Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …
Laust starf: Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Gildrunni
Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024. Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og …
Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032
Óveruleg breyting – skólphreinsistöð í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 18. ágúst 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í tilfærslu iðnaðarsvæðis I-6, sem er 0,1 ha reitur fyrir skólphreinsistöð á Búðardal, til norðurs. Lögun og stærð I-6 breytist lítilsháttar og verður 0,16 ha eftir breytingu. Greinargerð með rökstuðningi …
Dagatal fyrir sorphirðu 2024
Gefið hefur verið út nýtt dagatal fyrir sorphirðu 2024. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi þar sem almennt er hirt á 4ra vikna fresti, lífrænt á 6 vikna fresti með þremur aukalosunum að sumri (3 vikna fresti þá) og endurvinnslu á 6 vikna frest í dreifbýli og 3ja vikna fresti í Búðardal. Rúlluplasti verður safnað 6 sinnum á árinu. Fyrirkomulag …
Bókasafnið opið fimmtudaginn 28. desember
Vert er að minnast á það að einungis er opið einn dag á milli jóla og nýárs, þ.e. fimmtudaginn 28. desember. Ýmsar bækur hafa bæst við nú í desember, má þar nefna Orri óstöðvandi , Íslensku dýrin okkar og Jólabókaklúbburinn. Að ógleymdri bókinni Kynlegt stríð eftir sagnfræðinginn og Dalakonuna Báru Baldursdóttur. Jólasýningarnar í Stjórnsýsluhúsinu eru enn uppi og um að …
Jólakveðja frá Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Jólakveðja og fréttamoli frá verkefnastjóra DalaAuðs
Ertu með frábæra hugmynd? Frumkvæðissjóður DalaAuðs opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2024. Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 1. febrúar 2024 og verður tekið við umsóknum út febrúarmánuð. Í upphafi nýs árs er því upplagt að skrifa hugmyndir sínar á blað og undirbúa sig fyrir umsóknarferlið. Sem fyrr aðstoðar Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs umsækjendur og hvetjum …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 241.fundur
FUNDARBOÐ 241. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, þriðjudaginn 19. desember 2023 og hefst kl. 11:30 Dagskrá: Almenn mál 1. 2307001 – Fjárhagsáætlun 2024, álagningarhlutfall útsvars. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, undirritað dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga. Til skýringar þá mun …
Jólakveðja sveitarstjóra Dalabyggðar 2023
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir velunnarar Dalanna einu og sönnu. Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir góð samskipti á árinu sem senn er á enda þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar á árinu 2023 og eins að koma aðeins inn á …
Lokaútkall þetta árið vegna frístundastyrks fyrir börn og ungmenn í Dalabyggð
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember ! Hér meðfylgjandi slóð á annars vegar umsóknareyðublað og hins vegar reglur um frístundastyrk. https://dalir.is/wp-content/uploads/2020/01/Skra_0079434.pdf https://dalir.is/wp-content/uploads/2020/09/Fristundastyrkur-fyrir-born-og-ungmenni.pdf