Júlí, 2021

09júl(júl 9)17:0011(júl 11)15:30Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021Náttúrubarnahátíð 2021

Nánari upplýsingar

Helgina 9.-11. júlí verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin með pompi og prakt í fimmta skiptið á Sauðfjársetrinu í Sævangi, rétt sunnan við Hólmavík.

Þetta er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.

Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en það er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem sér um hann.

Fyrir þau sem mæta snemma verður sirkushópurinn Hringleikur á Hólmavík í vikunni með námskeið fyrir krakka og svo með sýninguna Allra veðra von í Sævangi á fimmtudeginum.

Á hátíðinni um helgina verða meðal annars á dagskrá kvöldskemmtun með Gunna og Felix, tónleikar með Sauðatónum, Stjörnu-Sævar, Benedikt búálfur og Dídí koma í heimsókn og Einar Aron töframaður verður með magnaða töfrasýningu.
Það verða spennandi smiðjur með Arfistanum, Þykjó og Eldraunum, hægt að fara á hestbak, taka þátt í núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti, náttúrubarnajóga með Hvatastöðinni, útileikjum, gönguferðum, fjölskylduplokki, spurningaleik, hlusta á drauga- og tröllasögur, skjóta af boga og margt fleira.

Það er frítt á öll atriði hátíðarinnar en hún er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Sterkum Ströndum og Orkubúi Vestfjarða.

Það er hægt að kaupa súpu, grillaðar pylsur, samlokur og ís í Sævangi alla helgina.

Gestum hátíðarinnar býðst að tjalda frítt á Kirkjubóli sem er beint á móti Sævangi en þar er þó ekki eiginlegt tjaldsvæði (ekkert rafmagn).
Á Hólmavík er svo frábært tjaldsvæði og ýmsir gististaðir í grenndinni.

Hægt er að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213.
Dagskrána í heild sinni má nálgast á: https://www.facebook.com/events/782069226047041

Meira

Klukkan

9 (Föstudagur) 17:00 - 11 (Sunnudagur) 15:30

X
X