Uppáhaldsjólavættur Dalamanna 2024

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu standa fyrir kosningu  um uppáhaldsjólavætt Dalamanna 2024 laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 18:00 á jarðhæð stjórnsýsluhússins. Kjörskrá Á kjörskrá eru allir Dalamenn óháð aldri, kyni, búsetu, trúarbrögðum og öðrum duttlungum. Kosningareglur Hver kjósandi má eingöngu kjósa einu sinni Kjósa má allt að þrjá jólavætti Kjósendur mega hafa ritara sér til aðstoðar Áróður á kjörstað …

Alþingiskosningar 2024

SafnamálFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga verður laugardaginn 30. nóvember 2024 í Stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmaður má …

Kjörskrá Dalabyggðar

SafnamálFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá mánudeginum 4. nóvember til föstudagsins 29. nóvember. Miðað er við skráningu lögheimilis og ríkisfangs í þjóðskrá 32 dögum (30. október) fyrir kjördag. Á kjörskrá eru 495 kjósendur, 270 karlar (54,55%) og 225 konur (45,45%). Þá geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í Alþingiskosningum …

Rafmagnstruflanir og heitavatnslaust

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður við Miðbraut, Borgarbraut og frá Vínlandssetri að Ægisbraut 7 miðvikudaginn 25. september frá kl. 16:00 til kl. 20:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulegar rafmagnstruflanir verða í Dalabyggð miðvikudaginn 25. september frá kl. 8:00 til fimmtudagsins 26. september kl. 18:00 vegna vinnu við aðveitustöðina í Glerárskógum. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari …

Sýning í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu hafa sett upp tímabundna sýningu, „Leitir og réttir“, í anddyri stjórnsýsluhússins. Þar eru afrit af skjölum, ljósmyndum, fréttum ofl. tengdum leitum og réttum hér í Dölum. Neðri sýningin „Þekkir þú mörkin?“ er ætluð börnum á öllum aldri þar sem má glíma við að læra mörkin.

Sögurölt – Fagradalstunga

SafnamálFréttir

Sjöunda sögurölt safnanna verður fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19 að Fagradalstungu. Fagradalstunga fór í eyði 1946, en er nytjuð frá Fossi. Farið verður frá hlaðinu í Innri-Fagradal stundvíslega kl. 19 og keyrt áleiðis fram dalinn. Öll leiðin er um 2 km eftir götum og vegslóðum og örlítið á fótinn. Vaða þarf yfir Seljadalsá, en vaðið er mjög gott, en vatnsmagn …

Sögurölt – Bakkadalur

SafnamálFréttir

Sjötta sögurölt sumarsins verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19 í Bakkadal í hinum forna Geiradalshreppi. Gengið verður frá Heiðabrekkunum að Tröllatunguheiði fram að Stórafossi í Bakkadalsá. Öll leiðin er um 2 km á jafnsléttu eftir götum og ætti að henta flestum. Til að komast að Tröllatunguheiði er farinn Geiradalsvegur nr. 605 og beygt fram Bakkadal austan Bakkaár. Tvö hlið eru …

Sögurölt í Ósdal

SafnamálFréttir

Sögurölt verður miðvikudaginn 31. júlí kl. 19 frá þjóðveginum eftir vegslóða fram með Ósá (rétt norðan Hólmavíkur) að Svartafljóti. Leiðin er því sem næst á jafnsléttu 2,5 km, fram og til baka. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur. Söguröltin eru samstarfsverkefni safnanna í Dölum og á Ströndum.

Sögurölt. Múlarétt, Belgsdalur og Kiðhólsrétt.

SafnamálFréttir

Fimmtudaginn 25. júlí kl. 19 verður fjórða sögurölt sumarsins í Dölum og á Ströndum, nú í Saurbæ í Dölum. Gengið verður frá Múlarétt að eyðibýlinu Belgsdal og síðan í Kiðhólsrétt. Til að komast að Múlarétt er keyrt að Staðarhólskirkju og farið fram Staðarhólsdal. Eftir að komið er framhjá Þurranesi er beygt til vinstri að Múlabæjum. Keyrt er framhjá Múlabæjum þar …