Nýjar bækur á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Glænýjar bækur lentar á bókasafninu. Eitthvað fyrir alla, má þar nefna: Friðarsafnið eftir Lilju Magnúsdóttur, Kalmann eftir Joachim B. Schmidt og 8 skemmtilegar bækur um stríðnispúka, fyrir þá sem eru að æfa lestur. Bókasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 12:30 til 17:30.

Kjötiðnaðarnámskeið – af beini til afurðar

DalabyggðFréttir

Tveggja daga námskeið í Miðskógi í Dalabyggð Laugardaginn 30. september kl. 09:00 – 16:00 Sunnudaginn 1. október kl. 09:00 – 15:00 Verð: 80.000kr með lambsskrokk Verð: 58.000kr ef þátttakandi kemur með lambsskrokk Þátttakendur eiga allar sínar afurðir af námskeiðinu Aðeins eru 8 pláss í boði! Stéttarfélög niðurgreiða námskeiðskostnað allt að 100% Leiðbeinendur eru kjötiðnaðarmeistararnir: Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas Þórólfsson …

Nýsköpun í vestri: Frumkvöðla- og fyrirtækjamóti á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Vakin er athygli á  Nýsköpun í vestri: Frumkvöðla- og fyrirtækjamóti á Vesturlandi sem fram fer föstudaginn 29. september kl. 10-18 í Hjálmakletti í Borgarnesi.   Markmið frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Nýsköpun í vestri er stefnumót nýrra og reyndra frumkvöðla og rótgróinna fyrirtækja, …

Uppskeruhátíð Sumarbingós Héraðsbókasafnsins

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 28.september kl. 16:30 býður Hérðasbókasafn Dalasýslu þeim börnum sem skiluðu inn útfylltum bingóblöðum sínum sumarið 2023, að koma á bókasafnið og fá afhentar þátttökugjafir.   Þeim er velkomið að bjóða fjölskyldunni með sér og gleðjast yfir velheppnuðu lestrarátaki. Í sumar stóð Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir lestrarátaki fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í formi sumarbingós. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann …

Áskorun til stjórnar og stjórnenda Samkaupa frá sveitarstjórn Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi áskorun til stjórnar Samkaupa á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Við í Dalabyggð erum að leita allra leiða til að efla samfélagið okkar og innviði til hagsældar fyrir íbúa og aðra. Í ákveðnum efnum hefur nokkuð áunnist en hvað dagvöruverslun varðar, sem býður upp á helstu nauðsynjar til heimilisreksturs, þá stöndum …

Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar vegna laxeldis í sjókvíum

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í ám í sveitarfélaginu líkt og reyndin er víða í nágranna héruðum. Íslenski laxastofninn, hreinleiki hans og orðspor er dýrmætt vörumerki sem mikilvægt er að standa vörð um. Í Dalabyggð …

Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og  tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …

Laust starf: Starfsmaður við heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu á allt að 6 heimilum. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja …

Leikskólakennari/leiðbeinandi

SveitarstjóriFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi !  Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Menntunar- og hæfniskröfur kennara: Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. …