulagsnefndar að svörum við athugasemdum og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar fyrir gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun samþykkt samhljóða.

Oddviti les bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að leysa umrætt svæði úr landbúnaðarnotkun skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Bókun samþykkt samhljóða.
Niðurstaða dagskrárliðar 1 á 115 fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 9_04_2021.pdf
7358-003-ASK-006-001 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr.pdf
Svör við umsögnum-Hróðnýjarstaðir - lokaskjal1504.pdf
7. 2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 115. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.04.2021, dagskrárliður 4:
2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 113. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 05.03.2021, dagskrárliður 2. 2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu:
Úr fundargerð 202. fundar sveitarstjórnar 11.02.2021, dagskrárliður 7:
2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 15:
2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Borist hefur fyrirspurn um hvort jörðin Sælingsdalstunga sé til sölu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Sælingsdalstunga verði sett í sölu. Áður en til þess komi verði gerð landskipting sem tryggi að Dalabyggð haldi eftir svæði m.t.t. vatnsöflunar í framtíðinni.
Til máls tóku: Anna og Skúli.
Sveitarstjórn felur umhverfis- og skipulagsnefnd að koma með tillögu að landsskiptum Sælingsdalstungu vegna vatnsöflunar til framtíðar og haldið verði eftir stærra svæði en þegar hefur verið skilgreint fyrir vatnsveitu til Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla gagna og gera tillögur að landskiptum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að haldið verði eftir landinu fyrir ofan Vestfjarðarveg frá Hafragili og vestur í Mjósund.

Sveitarstjórn samþykkir að halda eftir landinu austan þjóðvegar frá Hafragili norður í Mjósund. Svæðið verði hluti Sælingsdalstungulands, landnúmer 192202. Að loknum landskiptum verði byggðaráði falið að koma Sælingsdalstungu í söluferli.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2101036 - Landskipti Sælingsdalstungu.pdf
8. 2103038 - Umsókn um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, Sauðafell.
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi Óskar eftir umsögn um umsókn Finnboga Harðarsonar um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem rekinn er sem Sauðafell gistiheimili, að Sauðafelli, 371 Búðardal.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.

Samþykkt samhljóða.
9. 2005008 - Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð
Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í sveitarfélaginu á 200. fundi sínum 10.12.2020, dagskrárliður 1. Það láðist að auglýsa gjaldskrána, sem nú hefur verið bætt úr með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 29.03.2021.
Sveitarstjórn staðfestir áður birta álagningu gjalda samkvæmt gjaldskránni fyrir árið 2021. Mögulegir áfallnir vextir fram til dagsins í dag verða felldir niður.

Oddviti les tillögu að bókun.

Til máls taka Sigríður, Eyjólfur, Skúli.

Bókun samþykkt með 5 atkvæðum (SHG, EJG, PJ, RP, ÞJS), 2 sitja hjá (EIB, SHS).
B_nr_1595_2020.pdf
10. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Svör hafa borist frá Húnaþingi vestra, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ. Allir eru tilbúnir til fundarhalda. Tímasetning mun ráðast af sóttvarnaraðgerðum.
Sveitarstjórn þakkar fyrir jákvæðar undirtektir við erindum Dalabyggðar. Stefnt verði að því að boðað verði til funda þegar sóttvarnarráðstafanir leyfa.

Samþykkt samhljóða.
11. 2104002 - Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Drög að samningi lögð fram til staðfestingar.
Til máls tekur Kristján.

