Hestaþing Glaðs 20. – 21. júní

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 20. – 21. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Laugardaginn 20. júní hefst keppni kl. 10 í tölti, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, B-flokkur gæðinga og A-flokkur gæðinga. Um kvöldið kl. 20 verða kappreiðar, úrslit í tölti og ræktunarbússýningar. Sunnudaginn 21. júní hefst keppni kl. 13 með úrslitum í …

Skólaakstur

DalabyggðFréttir

Tvær akstursleiðir eru lausar til umsóknar frá og með næsta skólaári. Þ.e. Skarðsströnd – Skriðuland og Miðdalir – Auðarskóli. Um skólaakstur í Dalabyggð gilda reglur sem finna má á vef Dalabyggðar. Greiðslur eru samkvæmt taxta Dalabyggðar. Áhugasamir sendi skriflega umsókn á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 25. júní.

Sveitarstjórn Dalabyggðar 126. fundur

DalabyggðFréttir

126. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 16. júní 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs 2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs 3. Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga 4. Gróðursetning að hætti Vigdísar 5. Áskorun Skólastjórafélags Vesturlands 6. Fjárhagsáætlun 2015 – Viðauki 2 7. Skólaakstur …

17. júní hátíðarhöld í Búðardal

DalabyggðFréttir

Safnast verður saman við Dalabúð kl. 13:30 og börn fá þar fána og andlitsmálningu. Skrúðganga verður kl. 14 að Silfurtúni þar sem verður flutt hátíðarræða og fjallkonan stígur á stokk. Skátarnir munu að því loknu stýra leikjum þar sem börn jafnt sem fullorðnir munu etja kappi. Að dagskrá lokinni er tilvalið að njóta veitinga í Leifsbúð, Dalakoti eða í Blómalindinni. …

Íbúð til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðin að Sunnubraut 1a í Búðardal er laus til leigu. Íbúðin er félagsleg íbúð, fjögur herbergi og 102,5 m2. Rafrænt umsóknareyðublað og reglur um úthlutun leiguíbúða eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 23. júní. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Dalabyggðar, í síma 430 4700 eða á netfanginu dalir@dalir.is.

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Vikan 18. – 24. júníSkógarströnd, Hörðudalur og Miðdalir Vikan 25. júni – 1. júlí Haukadalur, Laxárdalur og Hvammssveit Vikan 2. – 8. júlí Fellsströnd og Skarðsströnd Vikan 9. – 15. júlí Saurbæ.

Laust starf skólaritara í Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir skólaritara í 87% starf. Ritarinn verður með aðstöðu í grunnskóladeild en þjónar allri stofnuninni. Helstu störf skólaritara eru ýmis skrifstofustörf eins og símsvörun, uppfærslur á heimasíðu, innri vef og upplýsingum í námskrá og starfsáætlunum,sjá um gagnagrunna skólans (Mentor og Námfús), vinna við samantektir á gjöldum og skýrslum. Einnig að sinna nemendum með ýmis mál, panta inn vörur, …

Sauðafellshlaupið 2015

DalabyggðFréttir

Sauðafellshlaupið 2015 verður 13. júní og hefst kl. 13. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli og komið að þjóðvegi 60 á ný að brúsapallinum á Erpsstöðum. Hlaupaleiðin er um 12 km. Sauðafellshlaupið …

Mannvirki nýtt til ferðaþjónustu

DalabyggðFréttir

Að gefnu tilefni skal minnt á að skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtistaði skal hver sá sem rekur veitinga- eða gistiþjónustu hafa til þess gilt rekstrarleyfi. Þetta gildir hvort um er að ræða t.d. veitingarekstur, hótel, gistiheimili eða heimagistingu. Sótt er um slíkt leyfi til sýslumanns sem aflar umsagna m.a. sveitarstjórnar, byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs. Umsókn skal …