Samstarfssamningur við UDN undirritaður

SveitarstjóriFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi á milli UDN og Dalabyggðar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig verði öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu gefinn kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi með áherslu á forvarnir og heilsueflingu. …

Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla undirritaður

SveitarstjóriFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Leikklúbbs Laxdæla. Markmið samningsins er meðal annars að hvetja til og styrkja starfsemi leikklúbbsins og styðja við öflugt og fjölbreytt menningarlíf. Með samningnum fær klúbburinn afnot af aðstöðu fyrir bæði búnað og æfingar en styrkurinn er metinn á 1.500.000 kr.- á ári. Samningurinn gildir til ársloka 2028 og er það von Dalabyggðar …

Sorphirðudagatal 2026 og grenndarstöðvar frístundahúsa

Kristján IngiFréttir

Sorphirðudagatal 2026 er komið á heimasíðu sveitarfélagsins: Sorphirða Á sömu síðu er einnig uppfært yfirlit grenndarstöðva fyrir frístundahús. Unnið er að flutning á ílátum frá skýlinu við tjaldsvæðinu á Laugum að Sælingsdalstungu. Áréttað er að grenndarstöðvarnar eru einungis fyrir heimilisúrgang frá frístundahús í sveitarfélaginu. Sé um annars konar sorp eða úrgang að ræða (s.s. timbur, brotajárn eða spilliefni), skal skila því …

Nýting á tómstunda-/frístundastyrk til tónlistarnáms á vorönn 2026

DalabyggðFréttir

Þeir sem hyggjast nýta tómstunda-/frístundastyrk upp í nám við tónlistardeild Auðarskóla þurfa að fara í gegnum Abler vefverslun sveitafélagsins líkt og í haust. Þar er hægt að velja hvort foreldri vilji ráðstafa frístundastyrk barnsins vegna skráningarinnar. Sé barn skráð í tónlistarskólann en ekki á Abler (og valið að ráðstafa styrk), er ekki hægt að nýta styrkinn upp í námið. Skráningafrestur er …

Kallað eftir reikningum vegna 2025 – frestur til 14. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2025. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2025. Innskráningu reikninga fyrir árið 2025 verður lokað miðvikudaginn 14. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag. Einnig minnum við …

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Minnum á að opið er fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.500.000 kr.-  (ath.hækkun um 500 þús.kr. skv.ákvörðun sveitarstjórnar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun komandi ára sem fram fór 11.desember sl.) Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn …

Rjómabúið Erpsstöðum styður við áhaldakaup í íþróttamannvirki

SveitarstjóriFréttir

Eigendur Rjómabússins að Erpsstöðum stóðu líkt og undanfarin ár fyrir sölu á jólatrjám úr skógarlundi sem þau hafa byggt upp á landareign sinni. Allt frá upphafi hafa þau látið andvirði jólatrjáa sölunnar ganga til félaga eða samtaka á heimasvæði búsins í Dölum. Í þetta sinn ákváðu þau að allt andvirði sölunnar (og reyndar gott betur því búið lagði einnig til …

Dalablaðið nú aðgengilegt á heimasíðu

SveitarstjóriFréttir

Við vekjum athygli á því að nú er Dalablaðið okkar sem við gáfum út sl. sumar orðið aðgengilegt á heimasíðunni okkar sérmerkt í grænum ramma undir „Áhugavert“ sjá slóð:  https://dalir.is/wp-content/uploads/2025/12/Dalabladid.pdf Það væri afar vel þegið ef við myndum áfram hjálpast að við að dreifa blaðinu okkar (og nú á samfélagsmiðlum) sem við unnum í góðu samstarfi við Skessuhorn og ýmsa …