Skipulagsbreytingar í Ólafsdal til kynningar

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar tók fyrir á fundi sínum 11. júní 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sem tekur til landnotkunar í Ólafsdal. Um er að ræða tillögu á vinnslustigi og er hún til kynningar í Skipulagsgátt fram til 25. júlí 2024 á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/362 Samhliða aðalskipulagsbreytingu eru kynnt drög að samsvarandi deiliskipulagsbreytingu í Ólafsdal sem er einnig aðgengileg í Skipulagsgátt …

Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2024

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá frá 22. júlí til og með 5. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst kl. 09:00. Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri. Röskun getur orðið á útgáfu einhverra reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins …

Heim í Búðardal 2024 – fyrstu drög að dagskrá

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin 5. – 7. júlí 2024   Dagskráin er uppfull af skemmtun fyrir alla aldurshópa – sjá dagskránna hér fyrir neðan (með fyrirvara um að fleira á eftir að bætast við) SKREYTINGAR verða eins og síðustu ár, þ.e.: Grænn 💚 og/eða appelsínugulur 🧡 sunnan megin í þorpinu. Rauður ❤️ og/eða blár 💙 norðan megin í þorpinu. …

Timbursöfnun – Sumar 2024

DalabyggðFréttir

Gámarnir verða staðsettir á hverjum stað í um vikutíma og eru einungis fyrir timbur. Einn eða tveir gámar eru á hverjum stað til samræmis við notkun síðustu ára. Stað- og tímastaðsetningar gáma (með fyrirvara um mögulegar breytingar): Timbursöfnun 2024 Staður Gámar Vika Dagsetningar Tjarnarlundur 2 1 27.jún 3.júl Klifmýri 1 1 27.jún 3.júl Ytra-Fell 1 1 27.jún 3.júl Valþúfa 2 …

Tillaga að breytingu aðalskipulags í landi Ljárskóga

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 16 maí 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga til auglýsingar ásamt tillögu að deiliskipulagi. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á svæði fyrir frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga og gerir ráð fyrir tveimur nýjum svæðum fyrir verslun- og þjónustu á Ljárskógarströnd, VÞ-18 og VÞ19, þar sem áform eru um ferðaþjónustu. Breytingartillagan er …

Römpum upp Ísland: Þrír rampar settir upp í Búðardal

DalabyggðFréttir

Starfsmenn frá Römpum upp Ísland hafa unnið í Búðardal sl. daga og luku í morgun við uppsetningu rampa sem koma í þessari atrenu. Settir voru upp þrír rampar, tveir við leikskóla Auðarskóla og einn við Vínlandssetrið. Átakið „Römpum upp Ísland“ stefnir að því að byggja 1.500 rampa í þágu hreyfihamlaða fyrir miðjan mars 2025. Það er einstaklega ánægjulegt að Dalabyggð …

Nýtt aðkomutákn við Búðardal kynnt

DalabyggðFréttir

Á hátíðarhöldunum 17. júní var tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal. Formaður menningamálanefndar Dalabyggðar, Þorgrímur Einar Guðbjartsson kynnti verkið og upplýsti loks um höfund þess. Það er Svavar Garðarsson frá Hríshóli í Reykhólasveit sem hannaði þetta nýja aðkomutákn.  Auglýst var eftir verki í febrúar með frest til 10. apríl að skila inn tillögum. Senda átti inn tillögu að frumhönnun ásamt …

Dalamaður ársins 2024: Guðrún B. Blöndal

DalabyggðFréttir

Á hátíðarhöldunum 17. júní var tilkynnt um val á Dalamanni ársins 2024. Opið var fyrir tilnefningar í tvær vikur og á þeim tíma bárust um 90 tilnefningar. Það segir mikið um hvað við erum rík af mannauði í Dalabyggð og alltaf jafn ánægjulegt að það sé tekið eftir því jákvæða sem náunginn gerir og leggur til samfélagsins okkar. Dalamaður ársins …

Söfnun brotajárns í Dalabyggð 2024

Kristján IngiFréttir

Dalabyggð hefur samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka sumarið 2024. Áætlað er að söfnunin fari fram kringum mánaðarmótin júní/júlí. Söfnunarátakið kemur í stað málmgáma sem hafa verið aðgengilegir viku í senn víðsvegar um sveitarfélagið á sumrin. Sú söfnun verður áfram fyrir timbrið með sama sniði og verður kynnt sérstaklega. Átökin eru bæði innifalin í sorphirðugjöldum …

Sumarbingó bókasafnsins 2024 (fyrir 5-12 ára)

DalabyggðFréttir

Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu verður nú endurtekið þriðja sumarið í röð. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar …