Nýjar bækur og taupokar að gjöf

DalabyggðFréttir

Nú er haustið komið, skólinn byrjaður á fullu og fullt af nýjum bókum fyrir börn á bókasafninu. Hvetjum foreldra og forráðamenn einnig til að vera fyrirmyndir í lestri og kíkja á úrvalið. Róleg stund á bókasafninu er ókeypis og góð samvera.  Þá barst Héraðsbókasafni Dalasýslu gjöf á dögunum. Þær Daníella og Anna frá Fellsenda komu færandi hendi og gáfu bókasafninu …

Rotþróahreinsun 2025 kláruð í næstu viku

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2025, er hreinsað í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hófst verkið í júlí sl. Áætlað er að verkinu ljúki í næstu viku (22.-26. júlí). Því þarf að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar með ábendingar varðandi rotþróahreinsun, sem fyrst. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki …

Heitavatnslaust í hluta Búðardals

Kristján IngiFréttir

Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals þann 16.9.2025 frá kl 14:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof    

Viðvera menningarfulltrúa – fellur niður

Kristján IngiFréttir

Því miður fellur niður auglýst viðvera Sigursteins menningarfulltrúa í Búðardal í dag, 16. september. Bent er á að bóka samtal með því að senda honum tölvupóst á sigursteinn@ssv.is eða í síma 433-2310.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 259. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 259. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2508017 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki IV (4) 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2405012 – Farsældarráð Vesturlands Fundargerð 4. 2508001F – Byggðarráð Dalabyggðar – 339 Fundargerðir til kynningar 5. 2506005F – Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – …

Malbikun þjóðvegar við Búðardal

Kristján IngiFréttir

Þriðjudaginn 9. september frá kl 08:30 – 21:00 á að malbika Vestfjarðarveg (60) um Búðardal. Vegurinn verður þrengdur í eina akrein og umferðarstýring sett á. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi. Vestfjarðarvegur verður malbikaður frá Sunnubraut norður fyrir gatnamót Hjarðarholtsvegar annars vegar og frá Brekkuhvammi suður fyrir gatnamót hesthúsaafleggjara hins vegar.

Réttir og fjallskil í Dalabyggð 2025

DalabyggðFréttir

Meðfylgjandi er yfirlit yfir lögréttir í Dalabyggð haustið 2025. Fjallskilaseðla má skoða hér fyrir neðan utan Skógarstrandar sem skipta með sér verkum án útreiknings. Búið er að senda fjallskilaseðla til fjáreiganda í tölvupósti. Ef að fjallskilaseðlar hafa ekki borist, má hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar á dalir@dalir.is eða síma 430-4700 Sé óskað eftir útprentuðum fjallskilaseðil má hafa samband við skrifstofu …

Upplýsingavefur um sameiningarviðræður opnaður

DalabyggðFréttir

Í dag fór upplýsingavefur samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra í loftið á léninu  https://dalhun.is Á honum er að finna ýmsar upplýsingar um sameiningarviðræðurnar og íbúakosningar um sameiningartillöguna, auk frétta af viðræðum og viðburðum. Á síðunni er einnig að finna svör við spurningum sem algengt er að íbúar velti upp í tengslum við sameiningarviðræður og eyðublað fyrir nýjar fyrirspurnir …

Útivistarreglur barna. Foreldrar verum samtaka!

DalabyggðFréttir

Frá 1.september breyttust útivistatími barna. Þessar breytingar eru í gildi til 1.maí 2026. Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00. Ungmenni á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera úti eftir klukkan 22:00. Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Aldur er miðaður við fæðingarár. Áætluð svefnþörf barna og ungmenna í grunnskóla eru …