Að gefnu tilefni er minnt á að eingöngu má nota bréfpoka undir lífrænan úrgang. Borið hefur á því að notast sé við höldupoka úr búðum, maíspoka og plastpoka undir úrganginn í brúnu tunnurnar. Slíkt skemmir fyrir moltun og afurðinni sem kemur úr moltugerð Sorp, sem hefur gert athugasemdir við aukið magn slíkra umbúða. Íslenska gámafélagið hefur ítrekað við sitt starfsfólk …
Malbikun í Búðardal – takmörkun á bílastæðum
Í dag hefur malbikunarstöðin Colas unnið að malbikun í Búðardal. Ásamt frágangi við nýja íþróttamiðstöð hafa bílastæðin við Stjórnsýsluhúsið og milli Dalabúðar og leikskóla verið malbikuð. Verkefnið hefur gengið vel og mun bæta aðkomu að stofnunum sveitarfélagsins til muna. Til að tryggja að malbikið taki sig nóg fyrir notkun verður ekki opnað inná bílastæðin fyrr en fimmtudaginn 27 nóvember. Aðeins …
Íbúafundur um mögulega sameiningu – slóði á streymi
Ítrekum mikilvægi þess að sem flest mæti á íbúafundinn um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Fundurinn er í Dalabúð kl. 17-19. Hægt er að fylgjast með kynningu um stöðu sameiningarviðræðna í streymi og senda inn fyrirspurnir hér: Íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra – YouTube Fyrirspurnir skal senda í spjallið (e. chat) til hliðar. Athugið að ekki …
Heitavatnslaust í hluta Búðardals
Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals þann 16.9.2025 frá kl 14:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Viðvera menningarfulltrúa – fellur niður
Því miður fellur niður auglýst viðvera Sigursteins menningarfulltrúa í Búðardal í dag, 16. september. Bent er á að bóka samtal með því að senda honum tölvupóst á sigursteinn@ssv.is eða í síma 433-2310.
Malbikun þjóðvegar við Búðardal
Þriðjudaginn 9. september frá kl 08:30 – 21:00 á að malbika Vestfjarðarveg (60) um Búðardal. Vegurinn verður þrengdur í eina akrein og umferðarstýring sett á. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi. Vestfjarðarvegur verður malbikaður frá Sunnubraut norður fyrir gatnamót Hjarðarholtsvegar annars vegar og frá Brekkuhvammi suður fyrir gatnamót hesthúsaafleggjara hins vegar.
Umgengni grenndarstöðva – frágangur á rúlluplasti og stórsekkjum
Grenndarstöðvar frístundahúsa Með hækkandi sól fjölgar þeim sem dvelja í frístundahúsum sínum sem eru dreifð um sveitarfélagið. Notendur þessara húsa hafa aðgengi að nokkrum grenndarstöðvum til að losa sig við þann heimilisúrgang sem til fellur. Með heimilisúrgang er átt við það sem öllu jafna færi í ílát heim við íbúðarhús eins og umbúðir, matarleifar og annað sem fellur til innanhúss. …
Gangstéttasópun í Búðardal
Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verða gangstéttar í Búðardal sópaðar. Bílar nærri gangstéttum geta þrengt að þannig að tækið komist ekki til að sópa. Íbúar eru því beðnir um að færa að bíla og annað á og við gangstéttar þannig að árangur að sópuninni verði sem bestur.
Sorphirða – seinkun á Skógarströnd og Hörðudal
Tilkynning frá Gámafélagi Íslands: Vegna takmarka á ásþunga ökutækja á Snæfellsnesvegi (nr. 54) verður ekki hægt að hirða pappír og plast á bæjum á Skógarströnd og í Hörðudal í dag. Hirðingin mun fara fram um leið og aðstæður leyfa.
Drónaflug vegna hitaveitu
Í dag, föstudaginn 4. apríl, mun verktaki á vegum Rarik framkvæma drónamyndun á dreifikerfi hitaveitu í Búðardal. Með því er kerfið kortlagt og ástand metið fyrir undirbúning endurbóta. Hefðbundin myndun fer fram að degi til, en eftir miðnætti er áformuð myndun með hitamyndavél. Flogið er í nokkurri hæð og ætti því ónæði að vera lítið.