Samþykkt samhljóða.
Samstarfssamningur um HeV_Drög.pdf
12. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð - þriðja umræða
Samþykktin hefur nú verið afgreidd af Heilbrigðisnefnd Vesturlands og kemur því til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - frá Heilbrigðisnefnd Vesturlands.pdf
13. 2103043 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Úr fundargerð 59. fundar félagsmálanefndar 7.04.2021, dagskrárliður 2:
2103043 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Erindisbréf nefndarinnar er frá 2009.Var endurskoðað sumarið 2018 en fór ekki til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Drögum að erindisbréfi vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
erindisbréf félagsmálanefndar - til afgreiðslu.pdf
14. 2103027 - Uppfærsla samnings - Skátafélagið Stígandi
Úr fundargerð 102. fundar fræðslunefndar 24.03.2021, dagskrárliður 3:
2103027 - Uppfærsla samnings - Skátafélagið Stígandi
Nefndin fer yfir samningsdrög vegna uppfærslu á samstarfssamningi við skátafélagið Stíganda.
Jóhanna María verkefnastjóri fer yfir samningsdrögin með nefndinni og þær breytingar sem eru til skoðunar á honum.
Fræðslunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Samningur_skátar_Stígandi_drög-fyrir-nefnd.pdf
15. 2104006 - Áskorun til RARIK - Staðsetning starfa.
Staðsetning starfa hjá RARIK
Nýverið auglýsti RARIK laust til umsóknar starf verkefnisstjóra stærri framkvæmda hjá félaginu. Í auglýsingunni er tiltekið að starfsstöð viðkomandi starfsmanns verði í Reykjavík. Rétt er að vekja athygli á því að starfsemi RARIK er öll utan höfuðborgarinnar ef frá eru taldar höfuðstöðvar. Allar þær framkvæmdir sem nýr verkefnisstjóri mun hafa umsjón með verða því á landsbyggðinni. Það vekur því furðu hjá sveitarstjórn Dalabyggðar að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýsingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Félagið hefur fjölmargar starfsstöðvar um land allt, m.a. í Búðardal. Benda má á að nýverið fækkaði um einn starfsmann á þeirri starfsstöð.
Sveitarstjórn Dalabyggðar minnir RARIK á lið B7 í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 sem samþykkt var í júní 2018 varðandi störf án staðsetningar.
Sveitarstjórn Dalabyggðar telur jafnframt mjög villandi upplýsingar koma fram í þingskjali 1092 frá 150. löggjafarþingi varðandi fyrirspurn um starfsmannafjölda Rarik. Þar kemur fram að 28,8% viðskiptavina í janúar 2020 sé á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þess að dreifikerfi er allt utan höfuðborgarinnar skorar sveitarstjórn Dalabyggðar á RARIK að birta yfirlit yfir viðskipti eftir sveitarfélögum og hvar notkun rafmagns fer fram. Slíkt varpar betra ljósi á hvar starfsemi fyrirtækisins er.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórn RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Þannig stuðlar félagið að áframhaldandi uppbyggingu á landsbyggðinni, þar sem dreifikerfi félagsins er staðsett.

Oddviti les tillögu að bókun.

Samþykkt samhljóða.
16. 2104007 - Klofningsvegur nr. 590, vegur fyrir Strandir
Áskorun um vegabætur á Klofningsvegi.
Oddviti les bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Vegagerðina að hafin verði hönnun og framkvæmdir hafnar við endurbætur á Klofningsvegur nr. 590 01 (Vestfjarðavegur - Hafnará 11,2 km ) 02 ( Hafnará - Orrahólsvegur 10,55 km,) sem í daglegu tali kallast að fara fyrir strandir, strax í sumar.
Vegur fyrir strandir liggur um skilgreint landbúnaðarsvæði sem hefur átt undir högg að sækja og var nú nýverið skilgreindur sem partur af hringvegi um Vestfirði þar sem ferðamálasamtök kynna nýja ferða möguleika vegna bættra samgangna á Vestfjörðum með nýjum tengingum svo sem Dýrafjarðargangna og fl.

Til máls tekur Sigríður.

Samþykkt samhljóða.
Klofningsvegur nr 590.pdf
17. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað frá starfshópi lagt fram.
Til máls taka Skúli, Einar, Skúli (annað sinn), Einar (annað sinn).

Oddviti les bókun starfshóps.

Starfshópur um íþróttamannvirki í Búðardal leggur til að hann fái heimild til að semja við verkfræðistofuna Verkís um ráðgjöf og vinnu við verkefnastjórnun og frumhönnun íþróttarmannvirkja. Niðurstaða frumhönnunar verður lögð fyrir sveitarstjórn til ákvörðunar áður en farið verður í forhönnun og arkitekt og fleiri ráðgjafar fengnir að verkefninu.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur_apríl 21.pdf
Tillaga B - Arkþing.pdf
Tillaga D - Alark.pdf
Tillaga_L - Arkís.pdf
Íþróttarhús_Bdl_mat á tillögum arkitekta_apríl 2021.pdf
18. 2104011 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Sæþóri Sindra Kristinssyni vegna skólaaksturs leikskólabarna á Fellsströnd.
Til máls taka Skúli, Sigríður, Einar, Eyjólfur.

Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.

Samþykkt samhljóða.
19. 2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Einari Hlöðver Erlingssyni og Ingibjörgu Þórönnu Steinudóttur vegna skólaaksturs fyrir leikskólabörn.
Til máls taka Skúli, Einar, Pálmi, Eyjólfur.

Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.

Samþykkt samhljóða.
20. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Tillaga um að Dalabyggð sæki um aðild að verkefninu "Brothættar byggðir".
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn felur byggðarráði að kanna hvort að Dalabyggð geti fengið aðild að verkefninu brothættum byggðum og/eða verkefnum sem unnin eru með sambærilegri aðferðafræði.

Samþykkt samhljóða.
21. 2104009 - Erindi frá Félagi sauðfjárbænda vegna timbur- og járngáma
Eftirfarandi erindi barst frá Félagi sauðfjárbænda í Dalasýslu í tölvupósti 9.04.2021:
"Félag Sauðfjárbænda í Dalasýslu beinir því til Sveitastjórnar Dalabyggðar að beita sér fyrir því að járna- og timburgámar verði til taks í tiltekin tíma á völdum stöðum í sveitafélaginu líkt og verið hefur undanfarin sumur.
Við teljum að þessi þjónusta hafi ýtt undir hjá okkur hér í deifbýlinu að losa okkur við ónauðsynlega hluti."

Lagt til að málinu verði vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.
Beiðni um að járna- og timburgámar verði til taks í tiltekinn tíma á völdum stöðum.pdf
Eyjólfur víkur af fundi. Ragnheiður tekur við fundarstjórn undir dagskrárlið 22.
22. 2103016 - Skógræktaráform á jörðinni Barmi
Úr fundargerð 115. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.04.2021, dagskrárliður 3:
2103016 - Skógræktaráform á jörðinni Barmi
Heiðardalur ehf. áformar skógrækt á jörðinni Barmi í Búðardal á Skarðsströnd.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld sem felur í sér að leita þarf umsagnar viðeigandi stofnana.

Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.
Samþykkt
Eyjólfur Ingvi Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Barmur_greinagerð.pdf
Barmur_tillaga.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
23. 2102010F - Byggðarráð Dalabyggðar - 264
1. Ársreikningur Dalabyggðar 2020 - 2103020
2. Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda - 2102029
3. Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes - 2101037
4. Sláttur og hirðing 2021-2023 - verðkönnun - 2103028
5. Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir - 2101043
6. Verðkönnun vegna ljósmyndaverkefnis - 2103015
7. Fulltrúaráð Bakkahvamms hses. - 1911006
8. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I - 2103031
9. Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja. - 2103032
10. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 2011020
11. Vinnutímabreytingar - úrvinnsla - 2012022
12. Miðbraut 11, kaup á húsnæði. - 2103033
13. Sirkus Íslands til Búðardals - 2103009
14. Íbúðarhúsið Skuld - 2102003
15. Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna - 2102010
16. Sala á slökkvibíl. - 2102023
17. Flugeldasýning á Jörvagleði - 2012014
18. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019 - 2102018
19. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. - 2101001
20. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021 - 2101001
21. Svar Sjúkratrygginga við áskorun Dalabyggðar. - 2102022
22. Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda - 2103021
23. Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir. - 2103024
24. Stjórnsýsluendurskoðun 2020 - 2011025
25. XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga - 2101039
26. Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 - 2003031

Til máls tekur Þuríður um dagskrárlið 15.


Samþykkt samhljóða.
24. 2103011F - Byggðarráð Dalabyggðar - 265
1. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 2011020
2. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki I - 2103031
3. Miðbraut 11, kaup á húsnæði - 2103033

Samþykkt samhljóða.
25. 2102009F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 22
1. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
2. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
3. Áfangastaðaáætlun 2021-2023 - 2011018
4. Markaðsmál - sumar 2021 - 2103025
5. Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - Könnun - 2101018

Samþykkt samhljóða.
26. 2103004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 114
1. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
2. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041

Samþykkt samhljóða.
27. 2103003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 115
1. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
2. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
3. Skógræktaráform á jörðinni Barmi - 2103016
4. Fyrirspurn um Sælingsdalstungu - 2101036
5. Búðardalur á Skarðsströnd - umsókn um byggingarleyfi - 2104001
6. Landvarsla við Breiðafjörð 2020 - 2005039
7. Mögulegt brottnám skipsins Blíðu SH-277 sem sökk á Breiðafirði - 2003038
8. Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og náttúrustofa - 2103047

Samþykkt samhljóða.
28. 2102001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 102
1. Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða - 2010009
2. Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19 - 2103023
3. Uppfærsla samnings - Skátafélagið Stígandi - 2103027
4. Auðarskóli - Skóladagatöl 2021 - 2022 - 2101029
5. Auðarskóli - skólastarf 2020 - 2021 - 2101030
6. Börn af erlendum uppruna og íþróttir - 2102033
7. Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir. - 2103024

