Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032

DalabyggðFréttir

Óveruleg breyting – frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 9. október 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Breytingin felst í að frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga er minnkar úr 18,2 ha í 17,5 ha, en aðliggjandi landbúnaðarsvæði stækkar sem því nemur. Skipulagsákvæði um frístundabyggð F23 og landbúnaðarsvæðið …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 12. …

Opið fyrir jólastyrksumsóknir – Dalaprestakalls

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar Dalabyggðar. Opnað hefur verið fyrir jólastyrksumsóknir fyrir jólin 2025. Umsóknir berist á snaevara@kirkjan.is vinsamlegast setjið í umsóknina fjölskylduhagi. Tekið er við umsóknum til 6. desember og mun svar berast ekki síðar en 7. desember. Kv. Snævar Jón Andrésson

Framkvæmd íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 

SafnamálFréttir

Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna verður 28. nóvember – 13. desember 2025. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.   Kjörstaðir og opnunartímar í Dalabyggð Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Dalabyggðar á Miðbraut 11  mánudaga …

Malbikun í Búðardal – takmörkun á bílastæðum

Kristján IngiFréttir

Í dag hefur malbikunarstöðin Colas unnið að malbikun í Búðardal. Ásamt frágangi við nýja íþróttamiðstöð hafa bílastæðin við Stjórnsýsluhúsið og milli Dalabúðar og leikskóla verið malbikuð. Verkefnið hefur gengið vel og mun bæta aðkomu að stofnunum sveitarfélagsins til muna. Til að tryggja að malbikið taki sig nóg fyrir notkun verður ekki opnað inná bílastæðin fyrr en fimmtudaginn 27 nóvember. Aðeins …

Laus störf: Starfsfólk í íþróttamiðstöð – framlengdur umsóknarfrestur

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 3 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll. Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu …

Bókatíðindi 2025 mætt á bókasafnið

DalabyggðFréttir

Margir bíða spenntir ár hvert og nú er biðin loks á enda, Bókatíðindi 2025 eru komin út. Prenteintök eru mætt á Héraðsbókasafn Dalasýslu og hægt verður að nálgast ókeypis eintak á opnunartíma safnsins. Opnunartími bókasafnsins er sem hér segir: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að útgáfunni. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins 2025 sem …

Kynningarfundir: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2026-2029

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur afgreitt fjárhagsáætlun í fyrri umræðu. Var það gert á 262. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember sl.  Samkvæmt samþykkt um stjórn Dalabyggðar  skal sveitarstjórn á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Byggðarráð leggur samkvæmt sveitarstjórnarlögum tillögu um fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla …

Ég bý í sveit – málþing um byggðafestu 18. nóvember

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing á Dalahóteli að Laugum í Sælingsdal um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Reykhólasveitar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið hefst kl. 11:00 og áætlað að það standi til 16:00.  Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum. …

Íbúafundir vegna sameiningar – streymi úr Dalabúð 17.11

DalabyggðFréttir

Við minnum á íbúafundi í vikunni vegna hugsanlegrar sameiningar Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Dalabúð mánudaginn 17. nóvember kl. 17-19 Félagsheimilið Hvammstanga 18. nóvember kl. 17-19 Að þessu sinni verða ekki umræður á borðum heldur verður niðurstaða sameiningarnefndar kynnt og hún situr svo fyrir svörum fundargesta. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga …