Íþróttamiðstöðin rís úr jörðu

Kristján IngiFréttir

Framkvæmdir í grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar ganga vel. Uppsteypa á kjallara er langt komin og unnið að steypu á undirstöðum íþróttasals og þjónustubyggingar. Ekkert lát verður á framkvæmdum meðan veður leyfir, en nú er snjólétt og frost milt sem kemur sér vel. Límtré í burðarvirki er í framleiðslu í Lettlandi og er væntanlegt ásamt útveggjaeiningum og tilheyrandi í mars. Það þarf …

Níu verkefni hljóta styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði

DalabyggðFréttir

Á fundi menningarmálanefndar í gær, 15. janúar voru teknar fyrir umsóknir sem bárust í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar fyrir árið 2025. Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 10. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Í þetta sinn bárust 14 umsóknir, til úthlutunar voru 1.000.000 kr.- 9 verkefni hljóta styrk …

Rafmagnslaust vegna vinnu við dreifikerfið 14.01.2025

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í Saurbær, Hvammsveit og á Fellströnd, Skarðsströnd þann 14.1.2025 frá kl 13:00 til kl 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Árskort á bókasafnið er ókeypis afþreying – viðbætur við safnkost og áframhald örsýninga

DalabyggðFréttir

Í upphafi árs er rétt að vekja athygli á því að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir 1. janúar – 31. desember 2025 er íbúum gjaldfrjálst.  Þannig gefur árskortið íbúum möguleika á fjölbreyttri, takmarkalausri og ókeypis afþreyingu. Svo ekki sé minnst á kosti þess að lesa, bæði fyrir unga sem eldri. Safnið býr yfir glæsilegum safnkosti sem telur nær 14.000 eintök …

Kallað eftir reikningum vegna 2024 – frestur til 15. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2024. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2024. Innskráningu reikninga fyrir árið 2024 verður lokað miðvikudaginn 15. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag.  – Skrifstofa Dalabyggðar

Viljayfirlýsing um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis undirrituð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 m.kr. í verkefnið. Sveitarfélagið mun tryggja lóð vegna þeirrar uppbyggingar sem …

Sorphirðudagatal 2025

Kristján IngiFréttir

Dagatal fyrir sorphirðu í Dalabyggð 2025. Dalabyggð_sorphirða 2025 Hægt er að nálgast útprentað eintak í móttöku Dalabyggðar á opnunartíma skrifstofu. Alltaf er hægt að kynna sér gildandi fyrirkomulag sorphirðu hér á heimasíðunni. Efst á þeirri síðu er dagatal ársins.

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2025 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 10. …