Samþykkt samhljóða.
29. 2103010F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 16
1. Jörvagleði 2021 - 2009003
2. Menningarþörf íbúa Dalabyggðar - 2101024
3. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
4. Aðgengi að tónlistarnámi - 2103048
5. Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 - 2102019

Samþykkt samhljóða.
30. 2102003F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 59
1. Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar - 2102004
2. Félagsmálanefnd - erindisbréf - 2103043
3. Trúnaðarbók félagsmálanefndar - 2101011
4. Bæklingur um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 2009008

Samþykkt samhljóða.
31. 2103006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 43
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Fundir SFV 2021 - 2103040
3. Staðan í tengslum við COVID 19 - 2003010

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
32. 2101034 - Sorpurðun Vesturlands hf - fundir 2021
Aðalfundarboð, grænt bókhald og ársreikningur 2020 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð aðalfundar SV 24_mars_2021.pdf
Grænt bókhald_2020_SV_UNDIRRITAÐ.pdf
Sorpurðun Vesturlands hf. ársreikningur 2020_undirritað.pdf
Afstemming arðsgreiðsla.útgreiðsla 2021.pdf
33. 2103026 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2021
Fundarboð og ársreikningur lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Veiðifélag-fundarboð apríl 2021.pdf
Ársreikningur 2020 til birtingar.pdf
34. 2103003 - Aðalfundur Veiðifélags Laxdæla 2021
Aðalfundarboð lagt fram. Aðalfundi hefur verið frestað.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundarboð 2021 VL (1).pdf
35. 2101005 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021
Fundargerðir stjórnarfunda og aðalfundar lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalagisting ehf 81.pdf
Dalagisting ehf 82.pdf
Dalagisting ehf - aðalfundur 2021.pdf
Dalagisting ehf 83.pdf
Dalagisting ehf 84.pdf
36. 2103035 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar 2021
Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar frá 23.03.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð svæðisskipulagsnefndar 23_03_2021 - staðfest.pdf
37. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð stjórnar 26.03.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 896.pdf
38. 2103002 - Aðalfundur SSV 2021
Aðalfundarboð, fundargerð aðalfundar, ársskýrsla og ársreikningur lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársskýrsla 2020 yfirlesin.pdf
Aðalfundarboð 2021.pdf
SSV ársreikningur 2020.pdf
Adalfundur-SSV-2021-fundargerd.pdf
39. 2102012 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2021
Aðalfundarboð og ársreikningur 2020 lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð 2021 útsent.pdf
Arsreikningur-LS-2020-12-31.pdf
40. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021
Fundargerð aðalfundar og skýrsla stjórnar lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
20210324_Fundargerð aðalfundar HEV.pdf
20210324_Skýrsla stjórnar HEV.pdf
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ársreikningur_22.3.2021_sign.pdf
HEV_Arsskyrsla 2020.pdf
41. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 25.02.2021 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd - fundur -188.pdf
42. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerðir stjórnarfunda og aðalfundar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 13_04_2021 a - til birtingar.pdf
Fasteignafélagið Hvammur ehf 13_04_2021 b.pdf
Fasteignafélagið Hvammur ehf - aðalfundur 2021.pdf
Mál til kynningar
43. 2011020 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Úr fundargerð 265. fundar byggðarráðs 7.04.2021, dagskrárliður 1:
2011020 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Leigusamningur vegna sumarsins 2021.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

Lagt fram til kynningar.

Til máls tekur Skúli.
44. 2103007 - Ársreikningur Dalagistingar ehf. 2020
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Dalagistingar ehf undirritaður.pdf
45. 2103041 - Ársreikningur Fasteignafélagsins Hvamms ehf. 2020
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Fasteignafélagið Hvammur ehf._13.4.2021.pdf
46. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál

Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o fl) 622 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030 645 mál.pdf
Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur) 713 mál.pdf
47. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Málflutningur fór fram fram í Héraðsdómi Vesturlands 9.04.2021.
Lagt fram til kynningar.
48. 2104014 - Styrkvegir 2021
Umsókn lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Umsókn um styrkveg 2021.pdf
Umsókn styrkvega 2021 (1).pdf
49. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn apríl.pdf
50. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra apríl 2021.pdf
51. 2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Borist hefur tilboð í íbúðarhúsið Skuld.
Fært í trúnaðarbók.

Fært í trúnaðarbók.
Lagt til að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn 20. maí 2021.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei