Haukadalur 1934-1936

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna er nú með sýningu í anddyri stjórnsýsluhússins á bæjarteikningum úr Haukadal eftir Helgu Skúladóttur (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum. Helga var farkennari í Haukadal og Laxárdal 1934-1936 og teiknaði á þeim tíma flesta bæi í þessum tveimur sveitum.

Heitavatnslaust í hluta Búðardals

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals föstudaginn 8. ágúst 2025 kl 14:00 – 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Byggðasafn Dalamanna – greining ljósmynda

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna verður með opið hús í fundarsal um greiningar ljósmynda föstudaginn 7. mars kl. 13:30. Farið verður yfir fjölbreytt úrval ógreindra ljósmynda hjá safninu og hvernig nýta má Sarp. Allir áhugasamir eru velkomnir.

Hvar er Lalli?

SafnamálFréttir

Í anddyri stjórnsýsluhússins er nú komin ný ljósmyndasýning, „Hvar er Lalli?„ Er þetta sýnishorn af ferðamyndum Lárusar Magnússonar í Tjaldanesi um landið, flestar teknar á bilinu 1960-1980 .   Stór hluti af myndasafni Lárusar er kominn í Sarp. Athugasemdir og viðbætur í greiningum eru alltaf vel þegnar. Svart hvítar myndir Skyggnusafn Litmyndir

Jólasýningar safnanna 2024

SafnamálFréttir

Jólaföndur er þema jólasýninga Byggðasafns Dalamanna, Héraðsbókasafns Dalasýslu og Héraðsskjalasafns Dalasýslu jólin 2024. Er þetta sýning sem byggir á framlagi heimamanna og verður hægt að bæta við sýninguna alveg fram til jóla. Áhugasamir föndrarar geta dundað við iðju sína á bókasafninu og fengið ómælda hvatningu hjá bókaverði. Þar er að finna áður nýttan pappír sem búið er að safna allt …

Kertasníkir jólavættur Dalamanna 2024

SafnamálFréttir

Kertasníkir sigraði með 18 atkvæðum í baráttunni um jólavætt Dalamanna 2024. Jólakötturinn fylgdi þar fast á eftir með 16 atkvæði, Faldafeykir með 14 atkvæði, Stúfur með 12 atkvæði og Rjómasleikir með 11 atkvæði. Í boði voru 81 jólavættir og af þeim fengu 18 engin atkvæði. Framkvæmd kosninganna var fremur frjálsleg. Eftir að kom í ljós að kjörstjórn, Jólakötturinn, Grýla og …

Uppáhaldsjólavættur Dalamanna 2024

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu standa fyrir kosningu  um uppáhaldsjólavætt Dalamanna 2024 laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 18:00 á jarðhæð stjórnsýsluhússins. Kjörskrá Á kjörskrá eru allir Dalamenn óháð aldri, kyni, búsetu, trúarbrögðum og öðrum duttlungum. Kosningareglur Hver kjósandi má eingöngu kjósa einu sinni Kjósa má allt að þrjá jólavætti Kjósendur mega hafa ritara sér til aðstoðar Áróður á kjörstað …

Alþingiskosningar 2024

SafnamálFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga verður laugardaginn 30. nóvember 2024 í Stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmaður má …

Kjörskrá Dalabyggðar

SafnamálFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá mánudeginum 4. nóvember til föstudagsins 29. nóvember. Miðað er við skráningu lögheimilis og ríkisfangs í þjóðskrá 32 dögum (30. október) fyrir kjördag. Á kjörskrá eru 495 kjósendur, 270 karlar (54,55%) og 225 konur (45,45%). Þá geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í Alþingiskosningum …

Rafmagnstruflanir og heitavatnslaust

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður við Miðbraut, Borgarbraut og frá Vínlandssetri að Ægisbraut 7 miðvikudaginn 25. september frá kl. 16:00 til kl. 20:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulegar rafmagnstruflanir verða í Dalabyggð miðvikudaginn 25. september frá kl. 8:00 til fimmtudagsins 26. september kl. 18:00 vegna vinnu við aðveitustöðina í Glerárskógum. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari …