Vatnsveitur fyrir lögbýli – opnað fyrir umsóknir 1. febrúar 2023

Dalabyggð Fréttir

Þann 1. febrúar n.k. opnar Matvælastofnun fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016 með síðari breytingum. Umsókn um styrk til vatnsveituframkvæmda (nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST sem er aðgengileg á heimasíðu Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs – opnar fyrir umsóknir 1. mars

Dalabyggð Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 1. mars 2023 Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- og samfélagseflandi verkefni í Dalabyggð. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir veitta styrki úr sjóðnum árið 2022: Styrkhafar 2022 Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir: Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697.

Landstólpinn 2023 – óskað eftir tilnefningum

Dalabyggð Fréttir

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér með er lýst eftir tilnefningum um …

Nýtt efni á bókasafninu

Dalabyggð Fréttir

Fjöldi nýrra bóka er komin á Héraðsbókasafn Dalasýslu. Í þessu nýja úrvali má meðal annars finna: Refsiengill  eftir Heine Bakkeid sem er fjórða bókin í frábærum spennusagnaflokki um lögregluforingjann Thorkild Aske sem er af íslenskum ættum. Fótboltastjörnur eftir Simon Mugford og Dan Green, annars vegar sem fjallar um Salah og hins vegar Haaland. Systraklukkurnar eftir Lars Mytting en sagan segir frá sjö …

Vinna er hafin við álagningu fasteignagjalda 2023

Dalabyggð Fréttir

Álagningarhlutfall fasteignaskatts 2023 verður sem hér segir: a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga. b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. Afsláttur af fasteignaskatti …

1.000.000 kr.- til menningarverkefna í Dalabyggð

Dalabyggð Fréttir

Opið var fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar frá 2. desember 2022 til og með 14. janúar 2023. Menningarmálanefnd Dalabyggðar tók úthlutun fyrir á 29. fundi nefnarinnar þann 19. janúar sl. Það er greinilegt að fjölbreytt menningarlíf á sér stað í Dalabyggð og er það von nefndarinnar að styrkirnir ýti enn frekar undir að menningarverkefni í héraði fái að blómstra. Í …

Ný gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar

Dalabyggð Fréttir

Á 228. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar hækkaði um 5,4% fyrir utan gjöld í 4. gr. þar sem heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert og tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar 1. desember 2022 sem er 176,0 stig. Hækkun gjalda í 4. gr. verði í samræmi við hækkun vísitölu frá fyrra ári. Áfram verður þak á vatnsgjaldi, …

Góð þátttaka á Mannamóti 2023

Dalabyggð Fréttir

Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar sl. Um er að ræða ferðaþjónustusýningu sem er fjölmennasti viðburður ferðaþjónustu á Íslandi. Þar er vettvangur ferðaþjóna til að stofna til viðskipta, mynda tengsl, skoða nýjungar og bera saman bækur. Á Mannamóti gefst ferðaþjónum vítt og breitt um landið tækifæri til að kynna sig á höfuðborgarsvæðinu, en á viðburðinn er …

Viltu vera heimsóknarvinur og láta gott af þér leiða?

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð hefur óskað eftir samstarfi við Rauða krossinn í Dölum og Reykhólahreppi um að auglýsa eftir heimsóknavinum fyrir einstaklinga sem búa á Silfurtúni. Vinaverkefni er eitt elsta og stærsta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Vinir Rauða krossins eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn er það …

Skimun fyrir leghálskrabbameini 9. febrúar

Dalabyggð Fréttir

Skimun fyrir leghálskrabbameini verður 9. febrúar Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Tímapantanir eru í síma 432 1450