Gangstéttasópun í Búðardal

Kristján IngiFréttir

Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verða gangstéttar í Búðardal sópaðar. Bílar nærri gangstéttum geta þrengt að þannig að tækið komist ekki til að sópa. Íbúar eru því beðnir um að færa að bíla og annað á og við gangstéttar þannig að árangur að sópuninni verði sem bestur.

Viðvera menningarfulltrúa 8. maí

DalabyggðFréttir

Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Vesturlands verður með viðveru í Nýsköpunarsetrinu að Miðbraut 11 í Búðardal (jarðhæð Stjórnsýsluhúss), fimmtudaginn 8. maí frá kl. 13:00 – 15:00. Hægt er að fá ráðgjöf um menningarverkefni af ýmsu tagi hjá SSV. Ráðgjöf felst í upplýsingum um styrki og sjóði, áætlanagerð og framkvæmd á viðburðum. Vinsamlegast sendið tímabókanir og fyrirspurnir á netfagnið: sigursteinn@ssv.is (hægt er að …

Til sölu: Félagsheimilið Árblik

DalabyggðFréttir

Félagsheimilið Árblik 371, Búðardalur. Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan það er að finna tjaldsvæði. Húsið er steinsteypt og var byggt í 2 áföngum 1981 og 1991. Jarðhæð er 384,9 fm, og kjallari 258,5 fm að stærð. Samtals stærð er …

Jörvagleði 2025 – Dagskrá

DalabyggðFréttir

 DAGSKRÁ Jörvagleði, lista- og menningarhátíð Dalamanna verður haldin dagana 23.-27. apríl 2025. Hér má kynna sér dagskrá hennar: MIÐVIKUDAGURINN 23. APRÍL – Síðasti vetrardagur   10:00 – 17:00 – Opið á Eiríksstöðum í HaukadalHægt að skoða svæðið eða kaupa leiðsögn og drekka í sig sögulegt umhverfi staðarins.  11:00 – 17:00 – Opið hjá Handverkshópnum Bolla, Vesturbraut 12cMikið úrval af fallegu handverki …

Örsýning og frækassi á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Nýjasta örsýningin á Héraðsbókasafni Dalasýslu er „Bókamerki í gegnum tíðina“. Til sýnis er allskonar sem fólk hefur notað til að hjálpa sér að finna hvaða blaðsíðu það las síðast. Einnig minnum við á að frækassinn, Dalafræ, skipt og skundað, er kominn á sinn stað. Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, skilið eftir …

Vinnuskóli Dalabyggðar 2025

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní og til loka júlí (með fyrirvara), fyrir unglinga fædda 2008 til 2012. Sigríður Jónsdóttir verður umsjónarmaður Vinnuskólans 2025. Umsóknareyðblað má finna hér neðar í fréttinni. Umsækjendur eru beðnir um að taka það fram á umsókninni ef sótt hefur verið um sumarstörf á fleiri stöðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Athugið …

Helgihald í Dalaprestakalli um páska

DalabyggðFréttir

Helgihald í Dalaprestakalli verður eins og hér segir um páska. Föstudagurinn langi, kyrrðar og helgistund í Hjarðarholtskirkju, lesnir verða passíusálmar. Stundin hefst klukkan 20:00 Páskadagur klukkan 14:00 messa í Hjarðarholtskirkju. Hlakka til að sjá ykkur.  – Snævar prestur

Jákvæð rekstrarniðurstaða í ársreikningi 2024

DalabyggðFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar 2024 var samþykktur við seinni umræðu á 255. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var fimmtudaginn 10. apríl 2025. Það má segja að niðurstaða ársreiknings Dalabyggðar fyrir árið 2024 sé viðunandi miðað við aðstæður. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 46,4 m.kr., og er 24,7% yfir áætlun sem gerði ráð fyrir 37,2 m.kr. jákvæðri niðurstöðu með viðaukum. Rekstrarniðurstaða …

Sorphirða – seinkun á Skógarströnd og Hörðudal

Kristján IngiFréttir

Tilkynning frá Gámafélagi Íslands: Vegna takmarka á ásþunga ökutækja á Snæfellsnesvegi (nr. 54) verður ekki hægt að hirða pappír og plast á bæjum á Skógarströnd og í Hörðudal í dag. Hirðingin mun fara fram um leið og aðstæður leyfa.

Frá íbúafundi vegna sameiningaviðræðna

DalabyggðFréttir

Við þökkum kærlega fyrir góða mætingu og þátttöku á íbúafundi í gær, þriðjudaginn 8. apríl. Á fundinum var staðan kynnt og svo unnið í hópum með sjónarmið íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Upptöku af kynningunni má nálgast hér: Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fundinum.