Covid-19 örvunarskammtur 

DalabyggðFréttir

Covid-19 örvunarskammtur verður næst í boði þriðjudaginn 25. apríl á Heilsugæslustöðinni í Búðardal og miðvikudaginn 26. apríl á Heilsugæslustöðinni á Reykhólum.  Ekki er gert ráð fyrir að bjóða aftur upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrr en í haust samhliða bólusetningu gegn Inflúensu. Athugið að fjórir mánuðir þurfa að vera liðnir frá síðustu bólusetningu.  Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma …

Tunglskotin heim í hérað II

DalabyggðFréttir

Skapandi vinnustofa um vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Unnið verður að hagnýtum leiðum til að styðja við nýsköpun í íslenskum landsbyggðum. Undanfarin tvö ár hefur farið fram skapandi ferli sem fólst í að skynja, skilja og skilgreina vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Að því hafa komið frumkvöðlar, fræðafólk og stuðningsumhverfi nýsköpunar úr ýmsum áttum gegnum fundi, vinnustofur, rannsóknir og viðtöl. Þessi …

Heimsókn eldri borgara á Barmahlíð 18. apríl

DalabyggðFréttir

Heimsókn og bingó á Barmahlíð þriðjudaginn 18.apríl Félagi eldri borgara langar að enda vordagskrána sína á heimsókn á Barmahlíð. Farið verður á einkabílum frá Silfurtúni kl:12:30. Byrjað verður á að spila bingó, Halldór ætlar að spila undir söng og Barmahlíð býður öllum í kaffi. Allir velkomnir!  – Jón Egill Jónsson

Ærslabelgurinn kominn í gang

DalabyggðFréttir

Íbúar og gestir Dalabyggðar geta verið hoppandi kátir í sumar þar sem búið er að gera við ærslabelginn í Búðardal. Um er að ræða uppblásna hoppudýnu sem verður í gangi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 í sumar. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða það að hoppa ekki á belgnum þegar blásarinn er ekki í gangi. Belgurinn er staðsettur við …

Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 20:00 að Fellsenda 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Öll velkomin. Sóknarnefnd Kvennabrekkusóknar

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi. Fundarefni: -Venjuleg aðalfundarstörf. -Umræður um tilfærslu Staðarhólssóknar í Dalaprestakall. -Önnur mál. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, sóknarnefndin

Snyrting nærumhverfis og sjálfboðaliðaverkefni

DalabyggðFréttir

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 11. apríl, voru íbúar hvattir til sinna nærumhverfi sínu fyrir Jörvagleðina (15. – 23. apríl) m.a. með plokki þó Stóri plokkdagurinn sé ekki fyrr en 30. apríl n.k. Til að auðvelda tiltekt og snyrtingu verður gámur fyrir almennt sorp settur út fyrir girðingu á gámasvæðinu, frá og með föstudeginum 14. apríl. Um leið viljum …

Rafmagnstruflanir frá Glerárskógum 13.04.2023

DalabyggðFréttir

Komið gæti til rafmagnstruflana frá Glerárskógum 13.04.2023 frá kl 10:00 til kl 15:00 vegna vinnu við Landsdreifikerfið. Glerárskógar verða keyrðir á varafli á meðan á vinnu stendur. Viðskiptavinir eru hvattir til að fara sparlega með rafmagn svo ekki komi til skerðinga. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Ný búgrein í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Í gær, þriðjudaginn 11. apríl undirrituðu bændur á Miðskógi í Dölum og Reykjagarður hf. samstarfssamning um uppbyggingu kjúklingaeldis í Dalabyggð. Markmiðið er að auka fjölbreytni í atvinnulífi Dalanna til framtíðar og styðja við þann öfluga landbúnað sem þegar er stundaður á svæðinu. Fyrst um sinn munu bændur byggja eldishús fyrir u.þ.b. 13.000 kjúklinga og mun Reykjagarður leigja af þeim húsið …