Hópmyndir í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Hópmyndir er ný sýning í anddyri stjórnsýsluhússins. Á sýningunni eru 15 hópmyndir teknar við ýmis tilefni úr safni Byggðasafns Dalamanna. Upplýsingar um tilefni og hverjir eru á myndunum má finna í möppu við hlið sýningarinnar. Í Sarpi (sarpur.is) má finna fleiri hópmyndir. Í tilefni nýrrar sýningar í anddyri stjórnsýsluhússins stilltu starfsmenn hússins sér í hópmyndatöku við sýninguna.

Þjóðlendukröfur á Breiðafirði

SafnamálFréttir

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 hafa verið birtar. Svæðið tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og innan landhelginnar.  Gildir það um allar eyjar, sker og aðrar landfræðilegar einingar ofansjávar á stórstraumsfjöru. Kröfugerðina fyrir Breiðafjörð má finna á heimasíðu Óbyggðanefndar ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum. Frestur til að lýsa kröfum er til 15. maí …

Sýning í anddyri 20240205

Bæir í Saurbæ

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna hefur sett upp nýja sýningu í anddyri stjórnsýsluhússins með ljósmyndum af bæjum í Saurbæ um 1965-1970. Ljósmyndirnar eru teknar af Sigurhans Vigni frá Hróðnýjarstöðum og eru hluti af myndum hans af velflestum bæjum í Dölum á þessum tíma. Myndir af bæjum í Hörðudal og Miðdölum eru til sýnir í Árbliki í Miðdölum. Myndasafnið í heild sinni hefur verið …

Sorphreinsun 28. desember

SafnamálFréttir

Stefnt er að því að hirða allt sorp (gráa tunnan) í Dalabyggð miðvikudaginn 28. desember 2022.

Dagur reykskynjarans

SafnamálFréttir

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna taka höndum saman um árlegt forvarnarátak á degi reykskynjarans þann 1. desember. Reykskynjarinn er mikilvægasta öryggistæki heimilisins og tilvalið að nota daginn til að kanna stöðuna á rafhlöðunni. Ekki bíða, skiptu núna! Vertu eldklár!!! https://vertueldklar.is/ Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda

Frá fulltrúum íbúa í DalaAuði

SafnamálFréttir

Áfram við! Við erum einstaklega ánægð með mikinn áhuga og eldmóð í stefnumótun DalaAuðs, sem þið tókuð svo mörg þátt í, bæði á íbúaþinginu í vor og fundinum um daginn, þar sem stefnan og verkefnin voru fest í sessi. Það er komið að ykkur Nú er búið að opna Frumkvæðissjóð og þannig gera ykkur kleift að vinna að allskonar góðum …

Heitavatnslaust 24.-25. ágúst

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður í Dalabyggð miðvikudaginn 24. ágúst 2022 frá kl 22:00 til kl 03:00 fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Bókabingó 2022

SafnamálFréttir

Síðasti dagur til að skila inn bingóspjöldum er fimmtudagurinn 18. ágúst. Þau börn sem skila bingóspjaldinu sínu á bókasafnið fá að launum glaðning fyrir þátttökuna ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið við bingóið. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30-17:00.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

SafnamálFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …