Ljósin tendruð á jólatrénu 30. nóvember 2023

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi í samstarfi við Dalabyggð bjóða íbúum sem og öðrum að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu við Auðarskóla fimmtudaginn 30. nóvember n.k.

Dagskrá hefst í Dalabúð kl.16:00 þar sem verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur.

Sögur segja að bræður úr fjöllunum muni kíkja í heimsókn.

Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri til að geta tekið þátt úti og hlökkum til að sjá ykkur!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei