Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …
Útivistarreglur – breytingar 1. september
Þar sem september er genginn í garð viljum við minna á útivistarreglur sem gilda samkvæmt lögum. Reglur um útivistartíma eru árstíðarbundnar og taka breytingum 1. september og 1. maí ár hvert. Lögð er áhersla á að útvistartíminn taki samt sem áður mið af skólatíma að hausti því ein lykilforsenda þess að börnum og unglingum farnist vel er nægur svefn. Á …
Söfnun á rúlluplasti – frágangur
Að gefnu tilefni eru ítrekaðar leiðbeiningar um frágang á rúlluplasti. Í söfnuninni fyrir helgi fór ríflega tonn af tveimur og hálfu í urðun vegna mengunar af óhreinindum og blöndun við svart plast. Þegar rúlluplastinu er pressað í bílinn blandast/skemmist meira plast en mengað var í upphafi. Við slíkt tapast ekki aðeins umhverfislegi ávinningurinn af endurvinnslu plastsins heldur skapar þetta líka …
Réttir og fjallskil í Dalabyggð 2024
Meðfylgjandi er yfirlit yfir lögréttir í Dalabyggð haustið 2024. Fjallskilaseðla má skoða hér fyrir neðan utan Skógarstrandar sem skipta með sér verkum án útreiknings.
Laust starf: Lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar
Dalabyggð – Fullt starf Umsóknarfrestur: 23.09.2024 Dalabyggð auglýsir stöðu lýðheilsufulltrúa til umsóknar. Um er að ræða nýtt 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgð lýðsheilsufulltrúa Dalabyggðar: Fagleg og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi nýrra íþróttamannvirkja í Búðardal sem og á íþróttaaðstöðu utanhúss, á félagsheimili í Búðardal og á félagsmiðstöð. Þróa og stýra íþrótta-, lýðheilsu- og tómstundamálum ásamt forvörnum, …
Minnum á íbúafund – Kynning á menntastefnu Dalabyggðar
Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029 var samþykkt í fræðslunefnd og sveitarstjórn fyrr á þessu ári. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar. Það sem lagt er til grundvallar í öllu starfi með börnum og ungmennum í Dalabyggð er …
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa sem er á vegum ungmennaráðs UMFÍ, verður haldinn á Reykjum í Hrútafirði dagana 20.-22. september. Viðburðurinn er fyrir allt ungt fólk á aldrinum 15 – 30 ára. Umfjöllunarefnið í ár er: LÝÐHEILSA. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kynningarbréfið þeirra og dagskrá: Kynningarbréf Dagskrá
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …
Skimun fyrir leghálskrabbameini – HVe Búðardal
Skimun fyrir leghálskrabbameini fer fram á heilsugæslunni 5. september. Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Boðsbréfið er hægt að sjá á island.is/minarsidur – nota þarf rafræn skilríki í síma eða íslykil. Petrea Ásbjörnsdóttir ljósmóðir mun annast sýnatökur Tímabókanir í síma 432 1450
Sýning í anddyri stjórnsýsluhúss
Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu hafa sett upp tímabundna sýningu, „Leitir og réttir“, í anddyri stjórnsýsluhússins. Þar eru afrit af skjölum, ljósmyndum, fréttum ofl. tengdum leitum og réttum hér í Dölum. Neðri sýningin „Þekkir þú mörkin?“ er ætluð börnum á öllum aldri þar sem má glíma við að læra mörkin.