Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefin kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að …
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar 2019
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn að Fellsenda 1 kl 21:00 mánudaginn 15. apríl 2019. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Ungmennafélagsandinn 2019
Laugardaginn 13. apríl kl. 13-16 verða skjalasöfn Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga og aðildarfélaga þess sem eru í vörslu Héraðsskjalasafns Dalasýslu til sýnis og umræðu í fundarsal á annarri hæð stjórnsýsluhússins í Búðardal. Afmælisárinu fer nú senn að ljúka og því ágætt að huga að því hvernig við ætlum að varðveita sögu þessara félaga og þýðingu þeirra fyrir þau samfélög …
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga 2019
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 17 í Rauða-Krosshúsinu Búðardal. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosinn fulltrúi á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands Fræðsluerindi um krabbamein. Önnur mál. Á fundinn kemur Guðmundur Pálsson, vefstjóri K.Í. sem er hugmyndasmiðurinn að KARLAKLEFANUM sem auglýstur var í Mottu mars í sjónvarpinu og vakti mikla athygli. Hann ætlar að segja frá karlaklefanum …
Refa- og minkaveiðar 2019
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2019. Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi. Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin …
Íbúaþing 2019
Íbúaþing var haldið þann 17. mars sl. í Tjarnarlundi. Á íbúaþinginu unnu 40 manns í hópavinnu og ræddu atriði eins og eflingu samfélagsins, fjölbreyttari atvinnutækifæri, aukin lífsgæði og fjölskylduvænleika og hver óskastaðan ætti að vera varðandi þau eftir þrjú og sjö ár. Þá voru ræddar ýmsar stefnur s.s. um atvinnumál, fjölskyldumál, umhverfi, markaðsmál, samgöngur og menningarmál og þær aðgerðir sem …
Ársreikningur 2018
Á fundi sveitarstjórnar þann 14. mars sl. var ársreikningur Dalabyggðar tekinn til fyrri umræðu. Rekstri er skipt í A og B hluta. Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum t.d. …
Hundahald í Búðardal
Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Eftir það er 6.500 kr. árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Eigendum hunda í Búðardal ber skylda til að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald. Í …
Leir-Gugga
Guðbjörg Björnsdóttir leirlistarkona mun segja frá rannsóknum sínum og tilraunum með Dalaleirinn laugardaginn 6. apríl 2019 kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þá mun hún segja frá ferð sinni til Þýskalands sumarið 2017 og starfsnámi í postulínsverksmiðjunni Wagner & Apel í Lippelsdorf. Allir eru velkomnir á sögustund á Byggðasafni Dalamanna á meðan húsrúm leyfir.
Kótilettukvöld 2019
Lionsklúbbur Búðardals heldur kótilettukvöld í Dalabúð laugardaginn 23. mars kl. 20. Á boðstólum eru lambakótilettur með tilheyrandi meðlæti. Miðinn gildir sem happdrættismiði og auk þess verður hægt að kaupa miða á skemmtunina. Allir sem að skemmtuninni koma gefa vinnu sina og ágóði rennur til styrktar unglingadeildarinnar Óskars, skátafélagsins Stíganda og verkefnasjóðs Lionsklúbbs Búðardals. Kristján og Lolli munu sjá um …