Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024

DalabyggðFréttir

Farsældardagur Vesturlands var haldinn í Borgarnesi í gær. Fjölmennt var á deginum og voru fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á Vesturlandi saman komin og var markmið dagsins að styrkja bæði þekkingu og tengslanet þeirra aðila sem koma að farsældarþjónustu barna og ungmenna á Vesturlandi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra setti daginn og skrifað var undir samkomulag við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um …

Ímynd Dalanna – hvað einkennir samfélagið og svæðið?

DalabyggðFréttir

Í gær, miðvikudaginn 16. maí var haldinn opinn fundur vegna verkefnisins Dalabyggð í sókn. Verkefnið er styrkt af Byggðaráætlun og er markmiðið með því að efla ímynd Dalanna út á við og þannig hvetja fólk bæði til að heimsækja svæðið og setjast hér að. Á fundinum fór Ingvar Örn Ingvarsson frá ráðgjafafyrirtækinu Cohn&Wolfe yfir verkefnið og kallað var eftir hugmyndum …

Photo by Gylfi Gylfason: https://www.pexels.com/photo/waving-flag-of-iceland-5833990/

Forsetakosningar 2024

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna forsetakosninga verður í félagsheimilinu Dalabúð laugardaginn 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár …

Opnunartími bókasafns sumar 2024

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 12:30 til 17:30. Áður var auglýst skert opnun í maí en það verður ekki. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er fimmtudagurinn 27. júní. Bókasafnið verður þannig lokað frá 28. júní til og með 5. ágúst, opnar að nýju eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst. Nú er um að gera að skoða tilvonandi …

Frístundastyrkur – frestur framlengdur

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar. Í reglunum segir að þær skuli berast eigi síðar en 15. maí en þar sem einhver gögn voru lengi að berast er gefinn frestur til og með föstudeginum 24. maí nk.  Hægt er að koma með greiðslukvittanir á …

Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson

Íbúalýðræði í Dölunum best á landsvísu

DalabyggðFréttir

Vífill Karlsson doktor í hagfræði og fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs hjá SSV vann íbúakönnun haustið 2023 – vetur 2024, þar sem meðal annars var leitað vísbendinga um íbúalýðræði sveitarfélaga. Þá var spurt: „Hversu vel finnst þér sveitarfélagið leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúanna?“ Niðurstöðurnar eru þær að nokkur breidd var í svörum á Vesturlandi eftir sveitarfélögum en það sem hefur …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 246. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 246. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 16. maí 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2208004 – Vegamál 2. 2405001 – Tengivegaáætlun 2024-2028 3. 2404016 – Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki II 4. 2402003 – Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga Fundargerðir til kynningar 5. 2403003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 321 6. 2403006F – Atvinnumálanefnd …

Opinn umræðufundur: Ímynd Dalanna

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 15. maí n.k. kl.17:00 verður haldinn opinn umræðufundur í Dalabúð (efri salnum). Yfirskriftin er „Ímynd Dalanna – hvernig viljum við að aðrir sjái okkur?“ Fundurinn er hluti af verkefninu Dalabyggð í sókn, þar sem unnið er að því að styrkja ímynd Dalanna með það að markmiði að trekkja að nýja íbúa, fyrirtæki og fjárfesta. Dalabyggð og SSV standa að …

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

DalabyggðFréttir

Forsetakjör verður laugardaginn 1. júní nk. Atkvæðagreiðsla utankjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00:00 til 15:00 og kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00:00 til 15:00 og kl. 09:00 til …

Flutningi dýraleifa til förgunar frestað

DalabyggðFréttir

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að fresta flutningi dýraleifa til förgunar sem fara átti í vikunni og ekki verður hægt að panta flutning. Verkstjóri mun hringja í þá aðila sem höfðu óskað eftir flutningi með næstu ferð.