17. júní 2024 – 80 ára afmæli lýðveldisins & 30 ára afmæli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. JÚNÍ 2024 Í DALABYGGÐ 80 ára afmæli lýðveldisins & 30 ára afmæli Dalabyggðar Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna á þeim viðburðum sem verða í boði. Kl.11:00 – Dagskrá í Nesoddahöllinni Hestamannafélagið Glaður í samstarfi við Dalahesta verða með þrautabraut fyrir börn (hestar á staðnum). Einnig teymt undir börnum sem það vilja. Slysavarnadeild Dalasýslu grillar …

Frá 30 ára afmæli Dalabyggðar þann 11. júní 2024

DalabyggðFréttir

Í gær, þriðjudaginn 11. júní 2024 varð sveitarfélagið Dalabyggð 30 ára. Í tilefni af deginum voru fundarhöld færð yfir í Dalabúð. Dagskráin hófst á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og ungmennaráðs. Þar brýndu ungmennin fyrir kjörnum fulltrúum m.a. mikilvægi fovarnarfræðslu og íþrótta ásamt því að fara yfir þýðingu verklegrar kennslu fyrir nemendur og áhrif skólalóða á leik og þroska. Við þökkum ungmennaráði …

Bók til landsmanna – Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær

DalabyggðFréttir

Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna sem verði gefin landsmönnum. Í Dalabyggð verður hægt að nálgast bókina í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar fyrir framan bókasafnið. Húsið er opið alla daga frá kl. 09:00 til a.m.k. 13:00 en oft lengur t.d. til 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum út júní. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert …

Matjurtagarðurinn tilbúinn

DalabyggðFréttir

Nú er búið að tæta matjurtagarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Þar geta íbúar Dalabyggðar sett niður og sinnt matjurtum í sumar. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti. Ekki er tekið gjald fyrir afnot af reit í garðinum. Garðurinn er staðsettur til hliða …

Dagskrá í Dalabyggð 11. júní 2024

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð er 30 ára í dag, þann 11. júní 2024. Í tilefni dagsins verða áður auglýstir fundir: Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar 247. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar Að loknum fundi sveitarstjórnar eða kl. 18:00 verður svo tekin fyrsta skóflustunga að nýjum íþróttamannvirkjum í Búðardal, sjá: Skóflustunga að íþróttamannvirkjum í Búðardal 11. júní Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar verður …

Skóflustunga að íþróttamannvirkjum í Búðardal 11. júní

DalabyggðFréttir

Á 323. fundi byggðarráðs voru samþykktir samningar, annars vegar við Eykt um framkvæmd á íþróttamannvirkjum í Búðardal og hins vegar við Eflu vegna umsjónar og verkeftirlits með verkinu. Þá liggur fyrir lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmdarinnar upp á 950 m.kr.- Í tilefni af þessu verða samningar við Eykt og Eflu undirritaðir og tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamannvirkjum í …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 247. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 247. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í Dalabúð, þriðjudaginn 11. júní 2024 og hefst kl. 16:30 Dagskrá:   Almenn mál 1. 2205013 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 2205014 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð sem og formanns og varaformanns byggðarráðs. 3. 2306021 – Fundir sveitarstjórnar sumarið 2023 4. 2405014 – Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki III 5. 2406005 – Íþróttamannvirki …

Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal, þriðjudaginn 11. júní 2024 og hefst kl. 16:00 Fundurinn er öllum opinn, velkomið að mæta og fylgjast með en honum verður einnig streymt eins og hefðbundnum sveitarstjórnarfundum á YouTube-síðu Dalabyggðar. Vegna þess að ákveðið var að halda sameiginlegan fund er fundur ungmennaráðs hér boðaður með skemmri …

Slökkvilið Dalabyggðar fær aðgang að líkamsræktarstöðinni

DalabyggðFréttir

Í dag var undirritaður samningu milli Dalabyggðar og Ungmennafélagsins Ólafs pá varðandi afnot starfsmanna Slökkviliðs Dalabyggðar af líkamræktarstöð félagsins. Í starfi slökkviliðsmanna er gerð krafa um andlegt og líkamlegt heilbrigði, þar er regluleg hreyfing stór áhrifaþáttur. Það er vilji Dalabyggðar að búa yfir vel þjálfuðum og hraustum starfsmönnum innan raða slökkviliðsins og er samningurinn liður í að efla bæði þá …

Samvera er besta sumargjöfin

DalabyggðFréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú gengur í garð sumarið í allri sinni dýrð, með björtum sumarkvöldum og skemmtunum. Viljum við minna á að þrátt fyrir alla gleðina verðum við að standa saman að því að virða lög og reglur sem gilda. Þannig skulum við ekki gleyma að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga og lögum um útivistartíma barna. Allt eru þetta þættir er snerta lýðheilsu, …