Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu á einu heimili. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja um. Frekari …
Minnum á sumarbingó bókasafnsins 2023
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 30. júní til og með 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er fimmtudagurinn 29. júní og viljum við því minna á sumarbingó bókasafnsins. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára, hægt er að nálgast bingóspjöld á bókasafninu. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi …
Gleðilega þjóðhátíð – pistill sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir velunnarar Dalanna. Um leið og ég óska okkur öllum gleðilegrar hátíðar í tilefni 17. júní þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar síðustu daga og vikur og einnig að koma inn á það sem er í farvegi á næstunni og byggi þessa mola …
Sveitarstjórn staðfestir Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Dalabyggðar
Í lögum er kveðið á um að sveitarfélög skipi jafnréttisnefndir og geri jafnréttisáætlanir með framkvæmdaáætlun. Jafnframt kemur þar fram að heimilt sé að fela annarri nefnd þennan málaflokk. Í Dalabyggð er það félagsmálanefnd sem fer með störf jafnréttisnefndar sbr. A-hluta 48. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar 391/2018. Á 235. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar kom til umræðu Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Dalabyggðar …
Frá sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar
Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar var haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. júní 2023 og hófst kl. 16:00 Fundarmenn: Frá ungmennaráði voru Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, Matthías Hálfdán Ostenfeld Hjaltason og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir. Frá sveitarstjórn voru Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Garðar Freyr Vilhjálmsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Jón Egill Jónsson og Alexandra Rut Jónsdóttir. …
17. júní 2023 í Dalabyggð
Dagskrá: Kl. 11:00 Dagskrá hefst við Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal. Kristín Ólína Guðbjartsdóttir Blöndal flytur ávarp fjallkonu og Garðar Freyr Vilhjálmsson sveitarstjórnarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar flytur hátíðarræðu í tilefni dagsins. Flutt verður tónlistaratriði og að því loknu verða hinir ýmsu leikir, þrautir og fjör vítt og breitt um svæðið með Skátafélaginu Stíganda. T.d. eldur til að …
Afmælishátíð Glímufélags Dalamanna
Glímufélag Dalamanna er 25 ára og af því tilefni verður afmælishátíð 17. júní í Dalabúð. 13:00 – Skemmtimót Iðkendur hjá Glímufélagi Dalamanna sýna listir, bjóða upp á kennslu og taka á móti áskorun frá áhorfendum. 14:00 – Vöfflu hlaðborð Vöfflur, kaffi og djús: Fullorðinn – 1.000 kr.- Börn 3 til 12 ára – 500 kr.- Börn 0 til 2 ára …
Bílastæði máluð við Stjórnsýsluhús 15.06.2023
Það hefur ekki farið framhjá þeim sem eiga leið um Búðardal að Vinnuskólinn hefur staðið í ströngu. Starfsmenn Vinnuskólans hafa staðið sig gífurlega vel og eiga hrós skilið fyrir unnin verk. Í dag voru bílastæði máluð við Dalabúð og leikskólann en á morgun er á dagskrá að mála bílastæði við Stjórnsýsluhúsið. Það er oft mikið líf í húsinu á fimmtudögum og …
Íbúakönnun vegna Brothættra byggða
KPMG hefur verið fengið til þess að vinna áhrifamat/úttekt á verkefninu um Brothættar byggðir þar sem mat verður lagt á áhrif verkefnisins í öllum byggðarlögum sem tekið hafa þátt undir merkjum Brothættra byggða frá árinu 2013. Sem liður í þeirri vinnu er óskað eftir sjónarmiðum íbúa í viðkomandi byggðarlögum til að fá frekari innsýn í verklag, árangur og áhrif verkefnisins. …
Laust starf: Tónlistarkennari (100% staða)
Auðarskóli óskar eftir að ráða tónlistarkennara Við Auðarskóla er laus 100% staða tónlistakennara við tónlistardeild skólans frá og með 1. ágúst 2023. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Um helmingur nemenda grunnskólans stundar …