Stefnt er að því að hirða allt sorp (gráa tunnan) í Dalabyggð miðvikudaginn 28. desember 2022.
Dagur reykskynjarans
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna taka höndum saman um árlegt forvarnarátak á degi reykskynjarans þann 1. desember. Reykskynjarinn er mikilvægasta öryggistæki heimilisins og tilvalið að nota daginn til að kanna stöðuna á rafhlöðunni. Ekki bíða, skiptu núna! Vertu eldklár!!! https://vertueldklar.is/ Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda
Frá fulltrúum íbúa í DalaAuði
Áfram við! Við erum einstaklega ánægð með mikinn áhuga og eldmóð í stefnumótun DalaAuðs, sem þið tókuð svo mörg þátt í, bæði á íbúaþinginu í vor og fundinum um daginn, þar sem stefnan og verkefnin voru fest í sessi. Það er komið að ykkur Nú er búið að opna Frumkvæðissjóð og þannig gera ykkur kleift að vinna að allskonar góðum …
Heitavatnslaust 24.-25. ágúst
Heitavatnslaust verður í Dalabyggð miðvikudaginn 24. ágúst 2022 frá kl 22:00 til kl 03:00 fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Afgreiðsla sýslumanns lokuð 18. ágúst
Afgreiðsla Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð fimmtudaginn 18. ágúst 2022 vegna sumarleyfa.
Bókabingó 2022
Síðasti dagur til að skila inn bingóspjöldum er fimmtudagurinn 18. ágúst. Þau börn sem skila bingóspjaldinu sínu á bókasafnið fá að launum glaðning fyrir þátttökuna ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið við bingóið. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30-17:00.
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára
Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …
Silfurtún – laus störf
Starfsfólk vantar á Silfurtún við aðhlynningu. Um er að ræða vaktavinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi. Leitað er að einstaklingum sem eiga auðvelt með samskipti og að vinna með öðru fólki. Nánari upplýsingar veitir Þuríður J. Sigurðardóttir, netfangið er thuridur@dalir.is. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Íbúafundur – DalaAuður
Íbúafundur í Búðardal í verkefninu DalaAuður undir merkjum Brothættra byggða Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 18:00 – 20:30. Fundurinn er haldinn í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir en verkefnið í Dalabyggð fékk nafnið DalaAuður á íbúaþingi í vor. Á íbúafundi verður kynnt tillaga að verkefnisáætlun fyrir DalaAuð, þar sem sett hafa verið fram markmið sem snúa …
Aðalfundur Undra
Aðalfundur Íþróttafélagsins Undra verður haldinn í Dalabúð mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00. Dagskrá fundar: Yfirlit ársins Fjármál Kynning á vetrardagskrá Önnur mál Allir eru velkomnir. Stjórn Íþróttafélagsins Undra