Kaffihúsakvöld Auðarskóla verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember n.k. í Dalabúð. Húsið opnar kl.16:30 og dagskrá hefst kl.17:00 Aðgangseyrir: 1.000 kr.- fyrir fullorðna (happdrættismiði fylgir með) 500 kr.- fyrir 67 ára og eldri (happdrættismiði fylgir með) Frítt fyrir nemendur skóla og börn undir skólaaldri Hægt að kaupa auka happdrættismiða á 100 kr.- í miðasölu. Smákökur og heitt súkkulaði á öllum borðum. …
Nýjar bækur og listaverk leikskólabarna
Nú þegar dag er tekið að stytta og aðventan nálgast hafa Bókatíðindi ratað inn á mörg heimili. Á Héraðsbókasafni Dalasýslu er einmitt að finna úrval bóka og ýmsar nýjar bækur fyrir bæði börn og ungmenni. Má þar nefna m.a. „Lára fer í útilegu“ eftir Birgittu Haukdal, „Salka – Tímaflakkið“ eftir Bjarna Fritzson „HM bókin“ eftir Kevin Pettman, sem fjallar um …
Íbúafundur 17. nóvember 2022 – upptaka
Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Dalabúð, fimmtudaginn 17. nóvember sl. Á dagskrá var kynning á tillögu að fjárhagsáætlun 2023-2026 sem Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar fór yfir, því næst tók Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands við og fór yfir breytingar varðandi úrgangsmál og að lokum flutti Gísli Einarsson fjölmiðlamaður hugvekju um lífið í samfélagi úti á landi. Sköpuðust góðar …
Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar
Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …
Samfélagsvegir – opinn fundur 21. nóvember
Mánudaginn 21. nóvember n.k. kl.20:00 verður opinn fundur í Árbliki varðandi nýja hugsun í vegagerð, svo kallaða samfélagsvegi. Frummælendur: Haraldur Benediktsson, alþingismaður Gísli Gíslason, fv. stjórnarformaður Spalar Ómar Tryggvason, Summu – fjárfestingasjóðs Fundarstjóri: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Slökunarnámskeið í boði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands
Næstu vikurnar býður Símenntunarmiðstöð Vesturlands upp á slökunarnámskeið. Kennt verður í fjögur skipti, í Dalabúð: Miðvikudagur 16. nóv. kl. 17:00-18:30 Föstudagur 18. nóv. kl. 14:00-15:30 Miðvikudagur 23. nóv. kl. 17:00-18:30 Föstudagur 25. nóv. kl. 14:00-15:30 Námskeiðið er ókeypis fyrir þátttakendur en nauðsynlegt er að skrá sig. Kennari er Elín Matthildur Kristinsdóttir. Skráning fer fram á netfanginu ivar.orn73@gmail.com og í síma 6952579.
Kynning á Uppbyggingarsjóði Vesturlands 14. nóvember
Kynning á Facebook Live á Uppbyggingarsjóði Vesturlands þar sem farið verður yfir úthlutunarreglur, umsóknarferlið, spurningum svarað og fleira. Opið er fyrir umsóknir og rennur fresturinn út 17. nóvember – sjá nánar hér: Uppbyggingarsjóður Vesturlands haust 2022 Allir velkomnir ! VIÐBURÐUR Á FACEBOOK
Íbúafundur 17. nóvember 2022
Íbúafundur verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember 2022 kl. 20:00 – 22:00 í Félagsheimilinu Dalabúð Dagskrá: Kynning: Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 – 2026 Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar Kynning: Hvað er efst á baugi í sorpmálum? Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands Erindi: Það er svalt að vera sveitó! Gísli Einarsson, fjölmiðlamaður Fundarstjóri verður Sveinn Gestsson. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til …
Straumleysi á Saurbæjarlínu 10.11.2022
Rafmagnslaust verður út frá Glerárskógum, hluta af Hvammssveit, Fellströnd, Skarðsströnd, Saurbær inn að Ólafsdal 10.11.2022 frá kl 12:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof