Sorphirða – seinkun á Skógarströnd og Hörðudal

Kristján IngiFréttir

Tilkynning frá Gámafélagi Íslands: Vegna takmarka á ásþunga ökutækja á Snæfellsnesvegi (nr. 54) verður ekki hægt að hirða pappír og plast á bæjum á Skógarströnd og í Hörðudal í dag. Hirðingin mun fara fram um leið og aðstæður leyfa.

Frá íbúafundi vegna sameiningaviðræðna

DalabyggðFréttir

Við þökkum kærlega fyrir góða mætingu og þátttöku á íbúafundi í gær, þriðjudaginn 8. apríl. Á fundinum var staðan kynnt og svo unnið í hópum með sjónarmið íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Upptöku af kynningunni má nálgast hér: Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fundinum.

Íbúasamráð um sameiningarviðræður – Streymi

DalabyggðFréttir

Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafundar í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00. Á fundinum verður farið yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningaviðræðna (streymt) Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir (ekki streymt) Slóð á streymi frá fundi: Íbúasamráð – kynning á stöðu Kynningunni verður …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 255. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 255. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2502008 – Ársreikningur Dalabyggðar 2024 2. 2503012 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki II 3. 2410009 – Fjallskilasamþykkt 4. 2501041 – Boð um þáttöku í samráði Tillögur að flokun tíu vindorkuverkefna Fundargerðir til kynningar 5. 2502007F – Byggðarráð Dalabyggðar …

Minnum á: Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

DalabyggðFréttir

Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl kl. 17:00-19:00. Á fundunum verður farið yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningaviðræðna (streymt) Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir (ekki streymt) Kynningunni …

Laus störf: Stuðningsfulltrúar í Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Stuðningsfulltrúar í Auðarskóla vorið 2025 og skólaárið 2025-2026 Auðarskóli leitar að metnaðarfullum stuðningsfulltrúum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ein staða er laus frá 22. apríl. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 26 börn í leikskólanum. …

Bókasafnið lokar fyrr 10. apríl

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu lokar kl. 16:50, fimmtudaginn 10. apríl nk. Hefðbundinn opnunartími er annars: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30

Drónaflug vegna hitaveitu

Kristján IngiFréttir

Í dag, föstudaginn 4. apríl, mun verktaki á vegum Rarik framkvæma drónamyndun á dreifikerfi hitaveitu í Búðardal. Með því er kerfið kortlagt og ástand metið fyrir undirbúning endurbóta. Hefðbundin myndun fer fram að degi til, en eftir miðnætti er áformuð myndun með hitamyndavél. Flogið er í nokkurri hæð og ætti því ónæði að vera lítið.

Dalabúð – fyrirkomulag pantana

DalabyggðFréttir

Frá og með 1. apríl 2025 eiga allar bókanir varðandi útleigu og viðburðahald í Dalabúð að berast á netfangið dalir@dalir.is Jafnframt ef hafa þarf samband vegna bókana eða leigusamninga er varða Dalabúð skal hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 á opnunartíma skrifstofu eða á dalir@dalir.is Bókunum og fyrirspurnum er aðeins svarað í gegnum ofangreindar leiðir, þ.e. gegnum skrifstofu …

Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna

DalabyggðFréttir

Guðmundur Júlíusson sundkennari kemur og heldur námskeið dagana 4.-5. apríl í sundlauginni á Laugum í Sælingsdal. Æfingar frá 15:30 á föstudegi og frá 10:00 á laugardagsmorgni. Börn fædd 2019-2021 Börn fædd 2017-2018 Börn fædd 2015-2016 Börn fædd 2012-2014 Einstaklingar fæddir 2011 og fyrr ATH! Hópaskipting gæti breyst með tilliti til fjölda skráninga. Nákvæmari tímasetningar æfinga koma þegar skráningar hafa borist. …