Til upplýsinga þá verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð fimmtudaginn 2. október n.k. Starfsfólk
Tilkynning frá KM þjónustunni ehf.
Góðan dag kæru viðskiptavinir KM þjónustunnar. Vegna mjög erfiðrar rekstrarstöðu mun KM þjónustan loka verslun sinni um mánaðamótin september/október. Allt hefur verið reynt til að bæta rekstur og ekki tekist, þar með er ég nauðbeygður til þessa. Ég mun fara að vinna hjá Katarínusi þannig að ég mun geta afgreitt út meðan eitthvað er til. Ef það er eitthvað sem …
Íþróttavika Evrópu 2025 – Dagskrá á sambandssvæði UDN
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN (Ungmennasamband …
Nýjar bækur og taupokar að gjöf
Nú er haustið komið, skólinn byrjaður á fullu og fullt af nýjum bókum fyrir börn á bókasafninu. Hvetjum foreldra og forráðamenn einnig til að vera fyrirmyndir í lestri og kíkja á úrvalið. Róleg stund á bókasafninu er ókeypis og góð samvera. Þá barst Héraðsbókasafni Dalasýslu gjöf á dögunum. Þær Daníella og Anna frá Fellsenda komu færandi hendi og gáfu bókasafninu …
Rotþróahreinsun 2025 kláruð í næstu viku
Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2025, er hreinsað í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hófst verkið í júlí sl. Áætlað er að verkinu ljúki í næstu viku (22.-26. júlí). Því þarf að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar með ábendingar varðandi rotþróahreinsun, sem fyrst. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki …
Heitavatnslaust í hluta Búðardals
Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals þann 16.9.2025 frá kl 14:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Viðvera menningarfulltrúa – fellur niður
Því miður fellur niður auglýst viðvera Sigursteins menningarfulltrúa í Búðardal í dag, 16. september. Bent er á að bóka samtal með því að senda honum tölvupóst á sigursteinn@ssv.is eða í síma 433-2310.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 19. september
Til upplýsinga þá verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 19. september. Vonum að það valdi ekki óþægindum – opnum aftur mánudaginn 22.september. Sveitarstjóri
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 259. fundur
FUNDARBOÐ 259. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2508017 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki IV (4) 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2405012 – Farsældarráð Vesturlands Fundargerð 4. 2508001F – Byggðarráð Dalabyggðar – 339 Fundargerðir til kynningar 5. 2506005F – Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – …
Malbikun þjóðvegar við Búðardal
Þriðjudaginn 9. september frá kl 08:30 – 21:00 á að malbika Vestfjarðarveg (60) um Búðardal. Vegurinn verður þrengdur í eina akrein og umferðarstýring sett á. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi. Vestfjarðarvegur verður malbikaður frá Sunnubraut norður fyrir gatnamót Hjarðarholtsvegar annars vegar og frá Brekkuhvammi suður fyrir gatnamót hesthúsaafleggjara hins vegar.