Norðurljós

SafnamálFréttir

Á bókasafninu er ný sýning á Norðurljósaverkum nemenda Tröllakletts. Nemendur Tröllakletts eru Hinrik Elí, Óðinn Sær, Þórdís Inga, Veigar Marís, Stormur Emil, Bryndís Björg, Snær, Bergrós Una, Hinrik Óli, Eyþór, Kristófer Logi, Óskar Leó og Bjarki Þór.

Heitavatnstruflanir í Dalabyggð

SafnamálFréttir

Vegna vinnu við hitaveitu Dalabyggð verður truflun á afhendingu heitavatns í Dalabyggð frá kl. 10:00 til kl. 16:00 þann 16.12.2025. Búast má við truflunum á meðan vinnu stendur. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á rarik.is/rof

Niðurstöður sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra

SafnamálFréttir

Eftirfarandi eru niðurstöður íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember – 13. desember 2025. Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. Já sögðu 125 (38,34%) og nei sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,54%). Sameiningu var því hafnað. Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúar á kjörskrá. 607 kjósendur greiddu atkvæði. Já …

Jólasýningar safnanna

SafnamálFréttir

Jólasýningar Byggðasafns Dalamanna, Héraðsbókasafns Dalasýslu og Héraðsskjalasafns Dalasýslu eru að birtast hver af annarri í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, enda er von á fyrsta jólasveininum í nótt. Á bókasafninu eru til sýnis kökudiskar frá Hafursstöðum, Skarfsstöðum og Stóra-Vatnshorni. Diskarnir eru allir varðveittir á Byggðasafni Dalamanna. Jólahald byggist hjá flestum á hefð og jólabakstur stór hluti hjá mörgum fjölskyldum. Í anddyri stjórnsýsluhússins …

Framkvæmd íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 

SafnamálFréttir

Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna verður 28. nóvember – 13. desember 2025. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.   Kjörstaðir og opnunartímar í Dalabyggð Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Dalabyggðar á Miðbraut 11  mánudaga …

Kjörskrá aðgengileg

SafnamálFréttir

Kjörskrár vegna íbúakosningar, 28. nóvember til 13. desember, um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga. Kjörskrá Dalabyggðar liggur frammi frá 14. nóvember á skrifstofu sveitarfélagsins, Miðbraut 11 í Búðardal. Opnunartímar eru kl. 10:00-13:00 á mánudögum, kl. 9:00-13:00 þriðjudaga-fimmtudaga og kl. 9:00-12:00 á föstudögum. Á kjörskrá er 541 kjósandi, 297 karlar og 254 konur. Kjörskrá Húnaþings …

Barnasýningar í stjórnsýsluhúsinu

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsbókasafn Dalasýslu eru með sýningu á leikföngum og fleiru á bókasafninu í tilefni af barnamenningarhátíðinni BARNÓ – BEST MEST VEST á Vesturlandi. Leikföngin eru hluti af safnkosti byggðasafnsins. Þau eru frá mismunandi tímum, bæði aðkeypt og heimagerð. Þá eru ekki alveg nýjustu Andrésar andar blöðin frammi til lestrar, dönskukunnátta er kostur. Taflborð er framan við bókasafnið fyrir …

Haukadalur 1934-1936

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna er nú með sýningu í anddyri stjórnsýsluhússins á bæjarteikningum úr Haukadal eftir Helgu Skúladóttur (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum. Helga var farkennari í Haukadal og Laxárdal 1934-1936 og teiknaði á þeim tíma flesta bæi í þessum tveimur sveitum.

Heitavatnslaust í hluta Búðardals

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals föstudaginn 8. ágúst 2025 kl 14:00 – 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof