Sveitarstjórn og starfsfólk Dalabyggðar óska íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Aðfangadags guðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju
Aðfangadags guðþjónusta verður í Hjarðarholtskirkju 24 desember kl. 14.00
Jólakveðja sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Um leið og jólahátíðin gengur í garð vil ég senda ykkur hlýjar kveðjur og færa ykkur þakkir fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Samheldni samfélagsins, virk þátttaka íbúa og gott samstarf sveitarfélags, fyrirtækja og félagasamtaka hafa verið lykilþættir í þeirri jákvæðu þróun sem Dalabyggð hefur gengið …
Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur
Fulltrúar kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur í Dölum komu færandi hendi fimmtudaginn 18.desember sl. og afhentu Ísak Sigfússyni lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í Íþróttamannvirkin í Búðardal. Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir. Hafið kæra …
Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar
Vakin er athygli á því að afgreiðslutímar skrifstofu Dalabyggðar verða eftirfarandi yfir hátíðarnar: Þorláksmessa – Kl. 9:00 – 12:00 Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað 29. desember – 10:00 – 13:00 30. desember – 9:00 – 13:00 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – Lokað Við bendum á að alltaf er …
Ný og spennandi störf laus til umsóknar í Dölum: Starfsfólk í íþróttamiðstöð – framlengdur umsóknarfrestur
Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 2 til 3 stöður eftir starfshlutfalli, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll eins og áður sagði. Íþróttamiðstöðin …
Heitavatnstruflanir í Dalabyggð
Vegna vinnu við hitaveitu Dalabyggð verður truflun á afhendingu heitavatns í Dalabyggð frá kl. 10:00 til kl. 16:00 þann 16.12.2025. Búast má við truflunum á meðan vinnu stendur. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á rarik.is/rof
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 264. fundur
FUNDARBOÐ 264. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, miðvikudaginn 17. desember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2505011 – Sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra 15.12.2025 Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Sorphirðu flýtt fyrir jól
Losun á blönduðum og lífrænum úrgang sem samkvæmt dagatali átti að fara fram sitt hvoru megin við jól verður flýtt til næstu helgi. Stefnt er að því að losun hefjist í Saurbænum seinni part laugardagsins 20. desember. Losun haldi svo áfram á sunnudegi og ljúki syðst á mánudeginum 22. desember. Fyrirvari er gerður við að veður og færð gæti mögulega …
Niðurstöður sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Eftirfarandi eru niðurstöður íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember – 13. desember 2025. Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. Já sögðu 125 (38,34%) og nei sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,54%). Sameiningu var því hafnað. Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúar á kjörskrá. 607 kjósendur greiddu atkvæði. Já …









