Lóðasláttur lífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar. Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna hér: Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega (eyðublað). Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi.   Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega

Firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals

DalabyggðFréttir

Firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals verður haldin laugardaginn 3. júní kl 14:00 á reiðvellinum í Búðardal. Keppt verður í 3 flokkum: – 10- 17 ára.  – Fullorðinsflokki – Pollaflokkur í reiðhöllinni. Vegleg verðlaun. Endilega mætið í búning þeir sem eiga og eða skreytið hestana. Dalahestar í boði Hesteigendafélagins verða í reiðhöllinni með hesta fyrir þá sem vilja fara bak kl 15:00. Að …

Önnur úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 1. júní var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og var úthlutunarhátíðin haldin í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar í Búðardal. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á síðasta ári. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Þetta er í annað sinn sem úthlutað …

Sturluhátíð 15. júlí 2023

DalabyggðFréttir

Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 15. júlí nk. – á dagskrá verða m.a. afhjúpun söguskilta, söguganga, erindi og tónlistaratriði. Hátíðin er kennd við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans og Sturlungu. Að því loknu förum …

Kósýtónleikar Bríetar í Hjarðarholtskirkju við Búðardal

DalabyggðFréttir

Það er senn á ný komið að kósýtónleikum Bríetar þar sem hún, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur koma fram saman og flytja saman tónlist Bríetar í fallegum og rólegum útsetningum. Tónleikarnir fara fram 8. júní – Hjarðarholtskirkju við Búðardal kl. 21:00. Miðasala á tix.is – eða hér: BRÍET í Hjarðarholtskirkju Hlökkum til að sjá ykkur! Ef þið komist ekki á …

Sveitarstjóri á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

DalabyggðFréttir

Sveitarstjóri Dalabyggðar, Björn Bjarki Þorsteinsson, fór á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun, þriðjudaginn 30. maí, þar sem fjallað var um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir). Dalabyggð sendi inn umsögn við málið í mars sl. Sveitarstjóri fylgdi nú málinu eftir hjá nefndinni í samræmi við áður innsenda umsögn. Dalabyggð tók fram í umsögn sinni að verkferlar …

Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu 2023 fyrir 5-12 ára

DalabyggðFréttir

Vegna frábærra undirtekta verður sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu endurtekið sumarið 2023. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar …

Aðstoðarmaður verkstjóra Vinnuskóla

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir aðila til að sinna stöðu aðstoðarmanns verkstjóra Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2023. Starfað er frá 13. júní til og með 27. júlí. Í starfinu felst aðstoð við umsjón og þátttöku í daglegum verkefnum. Starfið getur meðal annars falið í sér félagslega liðveislu. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur og góður í mannlegum samskiptum. Óskað er eftir aðila sem …

Tvær kynningar í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 5. júní klukkan 17.00-18.15 Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, 1. hæð að Miðbraut 11, Búðardal. Mánudaginn 5. júní n.k. munu Vífill Karlsson og Bjarki Grönfeldt kynna niðurstöður úr tveimur rannsóknum. Annars vegar er um að ræða skýrsluna „Margur er knár þó hann er smár“ þar sem skoðuð var ítrekuð ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna, þar sem borin voru saman nokkuð sambærileg fámenn …