Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi áskorun til stjórnar Samkaupa á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Við í Dalabyggð erum að leita allra leiða til að efla samfélagið okkar og innviði til hagsældar fyrir íbúa og aðra. Í ákveðnum efnum hefur nokkuð áunnist en hvað dagvöruverslun varðar, sem býður upp á helstu nauðsynjar til heimilisreksturs, þá stöndum …
Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar vegna laxeldis í sjókvíum
Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í ám í sveitarfélaginu líkt og reyndin er víða í nágranna héruðum. Íslenski laxastofninn, hreinleiki hans og orðspor er dýrmætt vörumerki sem mikilvægt er að standa vörð um. Í Dalabyggð …
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …
Laust starf: Starfsmaður við heimaþjónustu
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu á allt að 6 heimilum. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja …
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi ! Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Menntunar- og hæfniskröfur kennara: Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – fundarboð á fund nr. 237
237. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 14. sept. 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2309007 – Staða innviða 2. 2102018 – Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. Fundargerð 3. 2308002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 313 3.1 2208006 – Fjárhagsáætlun 2023, staða á rekstri fyrstu 6 mánuði ársins 2023. 3.2 2308012 – Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki IV 3.3 2304023 – Framkvæmdir 2023 3.4 2307001 …
Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi
Kæri íbúi í Dalabyggð Okkur íbúum Dalabyggðar er nú boðið að taka þátt í könnuninni „Staðarandi í Dalabyggð“. Þessi könnun er liður í verkefninu „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Háskólans á Bifröst og er styrkt af byggðaáætlun. Markmið verkefnisins er að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð sem …
Augnlæknir í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 14. september n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Réttir og fjallskil í Dalabyggð 2023
Meðfylgjandi er yfirlit yfir lögréttir í Dalabyggð haustið 2023, fjallskilaseðla má skoða hér fyrir neðan utan Skógarstrandar sem skipta með sér verkum án útreiknings.
Auglýst eftir umsóknum: Flokkun í anda hringrásarhagkerfis
SSV auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðilum á Vesturlandi til að taka þátt í verkefni um bætta úrgangsstjórnun. Verkefnið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2020-2024 sem nefnist Flokkun í anda hringrásarhagkerfis. Rekstraraðilar þar sem líklegt er að mest falli til af lífrænum úrgangi eiga kost á að taka þátt í verkefninu og er áhersla lögð á eftirtalda flokka: Matvöruverslanir Matvælavinnslur Veitingastaðir Valin verða …