Nýting á tómstunda-/frístundastyrk til tónlistarnáms á vorönn 2026

DalabyggðFréttir

Þeir sem hyggjast nýta tómstunda-/frístundastyrk upp í nám við tónlistardeild Auðarskóla þurfa að fara í gegnum Abler vefverslun sveitafélagsins líkt og í haust. Þar er hægt að velja hvort foreldri vilji ráðstafa frístundastyrk barnsins vegna skráningarinnar. Sé barn skráð í tónlistarskólann en ekki á Abler (og valið að ráðstafa styrk), er ekki hægt að nýta styrkinn upp í námið. Skráningafrestur er …

Kallað eftir reikningum vegna 2025 – frestur til 14. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2025. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2025. Innskráningu reikninga fyrir árið 2025 verður lokað miðvikudaginn 14. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag. Einnig minnum við …

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Minnum á að opið er fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.500.000 kr.-  (ath.hækkun um 500 þús.kr. skv.ákvörðun sveitarstjórnar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun komandi ára sem fram fór 11.desember sl.) Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn …

Rjómabúið Erpsstöðum styður við áhaldakaup í íþróttamannvirki

SveitarstjóriFréttir

Eigendur Rjómabússins að Erpsstöðum stóðu líkt og undanfarin ár fyrir sölu á jólatrjám úr skógarlundi sem þau hafa byggt upp á landareign sinni. Allt frá upphafi hafa þau látið andvirði jólatrjáa sölunnar ganga til félaga eða samtaka á heimasvæði búsins í Dölum. Í þetta sinn ákváðu þau að allt andvirði sölunnar (og reyndar gott betur því búið lagði einnig til …

Dalablaðið nú aðgengilegt á heimasíðu

SveitarstjóriFréttir

Við vekjum athygli á því að nú er Dalablaðið okkar sem við gáfum út sl. sumar orðið aðgengilegt á heimasíðunni okkar sérmerkt í grænum ramma undir „Áhugavert“ sjá slóð:  https://dalir.is/wp-content/uploads/2025/12/Dalabladid.pdf Það væri afar vel þegið ef við myndum áfram hjálpast að við að dreifa blaðinu okkar (og nú á samfélagsmiðlum) sem við unnum í góðu samstarfi við Skessuhorn og ýmsa …

Jólakveðja frá Dalabyggð

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Dalabyggðar óska íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Um leið og jólahátíðin gengur í garð vil ég senda ykkur hlýjar kveðjur og færa ykkur þakkir fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Samheldni samfélagsins, virk þátttaka íbúa og gott samstarf sveitarfélags, fyrirtækja og félagasamtaka hafa verið lykilþættir í þeirri jákvæðu þróun sem Dalabyggð hefur gengið …