Nær 11 milljónir til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna

DalabyggðFréttir

Í dag úthlutaði Uppbyggingarsjóður Vesturlands tæpum 11 milljónum til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna.  Úthlutunin fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar og var hluti af dagskrá frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins „Nýsköpun í vestri“ sem er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Nýsköpun í vestri byrjaði í morgun kl. 10 og lýkur …

Mögulegar rafmagnstruflanir 25.09 – 06.10

DalabyggðFréttir

Komið gæti til rafmagnstruflana í Dölum, hjá öllum notendum út frá Glerárskógum á virkum dögum, dagana 25.09.2023 til 06.10.2023 frá kl 08:00 til kl 18:00 vegna vinnu í landskerfinu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Dalabyggð í sókn – könnun

DalabyggðFréttir

Kæri íbúi í Dalabyggð, við viljum hvetja þig til að taka endilega þátt í könnuninni. Hún verður opin til 1. október, þ.e. út þessa viku. Okkur íbúum Dalabyggðar er nú boðið að taka þátt í könnuninni „Staðarandi í Dalabyggð“. Þessi könnun er liður í verkefninu „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á …

Lokun Laxárdalsheiðar 28.09.2023 vegna slitlagsframkvæmda

DalabyggðFréttir

Vegagerðin áætlar að loka á umferð um Laxárdalsheiði á fimmtudaginn 28/9 vegna slitlagsframkvæmda og einhverja staka daga í framhaldi af því þegar veður leyfir. Upplýsingarskiltum verður komið fyrir við gatmamót Laxárdalsvegar og Vestfjarðarvega ásamt gatnamótum Snæfellsnesvega og Vestfjarðarvegar.

Haustfagnaður FSD og ljósmyndakeppni

DalabyggðFréttir

Haustfagnaður FSD verður haldinn dagana 27.-28. október 2023.  Á dagskránni verða hrútasýningar, verðlaun fyrir bestu 5vetra ærnar og bestu gimbrarnar, grillveisla, ljósmyndasamkeppni (sjá hér neðar) og ef til vill eitthvað fleira.  Nánari dagskrá auglýst síðar.  Hlökkum til að eiga góða daga með ykkur, stjórn FSD.  

Uppfært: Neysluvatn í lagi

DalabyggðFréttir

Í endurtekinni rannsókn á vatni vatnsveitu Dalabyggðar þá er niðurstaða að neysluvatnið stenst kröfur sem gerðar eru í reglugerð um neysluvatn. Því er íbúum óhætt að nýta það án suðu þ.e. beint úr krana.  Í gær voru viðhafðar varúðarráðstafanir vegna neysluvatns og tilkynning þar um sett í loftið – varúðarráðstöfunum hefur nú verið aflétt.

Nýjar bækur á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Glænýjar bækur lentar á bókasafninu. Eitthvað fyrir alla, má þar nefna: Friðarsafnið eftir Lilju Magnúsdóttur, Kalmann eftir Joachim B. Schmidt og 8 skemmtilegar bækur um stríðnispúka, fyrir þá sem eru að æfa lestur. Bókasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 12:30 til 17:30.

Kjötiðnaðarnámskeið – af beini til afurðar

DalabyggðFréttir

Tveggja daga námskeið í Miðskógi í Dalabyggð Laugardaginn 30. september kl. 09:00 – 16:00 Sunnudaginn 1. október kl. 09:00 – 15:00 Verð: 80.000kr með lambsskrokk Verð: 58.000kr ef þátttakandi kemur með lambsskrokk Þátttakendur eiga allar sínar afurðir af námskeiðinu Aðeins eru 8 pláss í boði! Stéttarfélög niðurgreiða námskeiðskostnað allt að 100% Leiðbeinendur eru kjötiðnaðarmeistararnir: Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas Þórólfsson …