Laxárdalur 1934-1936

SafnamálFréttir

Í anddyri stjórnsýsluhússins í Búðardal er komin ný sýning Byggðasafns Dalamanna á bæjarmyndum úr Laxárdal. Helga Skúladóttir (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum var farkennari í Laxárdal og Haukadal árin 1934-1936. Á þeim árum teiknaði hún flesta bæi sem búið var á í þessum tveimur sveitum. Í syrpuna vantar mynd af Goddastöðum, en á þessum árum voru Goddastaðir í eyði og …

LÍFSHLAUPIÐ 2026

DalabyggðFréttir

LÍFSHLAUPIÐ stendur yfir frá 1. – 28. febrúar 2026! Við viljum  benda á að skráning er hafin í Lífshlaupið 2026 og hvetjum við íbúa Dalabyggðar til þátttöku.Keppnin hefst sunnudaginn 1. febrúar n.k.Frekari upplýsingar og skráning er inná vefsíðu verkefnisins:   Lífshlaupið | Lífshlaupið Lífshlaupsvefinn má nota til að halda utan um alla hreyfingu, notanda að kostnaðarlausu

Hver vegur að heiman er vegurinn heim

DalabyggðFréttir

Dalabyggð er stórt sveitarfélag með fáa íbúa. Til að samfélagið geti haldið áfram að blómstra og dafna þarf að huga að framtíðinni. Ungt fólk og þátttaka þess í samfélaginu er lykilatriði í vexti og framþróun sveitarfélagsins. Dalabyggð vill kanna hug ungs fólks til  framtíðar búsetu í Dalabyggð. Haft verður samanband við ungt folk sem býr eða hefur búið í Dalabyggð …

Skilafrestur á reikningum vegna ársins 2025!

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2025. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2025. Innskráningu reikninga fyrir árið 2025 verður lokað á morgun 16 janúar! Einnig minnum við á að allir reikningar sem eru sendir á netfang eiga …

Norðurljós

SafnamálFréttir

Á bókasafninu er ný sýning á Norðurljósaverkum nemenda Tröllakletts. Nemendur Tröllakletts eru Hinrik Elí, Óðinn Sær, Þórdís Inga, Veigar Marís, Stormur Emil, Bryndís Björg, Snær, Bergrós Una, Hinrik Óli, Eyþór, Kristófer Logi, Óskar Leó og Bjarki Þór.

Samstarfssamningur við UDN undirritaður

SveitarstjóriFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi á milli UDN og Dalabyggðar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig verði öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu gefinn kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi með áherslu á forvarnir og heilsueflingu. …

Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla undirritaður

SveitarstjóriFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Leikklúbbs Laxdæla. Markmið samningsins er meðal annars að hvetja til og styrkja starfsemi leikklúbbsins og styðja við öflugt og fjölbreytt menningarlíf. Með samningnum fær klúbburinn afnot af aðstöðu fyrir bæði búnað og æfingar en styrkurinn er metinn á 1.500.000 kr.- á ári. Samningurinn gildir til ársloka 2028 og er það von Dalabyggðar …

Sorphirðudagatal 2026 og grenndarstöðvar frístundahúsa

Kristján IngiFréttir

Sorphirðudagatal 2026 er komið á heimasíðu sveitarfélagsins: Sorphirða Á sömu síðu er einnig uppfært yfirlit grenndarstöðva fyrir frístundahús. Unnið er að flutning á ílátum frá skýlinu við tjaldsvæðinu á Laugum að Sælingsdalstungu. Áréttað er að grenndarstöðvarnar eru einungis fyrir heimilisúrgang frá frístundahús í sveitarfélaginu. Sé um annars konar sorp eða úrgang að ræða (s.s. timbur, brotajárn eða spilliefni), skal skila því …

Nýting á tómstunda-/frístundastyrk til tónlistarnáms á vorönn 2026

DalabyggðFréttir

Þeir sem hyggjast nýta tómstunda-/frístundastyrk upp í nám við tónlistardeild Auðarskóla þurfa að fara í gegnum Abler vefverslun sveitafélagsins líkt og í haust. Þar er hægt að velja hvort foreldri vilji ráðstafa frístundastyrk barnsins vegna skráningarinnar. Sé barn skráð í tónlistarskólann en ekki á Abler (og valið að ráðstafa styrk), er ekki hægt að nýta styrkinn upp í námið. Skráningafrestur er …

Kallað eftir reikningum vegna 2025 – frestur til 14. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2025. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2025. Innskráningu reikninga fyrir árið 2025 verður lokað miðvikudaginn 14. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag. Einnig minnum við …