Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum. Markmiðið með vinnustofunni var að leiða saman þá sem best þekkja til mála til að móta framtíðarsýn og draga fram kosti og ókosti sameiningar fyrir íbúana. …
Ómetanleg þátttaka íbúa
Síðast liðin 2 ár hefur verið í gangi verkefnið „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem hlaut styrk af C.1. lið Byggðaáætlunar. Ástæða verkefnisins var vinna með ímynd Dalanna, hún var ekki slæm en hún var heldur ekki sterk. Þannig hefur verkefnið snúið að efnissköpun til miðlunar, fyrir ferðamenn, fyrir núverandi og tilvonandi íbúa, sem og mögulega fjárfesta …
Uppfærð tilkynning frá Rarik vegna hitaveitureikninga
Því miður þá nær Rarik ekki að leiðrétta mögulega tæknilega villu í gögnum og útgáfu hitaveitu reikninga Rarik á gjalddaga 01.09.2025. Áfram verður unnið að greiningu gagna til að tryggja rétta útgáfu á hitaveitu reikningi í október 2025 Ef viðskiptavinur Rarik telur að um verulega breytingu á gjalddaga sínum 01.09.2025 sé að ræða, er mikilvægt að upplýsa Rarik með álestri …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 28.08.2025
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Brattabrekka lokuð 27. og 28. ágúst
Vegurinn yfir Bröttubrekku verður lokaður milli kl. 8:00 – 20:00 miðvikudag, 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst vegna malbikunarframkvæmda. Lokað verður frá Hringvegi í Norðurárdal að Snæfellsnesvegi. Hjáleiðir verða um Heydal og Laxárdalsheiði. Viðgerðir og aðrar vegaframkvæmdir eiga sér nú stað um allt land. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.
Skólaþing 28. ágúst – foreldrar hvattir til þátttöku
Skólaþing fer fram í Dalabúð, fimmtudaginn 28. ágúst nk. og hefst kl.17:30 Unnið verður í anda íbúarþings. Kristrún Birgisdóttir frá skólaþjónustu Ásgarðs er fundarstjóri og flytur framsöguerindi. Foreldrar eru hvattir til að mæta á þingið og taka þátt í samtalinu. Saman getum við unnið að góðu skólaumhverfi fyrir börnin okkar.
Útboð – Úrgangsþjónusta fyrir Dalabyggð
Consensa fyrir hönd Dalabyggðar óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af fjórum aðgreindum þjónustuþáttum eins og þeir eru skilgreindir samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 12:00 þann 23. september 2025. Nánari …
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands – Úthlutun september 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (auglýst verður aftur í …
Tilkynning frá Rarik vegna hitaveitureikninga
Tæknileg villa í gögnum og útgáfu reikninga hjá Rarik varð til þess að margir viðskiptavinir okkar í Búðardal fengu á dögunum allt að tvöfalda hitaveitu reikninga á gjaldaga 1. september 2025. Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum og vinnum nú að því að greina villuna og bakfæra og leiðrétta þessa reikningana. Til að flýta fyrir leiðréttingu þá geta viðskiptavinir …
Kynningarfundur á umhverfismatsskýrslu fyrir vindorkuver að Hróðnýjarstöðum
Kynningarfundur á umhverfismatsskýrslu fyrir vindorkuver að Hróðnýjarstöðum verður haldinn á vegum Stormorku ehf. þann 21. ágúst 2025 kl. 20:00 í Dalabúð. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd eru velkomnir. Allir velkomnir.