Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals þann 16.9.2025 frá kl 14:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Viðvera menningarfulltrúa – fellur niður
Því miður fellur niður auglýst viðvera Sigursteins menningarfulltrúa í Búðardal í dag, 16. september. Bent er á að bóka samtal með því að senda honum tölvupóst á sigursteinn@ssv.is eða í síma 433-2310.
Malbikun þjóðvegar við Búðardal
Þriðjudaginn 9. september frá kl 08:30 – 21:00 á að malbika Vestfjarðarveg (60) um Búðardal. Vegurinn verður þrengdur í eina akrein og umferðarstýring sett á. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi. Vestfjarðarvegur verður malbikaður frá Sunnubraut norður fyrir gatnamót Hjarðarholtsvegar annars vegar og frá Brekkuhvammi suður fyrir gatnamót hesthúsaafleggjara hins vegar.
Umgengni grenndarstöðva – frágangur á rúlluplasti og stórsekkjum
Grenndarstöðvar frístundahúsa Með hækkandi sól fjölgar þeim sem dvelja í frístundahúsum sínum sem eru dreifð um sveitarfélagið. Notendur þessara húsa hafa aðgengi að nokkrum grenndarstöðvum til að losa sig við þann heimilisúrgang sem til fellur. Með heimilisúrgang er átt við það sem öllu jafna færi í ílát heim við íbúðarhús eins og umbúðir, matarleifar og annað sem fellur til innanhúss. …
Gangstéttasópun í Búðardal
Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verða gangstéttar í Búðardal sópaðar. Bílar nærri gangstéttum geta þrengt að þannig að tækið komist ekki til að sópa. Íbúar eru því beðnir um að færa að bíla og annað á og við gangstéttar þannig að árangur að sópuninni verði sem bestur.
Sorphirða – seinkun á Skógarströnd og Hörðudal
Tilkynning frá Gámafélagi Íslands: Vegna takmarka á ásþunga ökutækja á Snæfellsnesvegi (nr. 54) verður ekki hægt að hirða pappír og plast á bæjum á Skógarströnd og í Hörðudal í dag. Hirðingin mun fara fram um leið og aðstæður leyfa.
Drónaflug vegna hitaveitu
Í dag, föstudaginn 4. apríl, mun verktaki á vegum Rarik framkvæma drónamyndun á dreifikerfi hitaveitu í Búðardal. Með því er kerfið kortlagt og ástand metið fyrir undirbúning endurbóta. Hefðbundin myndun fer fram að degi til, en eftir miðnætti er áformuð myndun með hitamyndavél. Flogið er í nokkurri hæð og ætti því ónæði að vera lítið.
Íþróttamiðstöð – framvinda í myndum
Uppsetning límtrés fyrir íþróttasalinn gengur vel og er langt komin. Í gær var steypt botnplata þjónustubyggingar. Steypuvinnu við bygginguna er því lokið og aðeins eftir að steypa sundlaugar- og pottaker. Við viljum endilega leyfa íbúum og öðrum áhugasömum að fylgjast með framvindunni á heimasíðu Dalabyggðar. Á þessari síðu eru myndir af þróuninni síðustu daga og munum við bæta við reglulega …
Burðarvirki mætir í vikunni – Bílastæði takmörkuð
Nú dregur til tíðinda í uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmdir næstu vikna munu m.a. verða til þess að bílastæðum við Stjórnsýsluhúsið fækkar tímabundið og vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát nærri vinnusvæðinu. Staða framkvæmda Platan fyrir íþróttasalinn var steypt í síðustu viku í blíðskaparveðri. Unnið er að lagnavinnu og fyllingu í sökkla í þjónustubyggingu og járnabindingu plötu yfir kjallara. Steypuvinnu við …
Rúlluplastsöfnun frestast vegna veðurs
Rúlluplastsöfnun sem fara átti fram í vikunni frestast vegna veðurs. Hún mun hefjast um leið og aðstæður leyfa, jafnvel um helgina. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar tímasetning liggur fyrir.