Bókatíðindi 2025 mætt á bókasafnið

DalabyggðFréttir

Margir bíða spenntir ár hvert og nú er biðin loks á enda, Bókatíðindi 2025 eru komin út. Prenteintök eru mætt á Héraðsbókasafn Dalasýslu og hægt verður að nálgast ókeypis eintak á opnunartíma safnsins. Opnunartími bókasafnsins er sem hér segir: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að útgáfunni. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins 2025 sem …

Kynningarfundir: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2026-2029

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur afgreitt fjárhagsáætlun í fyrri umræðu. Var það gert á 262. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember sl.  Samkvæmt samþykkt um stjórn Dalabyggðar  skal sveitarstjórn á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Byggðarráð leggur samkvæmt sveitarstjórnarlögum tillögu um fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla …

Íbúakosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 

SafnamálFréttir

Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna verður 28. nóvember – 13. desember 2025. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.   Kjörstaðir og opnunartímar í Húnaþingi vestra Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut …

Ég bý í sveit – málþing um byggðafestu 18. nóvember

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing á Dalahóteli að Laugum í Sælingsdal um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Reykhólasveitar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið hefst kl. 11:00 og áætlað að það standi til 16:00.  Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum. …

Íbúafundir vegna sameiningar – streymi úr Dalabúð 17.11

DalabyggðFréttir

Við minnum á íbúafundi í vikunni vegna hugsanlegrar sameiningar Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Dalabúð mánudaginn 17. nóvember kl. 17-19 Félagsheimilið Hvammstanga 18. nóvember kl. 17-19 Að þessu sinni verða ekki umræður á borðum heldur verður niðurstaða sameiningarnefndar kynnt og hún situr svo fyrir svörum fundargesta. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga …

Ný samþykkt um hunda- og kattahalda og annað gæludýrahald

DalabyggðFréttir

Nú hefur tekið gildi ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð og gjaldskrá þar að lútandi. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi innihald þeirra en við hvetjum íbúa til að lesa þær yfir. Skyldur Eigendum hunda og katta ber að skrá dýr sín hjá skrifstofu sveitarfélagsins og sjá til þess að umhirða þeirra sé …

Dalabyggð greiðir þátttöku á Mannamót 2026

DalabyggðFréttir

Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2026 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Þann 15. janúar 2026 er komið að hinni árlegu ferðakaupstefnu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem fram fer í Kórnum í Kópavogi frá klukkan 12 til 17. Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og …

Kjörskrá aðgengileg

SafnamálFréttir

Kjörskrár vegna íbúakosningar, 28. nóvember til 13. desember, um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga. Kjörskrá Dalabyggðar liggur frammi frá 14. nóvember á skrifstofu sveitarfélagsins, Miðbraut 11 í Búðardal. Opnunartímar eru kl. 10:00-13:00 á mánudögum, kl. 9:00-13:00 þriðjudaga-fimmtudaga og kl. 9:00-12:00 á föstudögum. Á kjörskrá er 541 kjósandi, 297 karlar og 254 konur. Kjörskrá Húnaþings …

Árleg ormahreinsun hunda og katta

DalabyggðFréttir

Eigendur hunda og katta skulu færa dýr sína árlega til ormahreinsunar hjá dýralækni skv. samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð nr. 1040/2025 Ef eigandi dýrs getur af einhverjum ástæðum ekki mætt á tilsettum tíma skal hann afhenda sveitarfélaginu staðfestingu frá dýralækni um að ormahreinsun hafi farið fram. Hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum og …

BARNÓ í Dölum lokið

DalabyggðFréttir

Í október til nóvember fór fram Barnamenningarhátíð Vesturlands; BARNÓ. Hátíðin var tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hafði það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði hafa verið viðburðir um allt Vesturland og Dalabyggð enginn eftirbátur þar. Reynt var að hafa fjölbreytt úrval ókeypis viðburða þar sem markmiðið var að bjóða upp …