ATH. boðið verður upp á eftirfarandi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal, 1. til 4. september n.k. Skimun fyrir brjóstakrabbameini Skimað verður fyrir brjóstakrabbameini mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. september Einkennalausar konur 40 til 74 ára sem hafa fengið boðsbréf í skimun fyrir brjóstakrabbameini geta pantað sér tíma. Tímapantanir fara fram á Brjóstamiðstöð Landspítala í síma 543 9560 milli kl. 8:30-12:00 …
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum tilgangi. Að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins. Stjórn ungmennaráðs skipa 4 …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 258. fundur
FUNDARBOÐ 258. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 21. ágúst 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2408002 – Ungmennaráð 2024-2025 2. 2504020 – Fjallskil 2025 3. 2508004 – Frumvarp til laga um almannavarnir og löggæslumál 4. 2412002 – Beiðni um leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunar 5. 2312007 – Ólafsdalur – breyting á deiliskipulagi 6. …
Akstur úr Búðardal í Borgarnes (leið 65) – haustönn 2025
Áfram heldur tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla er að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Ferðirnar eru öllum opnar en hafa þarf sérstaklega samband við skrifstofu Auðarskóla ef nýta á ferð. Akstur hefst mánudaginn 25. ágúst nk. Verður keyrt í og úr Borgarnesi á mánudögum og í Borgarnes á …
Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið 18.08.2025
Rafmagnslaust verður við Fjósar, Hófgerði og hluta Vesturbrautar þann 18.8.2025 frá kl 13:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Íbúafundur vegna skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu
Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga …
Af fundi með innviðaráðherra í Borgarnesi
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur boðað til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fulltrúar Dalabyggðar mættu á fund innviðaráðherra í Borgarnesi miðvikudaginn 13. ágúst sl. þar sem sveitarstjóri Dalabyggðar afhenti …
Minnum á: Skila bingóspjöldum á bókasafnið
Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu hefur staðið yfir í sumar fjórða árið í röð. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Lagt var upp með að börnin skili inn bingóspjaldinu sínu á Héraðsbókasafn Dalasýslu 12. og 14. ágúst og í september verður svo uppskeruhátíð þar sem þátttakendur fá að launum glaðning ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið …
Heitavatnslaust í Búðardal 11.08.2025
Heitavatnslaust verður í Búðardal í dag 11.8.2025 frá kl 14:00 og fram eftir degi vegna bráðaviðgerðar á dreifikerfinu. Send verður tilkynning þegar aðgerðum er lokið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.
Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, …