Nú er komið inn í búð Dalabyggðar í Abler skráning fyrir börn sem stunda nám í tónlistardeild Auðarskóla og eins skráning fyrir börn sem vilja taka þátt í Félagsmiðstöðinni Gildrunni á skólaárinu. Skráning í tónlistardeild er opin til 15. október, skráning í félagsmiðstöð gildir út skólaárið. Búð Dalabyggðar í Abler Athugið að til að geta nýtt tómstunda-/frístundastyrk upp í nám …
Virk þátttaka er mikilvæg – Hvatning sveitarstjóra
Sveitarfélagið og samfélagið hér í Dölum stendur nú frammi fyrir mikilvægu samtali um framtíð sína eitt og sér eða með möguleika á sameiningu við Húnaþing vestra. Slíkt samtal snertir alla íbúa og framtíð samfélags okkar – þjónustu, rekstur, atvinnu, menningu og daglegt líf til framtíðar. Líkt og tilkynnt hefur verið þá er búið að ákveða að kosning um mögulega sameiningu …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 260. fundur
FUNDARBOÐ 260. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2503014 – Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð 2. 2503006 – Úrgangsþjónusta – útboð 3. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 4. 2301065 – Ljárskógarbyggð, deiliskipulag frístundabyggðar 5. 2301065 – Ljárskógarbyggð, óverulega breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð F23 6. …
Laust starf: Stuðningsfulltrúi í Auðarskóla út skólaárið 2025-2026
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum stuðningsfulltrúa sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í 80-100% starfshlutfalli. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 20 börn í leikskólanum. Tæplega helmingur nemenda grunnskólans …
HVe Búðardal: Augnlæknir – Kvensjúkdómalæknir
Augnlæknir Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 23. október n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, föstudaga kl. 09-12 Kvensjúkdómalæknir Helga Medek kvensjúkdómalæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 5. nóvember og fimmtudaginn 6. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, …
DalaAuður – munum fundinn á miðvikudaginn!
Kæru íbúar. Nú er komið að þessum árlega tímapunkti, þar sem við komum saman undir hatti DalaAuðs og spáum í spilin. Þetta er tækifæri fyrir okkur að staldra við og skoða verkefnið, hvað hefur gengið vel og hvað væri gott að gera í framtíðinni. Þetta er tækifæri fyrir okkur að móta áfram sameiginlega sýn fyrir samfélagið okkar. Fundurinn er haldinn …
Íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Dalabyggð og Húnaþing vestra hafa undanfarin misseri átt í viðræðum um sameiningu. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna vinnur að áliti um tillögu um sameiningu sem íbúar kjósa um 28. nóvember – 13. desember nk. Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar hér til íbúafunda, sá fyrri í þessari umferð í Dalabúð þann 14. október kl. 17:00-19:00 og sá seinni í …
Bergþóra Jónsdóttir lætur af störfum
Í gær, þriðjudaginn 30. september var haldið kveðjuhóf í Auðarskóla að lokinni kennslu til heiðurs Bergþóru Jónsdóttur. Bergþóra lýkur nú störfum eftir 37 ára gæfuríkan starfsferil í skólanum okkar. Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri, hélt tölu í tilefni þessa og Björn Bjarki Þorsteinsson færði Bergþóru þakklætisvott frá Dalabyggð. Bergþóra hefur sinnt óeigingjörnu starfi m.a. við kennslu og sérkennslu hjá Auðarskóla. …
Barnasýningar í stjórnsýsluhúsinu
Byggðasafn Dalamanna og Héraðsbókasafn Dalasýslu eru með sýningu á leikföngum og fleiru á bókasafninu í tilefni af barnamenningarhátíðinni BARNÓ – BEST MEST VEST á Vesturlandi. Leikföngin eru hluti af safnkosti byggðasafnsins. Þau eru frá mismunandi tímum, bæði aðkeypt og heimagerð. Þá eru ekki alveg nýjustu Andrésar andar blöðin frammi til lestrar, dönskukunnátta er kostur. Taflborð er framan við bókasafnið fyrir …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 2. október
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð fimmtudaginn 2. október. Næsti opnunardagur er þriðjudagurinn 7. október.