Matjurtagarðurinn tilbúinn

DalabyggðFréttir

Nú er búið að tæta matjurtagarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Þar geta íbúar Dalabyggðar sett niður og sinnt matjurtum í sumar. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti. Ekki er tekið gjald fyrir afnot af reit í garðinum. Garðurinn er staðsettur til hliða …

Ábending til rekstraraðila vegna úrgangsmála

DalabyggðFréttir

Að gefnu tilefni viljum við benda á að grenndarstöðvar fyrir úrgang eru eingöngu ætlaðar heimilisúrgangi frá frístundahúsum í sveitarfélaginu og greiða eigendur þeirra sorphirðugjald fyrir þá þjónustu. Vegna þessa þurfa rekstraraðilar sjálfir að hafa samband við sorphirðufyrirtæki og gera samning við það um sorphirðu frá sínum rekstri. Bent er á að fyrirtæki geta keypt klippikort á endurvinnslustöð sveitarfélagsins að Vesturbraut …

Timbur- og járngámar – sumar 2023

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða aðgengilegir í dreifbýli Dalabyggðar eins og síðustu ár. Gámarnir verða staðsettir á hverjum stað í vikutíma, frá fimmtudegi til fimmtudags. Stað- og tímastaðsetningar gáma (með fyrirvara um mögulegar breytingar): Frá Til Svæði Staðsetning 22.jún 28.jún Skógarströnd Klungurbrekka 22.jún 28.jún Skógarströnd Vörðufellsrétt 22.jún 28.jún Hörðudalur Blönduhlíð 29.jún 5.júl Miðdalir Árblik 29.jún 5.júl Haukadalur Eiríksstaðir 6.júl 12.júl Laxárdalur …

Vinnuskóli Dalabyggðar hefst 13. júní

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 13. júní  og til loka júlí, fyrir unglinga fædda 2006 til 2010. Starfsmenn Vinnuskóla hafa kost á að nýta sér akstur frístundabíls í júní. Akstur er umsækjendum að kostnaðarlausu. Vegna þess að gert er ráð fyrir að frístundabíll sé kominn í Búðardal kl.09:00, þá mun vinnutími Vinnuskóla sömuleiðis hefjast kl.09:00 hjá öllum. Ef spurningar vakna eða …

Sumarlokun Héraðsbókasafns Dalasýslu 2023

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 30. júní til og með 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa.  Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er fimmtudagurinn 29. júní og verður safnið opnað að nýju fimmtudaginn 10. ágúst. Við minnum á sumarbingó Héraðsbókasafnsins, hægt er að sækja bingóspjöld á bókasafnið á opnunartíma þess: Sumarbingó 2023 Þá var bókavörður að taka upp nýja titla, má þar nefna Bella …

Klasi safna, sýninga og setra stofnaður

DalabyggðFréttir

Í gær, þriðjudaginn 6. júní, var Klasi safna, sýninga og setra formlega stofnaður á Vesturlandi. Viðburðurinn fór fram í Snorrastofu í Reykholti. Stofnunin er afrakstur vinnu sem hefur verið yfirstandandi síðan árið 2019, en í Byggðaáætlun 2018-2024 er rætt um að stofnuð verði ábyrgðarsöfn á landsbyggðinni og söfn fari í auknara samtarf eða sameinist. Í Sóknaráætlun Vesturlands 2019-2024 í kafla …

Af kynningum ímyndaskýrslu og samanburðarskýrslu

DalabyggðFréttir

Vífill Karlsson fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs SSV og Bjarki Þór Grönfeldt lektor hjá Háskólanum á Bifröst heimsóttu Dalabyggð í gær, mánudaginn 5. júní með tvær kynningar sem fóru fram í Nýsköpunarsetrinu. Annars vegar var um að ræða kynningu Vífils á skýrslunni „Margur er knár þó hann er smár“ þar sem skoðuð var ítrekuð ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna. Þar voru …

Tillaga að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 13. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er ræða deiliskipulag frístundabyggðar, tjaldsvæðis og aðstöðu tengdri ferðaþjónustu og stangveiði á jörðinni. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, og er aðgengileg á heimasíðu Dalabyggðar, hér fyrir neðan. Athugasemdir skulu vera …

Akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir nemendur og almenning fær hátt í 13 milljónir að styrk

DalabyggðFréttir

Í vikunni barst jákvætt svar frá Byggðastofnun þar sem fengust 12.850.000kr.- í tilraunaverkefni til að samþætta og opna akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir bæði nemendur og almenning. Þannig verður m.a. hægt að bjóða framhaldsskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal  í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Markmiðið er að bæta þjónustu við nemendur og almenning sem og að skapa betri nýtingu …

Rafmagnslaust á Fellsströnd vegna viðhalds á dreifikerfi

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður á Fellsströnd frá Ásgarði að Túngarði 05.06.2023 frá kl 12:00 til kl 13:00 vegna viðhalds í dreifikerfið RARIK. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof