Umsögn Dalabyggðar við samgönguáætlun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð sendi inn umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda við samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038. Samgönguáætlun er lögð fram í einu lagi til 15 ára ólíkt því sem áður var, þ.e. stefnumótandi áætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun fyrir fyrstu fimm ár áætlunarinnar. Nýverið staðfesti sveitarstjórn Dalabyggðar forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Sú framtíðarsýn sem kemur þar fram miðar að því að …

Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2023

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð dagana 31. júlí – 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Síðasti opnunartími fyrir sumarlokun er því frá kl. 09:00 – 13:00 föstudaginn 28. júlí. Skrifstofan verður opnuð að nýju kl. 09:00 fimmtudaginn 10. ágúst.

Ólafsdalshátíð frestað

DalabyggðFréttir

Ólafsdalsfélaginu þykir leitt að tilkynna að vegna  mikilla framkvæmda Minjaverndar hf. við skólahúsið í Ólafsdal  í Gilsfirði verður ekki af sumaropnun félagsins 2023. Vegna framkvæmdanna og ófullnægjandi aðstöðu fyrir undirbúningshóp og gesti hátíðarinnar verður Ólafsdalshátíð 2023 jafnframt felld niður. Ólafsdalsfélagið stefnir á að halda að veglega Ólafsdalshátíð árið 2024. Starfsemi Ólafsdalsfélagsins, fræðslu- og menningarhlutverk,  verður óskert að öðru leyti.  Er …

Verðkönnun: Ræstingar í Auðarskóla og Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir verði í ræstingar á húsakynnum Auðarskóla (Miðbraut 6-8, 370 Búðardal) og Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal). Verkefnið felur í sér ræstingu í húsakynnum Auðarskóla (skólastofur, gangar, herbergi, anddyri, skrifstofur og mötuneyti ásamt salernum) og ræstingu í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (anddyri, skrifstofur, stigagangar, bókasafn, lyfta, eldhús, salir og salerni). Ræsting getur m.a. verið að rykmoppa, blautþvo eða ryksuga …

Forgangröðun vegaframkvæmda afhent innviðaráðherra og vegamálastjóra

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 4. júlí var nýsamþykkt forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð afhent Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Bergþóru Þorkelsdóttur, vegamálastjóra. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri hitti vegamálastjóra í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni og afhenti henni forgangsröðunina. Pálmi Þór Sævarsson, umdæmisstjóri Vestursvæðis var með þeim í gegnum fjarfundabúnað. „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt …

Laus störf við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi! Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Starfsandinn í skólanum er …

Auglýst eftir húsnæði fyrir fólk á flótta

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir mögulegu húsnæði í Dalabyggð fyrir fólk á flótta.  Æskilegra er að húsnæðið sé til afnota til lengri tíma og þarf það að uppfylla skilyrði til fastrar búsetu og lögheimilisskráningar.  Þeir sem hafa mögulegt húsnæði á lausu hafi samband við Jóhönnu Maríu, verkefnastjóra með því að senda póst á johanna@dalir.is

Útboð: Rekstur mötuneytis Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur mötuneytis fyrir Auðarskóla, samrekinn grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu. Verkið snýst um innkaup aðfanga, framleiðslu, framreiðslu á tilteknum tíma, samantekt og frágang að máltíðum loknum. Meginmarkmið með rekstri mötuneytis Auðarskóla er að við matseðlagerð, hráefnisval, matreiðslu og framreiðslu sé haft að leiðarljósi  að maturinn sé  hollur og næringarríkur, sé lystugur og henti börnunum. Vettvangsskoðun …

Tækifæri til verðmætasköpunar

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð – boð til samtals Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason unnu að gerð tillagna að baki fyrstu landbúnaðarstefnunni sem Alþingi samþykkti nú 1. júní 2023. Þau vinna nú að tækifæragreiningu fyrir samstarfsverkefni SSV, SSNV og Vestfjarðastofu. Um er að ræða verkefni til að efla byggð á landsvæðum sem eiga mest undir sauðfjárrækt. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar og …

Sveitarstjórn staðfestir forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar vann skýrslu um forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð vorið 2023. Skýrslan var tekin til umræðu á fundi sveitarstjórnar og staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2023. Markmiðið með gerð forgangsröðunar er að setja fram raunhæfa áætlun um vegaframkvæmdir í Dalabyggð. Vissulega væri hægt að hafa mun fleiri tillögur en hér eru lagðar fram en skýrslunni er ætlað …