Bersatunga - sögurölt
30jún20:00Bersatunga - sögurölt
Nánari upplýsingar
Miðvikudaginn 30. júní verður farið í sögurölt um Bersatungu í Saurbæ. Röltið hefst við Brekkurétt kl. 20 og er ríflega kílómeter að lengd. Brekkurétt er á áreyrunum milli Fremri-Brekku og Bersatungu. Grunnurinn
Nánari upplýsingar
Miðvikudaginn 30. júní verður farið í sögurölt um Bersatungu í Saurbæ.
Röltið hefst við Brekkurétt kl. 20 og er ríflega kílómeter að lengd. Brekkurétt er á áreyrunum milli Fremri-Brekku og Bersatungu.
Grunnurinn að sögunum eru af Bersa Véleifssyni. Skoðaðar verða rústir frá tímum Bersa og farið yfir hólmgöngur og helsta vopnabúnað til þeirrar iðju. Sem fyrr í sögurölti má búast við ýmsum öðrum sögum tengdum staðnum eftir því sem tilefni gefst til.
Frásögnin er miðuð við að sem flestir (líka börn og ungmenni) geti fylgt sögunni eftir og tími er til útskýringa og vangaveltna.
Sögumenn verða Valdís Einarsdóttir, Arnar Eysteinsson og tveir sérhæfðir aðstoðarmenn við söguskýringar.
Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna.
Allir eru velkomnir í sögurölt, þó ekki sé nema til að hitta mann og annan.
Slóð á viðburð á Facebook: Bersatunga – sögurölt (viðburður)
Meira
Klukkan
30. Júní, 2021 20:00(GMT-11:00)