Rafmagnstruflanir og heitavatnslaust

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður við Miðbraut, Borgarbraut og frá Vínlandssetri að Ægisbraut 7 miðvikudaginn 25. september frá kl. 16:00 til kl. 20:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulegar rafmagnstruflanir verða í Dalabyggð miðvikudaginn 25. september frá kl. 8:00 til fimmtudagsins 26. september kl. 18:00 vegna vinnu við aðveitustöðina í Glerárskógum. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari …

Sýning í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu hafa sett upp tímabundna sýningu, „Leitir og réttir“, í anddyri stjórnsýsluhússins. Þar eru afrit af skjölum, ljósmyndum, fréttum ofl. tengdum leitum og réttum hér í Dölum. Neðri sýningin „Þekkir þú mörkin?“ er ætluð börnum á öllum aldri þar sem má glíma við að læra mörkin.

Sögurölt – Fagradalstunga

SafnamálFréttir

Sjöunda sögurölt safnanna verður fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19 að Fagradalstungu. Fagradalstunga fór í eyði 1946, en er nytjuð frá Fossi. Farið verður frá hlaðinu í Innri-Fagradal stundvíslega kl. 19 og keyrt áleiðis fram dalinn. Öll leiðin er um 2 km eftir götum og vegslóðum og örlítið á fótinn. Vaða þarf yfir Seljadalsá, en vaðið er mjög gott, en vatnsmagn …

Sögurölt – Bakkadalur

SafnamálFréttir

Sjötta sögurölt sumarsins verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19 í Bakkadal í hinum forna Geiradalshreppi. Gengið verður frá Heiðabrekkunum að Tröllatunguheiði fram að Stórafossi í Bakkadalsá. Öll leiðin er um 2 km á jafnsléttu eftir götum og ætti að henta flestum. Til að komast að Tröllatunguheiði er farinn Geiradalsvegur nr. 605 og beygt fram Bakkadal austan Bakkaár. Tvö hlið eru …

Sögurölt í Ósdal

SafnamálFréttir

Sögurölt verður miðvikudaginn 31. júlí kl. 19 frá þjóðveginum eftir vegslóða fram með Ósá (rétt norðan Hólmavíkur) að Svartafljóti. Leiðin er því sem næst á jafnsléttu 2,5 km, fram og til baka. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur. Söguröltin eru samstarfsverkefni safnanna í Dölum og á Ströndum.

Sögurölt. Múlarétt, Belgsdalur og Kiðhólsrétt.

SafnamálFréttir

Fimmtudaginn 25. júlí kl. 19 verður fjórða sögurölt sumarsins í Dölum og á Ströndum, nú í Saurbæ í Dölum. Gengið verður frá Múlarétt að eyðibýlinu Belgsdal og síðan í Kiðhólsrétt. Til að komast að Múlarétt er keyrt að Staðarhólskirkju og farið fram Staðarhólsdal. Eftir að komið er framhjá Þurranesi er beygt til vinstri að Múlabæjum. Keyrt er framhjá Múlabæjum þar …

Sögurölt – Bæjardalsheiði

SafnamálFréttir

Sunnudaginn 7. júlí kl. 18 verður annað sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum, nú á Bæjardalsheiði í Reykólasveit. Gengið verður frá veðurathugunarstöðinni á Þröskuldum fram á Bæjardalsheiði og notið útsýnis yfir Reykhólasveit, Breiðafjörð og Skarðsströnd eftir því sem skyggni gefur. Gangan hvora leið tekur ríflega hálftíma. Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík er göngustjóri og leiðsögumaður að þessu sinni með …

Sögurölt – Lákaklettur við Steingrímsfjörð

SafnamálFréttir

Þriðjudaginn 2. júlí kl. 18, er stefnan tekin á sögurölt frá Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum og að Lákakletti sem er þar í nágrenninu. Gangan er auðveld, 1,5 km, á jafnsléttu og hluta til á vegi. Kaffi verður á boðstólum í Sævangi að göngu lokinni, fyrir þau sem áhuga hafa. Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli er göngustjóri og leiðsögumaður að …

Hópmyndir í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Hópmyndir er ný sýning í anddyri stjórnsýsluhússins. Á sýningunni eru 15 hópmyndir teknar við ýmis tilefni úr safni Byggðasafns Dalamanna. Upplýsingar um tilefni og hverjir eru á myndunum má finna í möppu við hlið sýningarinnar. Í Sarpi (sarpur.is) má finna fleiri hópmyndir. Í tilefni nýrrar sýningar í anddyri stjórnsýsluhússins stilltu starfsmenn hússins sér í hópmyndatöku við sýninguna.