Laus störf: Þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúum. Leitað er eftir metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi starfsfólki með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Nemendur grunnskólans eru 70 talsins og rúmlega tuttugu í leikskóla. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Þroskaþjálfi 100% – 1 staða Menntunar- …

Bólusetning gegn Influensu og Covid-19

DalabyggðFréttir

Taka má báðar bólusetningarnar samtímis Bólusett verður eftirfarandi daga: Þriðjudagur 15. október í Búðardal Miðvikudagur 23. október á Reykhólum og í Búðardal ATH. að panta þarf tíma í bólusetningar í síma 432 1450 Þau sem ekki komast á uppgefnum dagsetningum vinsamlegast hafið einnig samband við heilsugæsluna og við finnum tíma. Inflúensubólusetning – Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: …

Dagskrá íbúafundar DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Verið hjartanlega velkomin á íbúafund DalaAuðs 2024! Dagskráin verður bæði fróðleg og skemmtileg í ár. Fundurinn verður opnaður með borðkynningum ýmissa aðila sem fengið hafa styrk úr DalaAuði og lýkur fundinum svo á tveimur kynningum en Inginbjörg Þóranna Steinudóttir mun segja okkur frá Ullarvinnslu í Dölum og Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir mun segja okkur frá geitaostunum frá Fagradal. …

Uppskerustund sumarbókabingós og nýjar bækur

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarátaki yfir sumarið í þriðja sinn. Gefin voru út þrjú bingó-spjöld fyrir mismunandi aldur þ.e. 5-7 ára, 8-9 ára og 10-12 ára. Þátttakendur sóttu spjöldin á bókasafnið fyrir sumarlokun en á hverju spjaldi voru nokkrir reitir sem lýstu aðstæðum eða athöfn sem átti að framkvæma á meðan lestri stóð. Mánudaginn 7. október sl. var svo þátttakendum …

Íbúafundur 17. október – birting fundargagna

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Nú er komið að ykkur! Næsti íbúafundur DalaAuðs verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 17. október n.k. Dagskrá fundar verður birt á næstu dögum. Á fundinum verður m.a. haldin vinnustofa íbúa þar sem við setjum okkur markmið fyrir næsta ár en árið 2025 er síðasta verkefnisár DalaAuðs. Núna er tækifærið til að koma hugmyndum að áhugaverðum verkefnum, sem efla …

Uppskeruhátíð sumarbingós bókasafnsins verður 7. október

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 7. október nk. kl. 16:00 býður Hérðasbókasafn Dalasýslu þeim börnum sem skiluðu inn útfylltum bingóblöðum sínum sumarið 2024, að koma í Nýsköpunarsetur Dalabyggðar að Miðbraut 11 (á 1. hæð, til móts við bókasafnið) og fá afhentar þátttökugjafir.   Þeim er velkomið að bjóða fjölskyldunni með sér og gleðjast yfir velheppnuðu lestrarátaki. Eins hvetjum við foreldra sem skiluðu inn sínum blöðum …

Samráð um þjónustustefnu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Íbúar eru beðnir um að skila ábendingum vegna þjónustustefnu Dalabyggðar fyrir 14. október nk. á netfangið johanna@dalir.is Þjónustustefna Dalabyggðar – DRÖG til umsagnar Forsaga 2021 kom inn ný grein í sveitarstjórnarlög nr. 138/2011: 130. gr. a. Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. ▫ Samhliða fjárhagsáætlun, sbr. 62. gr., skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú …

Forvarnarhópur Dalabyggðar – erindisbréf staðfest

DalabyggðFréttir

Í 249. sveitarstjórnarfundi Dalabyggðar var staðfest erindisbréf forvarnarhóps Dalabyggðar að tillögu félagsmálanefndar. Forvarnarhópurinn er formlegur starfs- og samráðsvettvangur starfsmanna og stofnana sem koma að og tengjast málefnum barna og ungmenna með það að markmiði að stuðla að öruggara umhverfi og heilbrigðara líferni í samfélaginu. Í hópnum verða fulltrúar lögreglunnar á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, félagsþjónustu Dalabyggðar, Auðarskóla, íþróttastarfs og tómstundarstarfs í …