Kynnum okkur Góða Skemmtun fyrir sumarið

DalabyggðFréttir

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Góða skemmtun sem er er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Lögreglunnar sem hvetur til þess að við komum vel fram við hvert annað þegar við skemmtum okkur saman í sumar. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin og fyrir hvort annað. Góða skemmtun – Sumar Góða skemmtun – Foreldrar

Veist þú hver útivistartími barna er?

DalabyggðFréttir

Frá 1.maí breyttust útivistatími barna. Þessar breytingar eru í gildi til 1.september. Börn 12 ára og yngri mega EKKI vera úti eftir klukkan 22:00. Ungmenni á aldrinum 13-16 ára mega EKKI vera úti eftir klukkan 24:00. Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Aldur er miðaður við fæðingarár. Áætluð svefnþörf barna og ungmenna í grunnskóla eru 10 …

Fimleikanámskeið dagana 28. og 29. mars

DalabyggðFréttir

Íþróttafélagið Undri býður uppá fimleikanámskeið dagana 28. og 29. mars. Þjálfari er Guðmundur Kári. Skráning fer fram á hér. Yngsta stig: Föstudagur 28.mars kl 16:30-17:30. Laugadagur 29.mars kl 10:00-11:00. Mið- og elsta stig: Föstudagur 28.mars kl 17:30-19:00. Laugardagur kl 11:00-12:30. 

Nýjar ráðleggingar um mataræði

DalabyggðFréttir

Embætti landlæknis hefur gefið út uppfærðar ráðlegginga um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Með hollu og góðu mataræði má draga úr líkum á hinum ýmsum lífsstílssjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Nýju ráðleggingarnar leggja höfuðáherslu á eftirfarandi þætti: • Njótum fjölbreyttrar fæðu með áherslu á mat úr jurtaríkinu • Veljum grænmeti, ávexti og …