Bókasafnið opið skemur þann 16.11.2023

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið styttra en venjulega á morgun, fimmtudaginn 16. nóvember eða til kl.16:00 í stað 17:30. Hefðbundin opnunartími verður þriðjudaginn 21. nóvember.

Kveðja til íbúa Grindavíkur

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð sendir íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru uppi í tengslum við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur. Færum jafnframt viðbragðsaðilum kveðjur og þakkir fyrir sín störf og óskum þeim góðs gengis í verkefnunum framundan.

Matvælavinnsla í Tjarnarlundi tekin í notkun

DalabyggðFréttir

Á sveitarstjórnarfundi í gær, fimmtudaginn 9. nóvember voru staðfestar fundargerðir byggðarráðs og atvinnumálanefndar þar sem fjallað var um gjaldskrá matvælavinnslu í Tjarnarlundi í Saurbæ. Vaxandi áhugi hefur verið á sölu varnings og matarhandverki á Vesturlandi. Íbúar í Dalabyggð hafa verið einstaklega framtakssamir í framleiðslu matarhandverks. Til að mæta þessari jákvæðu þróun hefur sveitarfélagið nú fengið starfsleyfi á svokallaða litla matvælavinnslu …

Dalaveitur – truflun á farsímasambandi frá Staðarfelli

Kristján IngiFréttir

Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 hefst vinna við ljósleiðarastofn í Hvammssveit. Við það gætu orðið truflanir á farsímasendum á Staðarfelli sem gæti haft áhrif á símasamband við Hvammsfjörðinn þar sem engir aðrir sendar dekka. Þetta gæti varað í um 1 – 1,5 klst. Tilkynning hefur verið send til heimila sem verða fyrir rofi á netsambandi sem hefst á sama tíma …

Menningarfulltrúi Vesturlands með viðveru 13. nóvember

DalabyggðFréttir

Sigursteinn menningarfulltrúi Vesturlands verður til samtals á Nýsköpunarsetri Dalabyggðar mánudaginn 13. nóvember nk. frá kl.10-15. Opið er fyrir verkefna-, stofn og rekstrarstyrki menningarmála úr Uppbyggingarsjóði til 22. nóv. svo það er um að gera að ná samtali við Sigurstein varðandi möguleikana sem þar felast. Endilega bókið tíma á sigursteinn@ssv.is

Vesturbrú – viðskiptahraðall, opið fyrir skráningar

DalabyggðFréttir

Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 239. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 239. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:  Almenn mál 1.   2310019 – Fjárhagsstaða bænda 2023 2.   2310016 – Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki V 3.   2307001 – Fjárhagsáætlun 2024-2027 4.   2301013 – Silfurtún, undirbúningur á slitum B-hluta félags og eignarhald fasteignar 5.   2302006 – Félagslegar íbúðir 6.   2210026 – …

Mynd Kristján Þ. Halldórsson

Íbúafundur – DalaAuður

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Árlega er haldinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs og er nú komið að því að funda í annað sinn. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 17.15, í Dalabúð. Verkefnið DalaAuður er að mörgu leyti mótað af hugmyndum íbúa og knúið áfram af grasrótarstarfi í samfélaginu. Íbúafundirnir gefa íbúum tækifæri til að koma saman og ræða verkefnið. Verkefnisstjóri mun …

Jólabókaflóðið byrjað á Héraðsbókasafni Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Já jólabókaflóðið er hafið og við hvetjum ykkur til að stökkva á það. Dúnstúlkan í þokunni eftir Bjarna Bjarnason, Hvítalogn eftir Ragnar Jónasson, Lára fer á jólaball eftir Birgittu Haukdal, Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni eftir Jenny Colgan, Návaldið eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og margt fleira! Héraðsbókasafn Dalasýslu er til húsa að Miðbraut 11 (1. hæð Stjórnsýsluhúsins) í Búðardal.  Opnunartími: …

Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar – kallað eftir þátttöku

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …