Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verða gangstéttar í Búðardal sópaðar. Bílar nærri gangstéttum geta þrengt að þannig að tækið komist ekki til að sópa. Íbúar eru því beðnir um að færa að bíla og annað á og við gangstéttar þannig að árangur að sópuninni verði sem bestur.
Viðvera menningarfulltrúa 8. maí
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Vesturlands verður með viðveru í Nýsköpunarsetrinu að Miðbraut 11 í Búðardal (jarðhæð Stjórnsýsluhúss), fimmtudaginn 8. maí frá kl. 13:00 – 15:00. Hægt er að fá ráðgjöf um menningarverkefni af ýmsu tagi hjá SSV. Ráðgjöf felst í upplýsingum um styrki og sjóði, áætlanagerð og framkvæmd á viðburðum. Vinsamlegast sendið tímabókanir og fyrirspurnir á netfagnið: sigursteinn@ssv.is (hægt er að …
Til sölu: Félagsheimilið Árblik
Félagsheimilið Árblik 371, Búðardalur. Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan það er að finna tjaldsvæði. Húsið er steinsteypt og var byggt í 2 áföngum 1981 og 1991. Jarðhæð er 384,9 fm, og kjallari 258,5 fm að stærð. Samtals stærð er …
Jörvagleði 2025 – Dagskrá
DAGSKRÁ Jörvagleði, lista- og menningarhátíð Dalamanna verður haldin dagana 23.-27. apríl 2025. Hér má kynna sér dagskrá hennar: MIÐVIKUDAGURINN 23. APRÍL – Síðasti vetrardagur 10:00 – 17:00 – Opið á Eiríksstöðum í HaukadalHægt að skoða svæðið eða kaupa leiðsögn og drekka í sig sögulegt umhverfi staðarins. 11:00 – 17:00 – Opið hjá Handverkshópnum Bolla, Vesturbraut 12cMikið úrval af fallegu handverki …
Örsýning og frækassi á bókasafninu
Nýjasta örsýningin á Héraðsbókasafni Dalasýslu er „Bókamerki í gegnum tíðina“. Til sýnis er allskonar sem fólk hefur notað til að hjálpa sér að finna hvaða blaðsíðu það las síðast. Einnig minnum við á að frækassinn, Dalafræ, skipt og skundað, er kominn á sinn stað. Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, skilið eftir …
Helgihald í Dalaprestakalli um páska
Helgihald í Dalaprestakalli verður eins og hér segir um páska. Föstudagurinn langi, kyrrðar og helgistund í Hjarðarholtskirkju, lesnir verða passíusálmar. Stundin hefst klukkan 20:00 Páskadagur klukkan 14:00 messa í Hjarðarholtskirkju. Hlakka til að sjá ykkur. – Snævar prestur
Jákvæð rekstrarniðurstaða í ársreikningi 2024
Ársreikningur Dalabyggðar 2024 var samþykktur við seinni umræðu á 255. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var fimmtudaginn 10. apríl 2025. Það má segja að niðurstaða ársreiknings Dalabyggðar fyrir árið 2024 sé viðunandi miðað við aðstæður. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 46,4 m.kr., og er 24,7% yfir áætlun sem gerði ráð fyrir 37,2 m.kr. jákvæðri niðurstöðu með viðaukum. Rekstrarniðurstaða …
Sorphirða – seinkun á Skógarströnd og Hörðudal
Tilkynning frá Gámafélagi Íslands: Vegna takmarka á ásþunga ökutækja á Snæfellsnesvegi (nr. 54) verður ekki hægt að hirða pappír og plast á bæjum á Skógarströnd og í Hörðudal í dag. Hirðingin mun fara fram um leið og aðstæður leyfa.
Frá íbúafundi vegna sameiningaviðræðna
Við þökkum kærlega fyrir góða mætingu og þátttöku á íbúafundi í gær, þriðjudaginn 8. apríl. Á fundinum var staðan kynnt og svo unnið í hópum með sjónarmið íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Upptöku af kynningunni má nálgast hér: Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fundinum.
Íbúasamráð um sameiningarviðræður – Streymi
Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafundar í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00. Á fundinum verður farið yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningaviðræðna (streymt) Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir (ekki streymt) Slóð á streymi frá fundi: Íbúasamráð – kynning á stöðu Kynningunni verður …