Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 17. desember 2024
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 252. fundur
FUNDARBOÐ 252. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. desember 2024 og hefst kl. 15:00 DAGSKRÁ: Almenn mál 1. 2410030 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2025 2. 2410029 – Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð 3. 2407002 – Fjárhagsáætlun 2025-2028 4. 2411020 – Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034 5. 1811022 – Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni 6. 2412007 – …
Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs
Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2025, klukkan 12.00 Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697 Starfsstöð Lindu er í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal. Hægt er að panta …
Ný íbúagátt – „Mínar síður“
Dalabyggð hafa borist ábendingar um að íbúagátt eða svokallaðar „Mínar síður“ væru ekki aðgengilegar á vef sveitarfélagsins. Ástæðan er sú að verið var að uppfæra kerfið samhliða breytingum á bókhaldskerfi sveitarfélagsins. Nú á íbúagáttin að vera komin í lag og íbúar geta því skráð sig inn á „Mínar síður“ til að skoða yfirlit yfir greiðslur m.a. vegna fasteignagjalda, leigu félagsheimila, …
Sjúkraflutningamaður og alm. starfsmaður HVE og Dalabyggðar
Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sveitarfélagið Dalabyggð auglýsa nýtt sameiginlegt starf í Búðardal frá 1. janúar 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% starf hjá HVE og 50% starf hjá Dalabyggð. Aðsetur starfsmanns verður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Helstu verkefni og ábyrgð Útköll í sjúkraflutningum á dagvinnu og þátttaka í bakvöktum utan dagvinnu. Umhirðu og viðhald húsnæðis …
Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenn – haustönn
Sveitarfélagið Dalabyggð mun á nýju ári færa umsókn um frístundastyrk inn í kerfi SportAbler. Þannig mun birtast valmöguleiki fyrir foreldri til að nýta styrkinn þegar barn er skráð á námskeið hjá félögum sem starfa í Dalabyggð eða á tímabundin námskeið sem boðið er upp á í sveitarfélaginu og leyfi hefur fengist fyrir að nýta styrkinn til. Þar sem innleiðingu er …
Viðveru atvinnuráðgjafa frestað um einn dag
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður í Dalabyggð miðvikudaginn 4. desember í stað þriðjudagsins eins og plan gerir annars ráð fyrir. Upplýsingar varðandi viðveru ráðgjafa SSV má finna á meðfylgjandi hlekk: Ráðgjafar SSV – Viðvera
Tillaga að deiliskipulagi Skoravíkur á Fellsströnd
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skoravíkur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Skoravíkur í heild sinni. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss ásamt gestahúsum og þjónustubyggingum til að hýsa tæki og annað sem tengist starfsemi á jörðinni. Deiliskipulagstillagan er til kynningar í skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is/issues/2024/1313 með …
Guðný Erna Bjarnadóttir ráðin Lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar
Dalabyggð hefur ráðið Guðnýju Ernu Bjarnadóttur sem lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins. Guðný Erna hefur undanfarin fimm ár búið og starfað í Noregi, þar sem hún vann við neyðarvistun fyrir ungmenni og neyðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma. Hún hefur einnig starfað sem íþróttafræðingur á Heilsustofnun í Hveragerði og sem sundþjálfari. Guðný Erna er með B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá …
Kynning á fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028
Þriðjudaginn 3. desember verða haldnir tveir opnir fundir í Nýsköpunarsetrinu (Miðbraut 11 í Búðardal, jarðhæð) til kynningar á fjárhagsáætlun Dalabyggðar til að gefa sem flestum íbúum tækifæri á að mæta. Fyrri fundurinn verður kl. 17:00 og sá seinni kl. 20:00 Dagskrá beggja funda: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025 – 2028 Heitt á könnunni og íbúar hvattir til að mæta.








