Dalablaðið nú aðgengilegt á heimasíðu

SveitarstjóriFréttir

Við vekjum athygli á því að nú er Dalablaðið okkar sem við gáfum út sl. sumar orðið aðgengilegt á heimasíðunni okkar sérmerkt í grænum ramma undir „Áhugavert“ sjá slóð:  https://dalir.is/wp-content/uploads/2025/12/Dalabladid.pdf Það væri afar vel þegið ef við myndum áfram hjálpast að við að dreifa blaðinu okkar (og nú á samfélagsmiðlum) sem við unnum í góðu samstarfi við Skessuhorn og ýmsa …

Jólakveðja frá Dalabyggð

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Dalabyggðar óska íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Um leið og jólahátíðin gengur í garð vil ég senda ykkur hlýjar kveðjur og færa ykkur þakkir fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Samheldni samfélagsins, virk þátttaka íbúa og gott samstarf sveitarfélags, fyrirtækja og félagasamtaka hafa verið lykilþættir í þeirri jákvæðu þróun sem Dalabyggð hefur gengið …

Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur

SveitarstjóriFréttir

Fulltrúar kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur í Dölum komu færandi hendi fimmtudaginn 18.desember sl. og afhentu Ísak Sigfússyni lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í Íþróttamannvirkin í Búðardal. Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir. Hafið kæra …

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar

SveitarstjóriFréttir

Vakin er athygli á því að afgreiðslutímar skrifstofu Dalabyggðar verða eftirfarandi yfir hátíðarnar: Þorláksmessa – Kl. 9:00 – 12:00 Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað 29. desember – 10:00 – 13:00 30. desember – 9:00 – 13:00 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – Lokað Við bendum á að alltaf er …

Ný og spennandi störf laus til umsóknar í Dölum: Starfsfólk í íþróttamiðstöð – framlengdur umsóknarfrestur

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 2 til 3 stöður eftir starfshlutfalli, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll eins og áður sagði. Íþróttamiðstöðin …

Heitavatnstruflanir í Dalabyggð

SafnamálFréttir

Vegna vinnu við hitaveitu Dalabyggð verður truflun á afhendingu heitavatns í Dalabyggð frá kl. 10:00 til kl. 16:00 þann 16.12.2025. Búast má við truflunum á meðan vinnu stendur. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á rarik.is/rof

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 264. fundur

SveitarstjóriFréttir

FUNDARBOÐ 264. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, miðvikudaginn 17. desember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2505011 – Sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra 15.12.2025 Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri