Menningarmálaverkefnasjóður – umsóknarfrestur rennur út í dag

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2024 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 15. …

Fjarfundur vegna nýrrar menntastefnu Dalabyggðar 2023-2028

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 17. janúar nk. kl. 17 verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu með fjarfund á Teams fyrir íbúa Dalabyggðar til að kynna drög að nýrri menntastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023-2028.   Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að …

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Laust starf: Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Gildrunni

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024. Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og …

Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032

DalabyggðFréttir

Óveruleg breyting – skólphreinsistöð í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 18. ágúst 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Breytingin felst í tilfærslu iðnaðarsvæðis I-6, sem er 0,1 ha reitur fyrir skólphreinsistöð á Búðardal, til norðurs. Lögun og stærð I-6 breytist lítilsháttar og verður 0,16 ha eftir breytingu. Greinargerð með rökstuðningi …

Dagatal fyrir sorphirðu 2024

Kristján IngiFréttir

Gefið hefur verið út nýtt dagatal fyrir sorphirðu 2024. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi þar sem almennt er hirt á 4ra vikna fresti, lífrænt á 6 vikna fresti með þremur aukalosunum að sumri (3 vikna fresti þá) og endurvinnslu á 6 vikna frest í dreifbýli og 3ja vikna fresti í Búðardal. Rúlluplasti verður safnað 6 sinnum á árinu. Fyrirkomulag …

Bókasafnið opið fimmtudaginn 28. desember

DalabyggðFréttir

Vert er að minnast á það að einungis er opið einn dag á milli jóla og nýárs, þ.e. fimmtudaginn 28. desember. Ýmsar bækur hafa bæst við nú í desember, má þar nefna Orri óstöðvandi , Íslensku dýrin okkar og Jólabókaklúbburinn. Að ógleymdri bókinni Kynlegt stríð eftir sagnfræðinginn og Dalakonuna Báru Baldursdóttur. Jólasýningarnar í Stjórnsýsluhúsinu eru enn uppi og um að …

Jólakveðja frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja og fréttamoli frá verkefnastjóra DalaAuðs

SveitarstjóriFréttir

Ertu með frábæra hugmynd? Frumkvæðissjóður DalaAuðs opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2024. Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 1. febrúar 2024 og verður tekið við umsóknum út febrúarmánuð. Í upphafi nýs árs er því upplagt að skrifa hugmyndir sínar á blað og undirbúa sig fyrir umsóknarferlið. Sem fyrr aðstoðar Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs umsækjendur og hvetjum …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 241.fundur

SveitarstjóriFréttir

FUNDARBOÐ 241. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, þriðjudaginn 19. desember 2023 og hefst kl. 11:30 Dagskrá: Almenn mál 1. 2307001 – Fjárhagsáætlun 2024, álagningarhlutfall útsvars. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, undirritað dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga. Til skýringar þá mun …