Ágúst, 2024

17ágú21:00Hreinn Friðfinsson - Heimkoma (viðburður 3/3)

Hreinn Friðfinnsson, Autumn Leaves, 2022

Nánari upplýsingar

HREINN FRIÐFINNSSON – HEIMKOMA

Fyrr á árinu kvaddi Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður okkur, eftir 60 ára starfsferil. Sem brautryðjandi í Íslenskri myndlist hafði Hreinn áhrif víða. Líf Hreins litaðist af forvitni og áhuga á sköpun, öflum og alheiminum. Við höldum upp á líf og list Hreins með heimkomu í Dalina, fæðingarstað Hreins. Boðið verður upp á dagskrá í sumar sem við vonum að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í.

MÆÐUVEIKISGANGA (23.06.2024)

Mæting: Sunnudaginn 23. júní kl. 09:00, uppá há Bröttubrekku við “Velkomin í Dalabyggð/Borgarbyggð” skiltin
Árin 1966 og 1967 vann Hreinn sem vörður við sauðfjárveikivarnargirðingu milli Borgarfjarðar og Dala. Verkefnið fólst í því að fara með girðingunni, annan hvern dag, þar sem hún liggur frá há Bröttubrekku til sjávar við Gunnarsstaði í Hörðudal alls rúmlega 40km leið. Þessi girðing var hluti af hólfaskiftingu landsins til að varnar útbreiðslu mæðuveiki. Hann rak ærnar frá girðingunni og gerði við girðingar ef á þurfti að halda.
Við ætlum að ganga þessa leið á næstkomandi Jónsmessu, sunnudaginn 23.júní, 2024 og er öllum frjálst að taka þátt og ganga með. Valmöguleiki verður um að ganga um 27 km eða rúmlega 40 km vegalengd. Öll leggjum við af stað saman og gengið verður frá Bröttubrekku, þaðan sem girðingunni verður fylgt og Mæðuveikisgangan sem Hreinn gekk sem ungur maður endurtekin. Þau sem kjósa styttri vegalengdina fara af leið er komið er að Sópandaskarði (16km) og ganga þaðan niður Laugardal eftir jeppaslóða að Seljalandi (11km) eða alls 27km. Lengri vegalengdin, eða girðingin í heild sinni, endar við Þjóðveg 59, á móts við Gunnarsstaði en gott er að nefna að girðingin er í raun ekki lengur til staðar enda var viðhaldi á henni hætt 1982 og hún grotnað niður síðan.
Lagt verður af stað klukkan 09:00 sunnudaginn 23. Júní frá há Bröttubrekku, þar sem Borgarbyggð og Dalabyggð mætast (við “Velkomin í Dalabyggð/Borgarbyggð” skiltin). Áætlað er að flestir verði komnir á leiðarenda um miðnætti nema þeir sem kjósa að ganga með tjald og gista á leiðinni til að klára alla gönguna í rólegheitum. Helga Elínborg Guðmundsdóttir, Smári Baldursson og Halla Einarsdóttir leiða saman gönguna fyrir þá sem vilja ganga í hóp.
Skráning er í gegnum netfangið erpur@simnet.is og í efni skal rita Hreinsgangan 2024. Samið hefur verið við Björgunarsveitina Ósk um að vera til taks og því mun skráningargjaldið kr 3000.- á þátttakanda, renna óskipt til hennar. Mikilvægt er að skrá sig til þátttöku, svo við getum haft góða yfirsýn yfir þátttakendur og brugðist við ef einhverjir skila sér ekki til baka. Sameinast verður í bíla eins og hægt er og skipuleggja ferðir til baka eftir að göngunni lýkur. Takmarkað gsm samband er á leiðinni, við munum deila gps punktum af leiðinni fyrir gönguna. Hikið ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar skyldu vakna.

MYNDLISTARSÝNING (07-07-2024 til 17-08-2024)

Opnun: Sunnudaginn 7. júlí kl. 13:00 Félagsheimilið Árblik, Miðdölum
Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar opnar þann 7. júlí í félagsheimilinu Árblik í Miðdölum. Sýnd verða valin verk úr ferli Hreins sem bjó og starfaði erlendis mest allt sitt líf, hægt er að rekja má uppsprettu margra hugmynda hans til Íslands og Dalanna þar sem Hreinn sótti innblástur.
Frekar upplýsingar um dagskrá verða tilkynnt síðar.

SVEITABALL (17-08-2024)

Laugardaginn 17. ágúst 2024 Kl 21, Röðull, Skarðsströnd
Í sýningarskrá SÚM á Listahátíð 1972 auglýsti Hreinn viðburðurinn Sveitaball. “Verk sem er flutt með áhorfendum upp í sveit.” Nú rúmum 50 árum síðar mun þessi hugmynd loksins verða að veruleika í gamla félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd. Félagar úr Harmonikkufélaginu Nikkólínu, munu þenja dragspil og halda uppi fjöri inní nóttina, eins og gerðist á sveitaböllunum í denn.
Staðarhaldarar munu vera með léttar veitingar til sölu en við bendum fólki á að koma með eigin drykki.
Aðgangseyrir er kr 3000.- og að stefgjöldum og öðrum sköttum greiddum mun ágóðinn renna til frekari endurbóta á Röðli.
Tilvalið er svo að tjalda á Tjaldstæðinu á Á sem er í ca 6km fjarlægð. Fleiri gisti möguleikar eru einnig í boði, sjá nánar á www.visitdalir.is
* Drög að þessari dagskrá voru unnin með Hreini Friðfinnssyni áður en hann lést og er hún haldin í samstarfi við Helgu og Þorgrím á Erpstöðum ásamt Höllu Einarsdóttur og Hrafnhildi Helgadóttur aðstoðarkonum Hreins, sem og fólkinu í sveitinni.
Hreinn Friðfinnsson, Autumn Leaves, 2022

Hreinn Friðfinnsson, Autumn Leaves, 2022

Meira

Klukkan

(Laugardagur) 21:00

X
X