Vegna bilunar seinkar sorphirðu á grænni tunnu í Búðardal og grænum og brúnum tunnum sunnan Búðardals um einn dag, til miðvikudagsins 6. nóvember. Gámafélagið hóf dreifingu á nýjum tunnum fyrir plast sunnan Búðardals í dag. Tekið var tillit til þeirra umsókna sem höfðu borist fyrir helgi. Í leiðinni hafa körin verið endurmerkt fyrir pappír/pappa. Eftir tæmingu á miðvikudaginn skal því …
Kjörskrá Dalabyggðar
Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá mánudeginum 4. nóvember til föstudagsins 29. nóvember. Miðað er við skráningu lögheimilis og ríkisfangs í þjóðskrá 32 dögum (30. október) fyrir kjördag. Á kjörskrá eru 495 kjósendur, 270 karlar (54,55%) og 225 konur (45,45%). Þá geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í Alþingiskosningum …
Rafmagnslaust í hluta Búðardals vegna vinnu við dreifikerfi 29.10.2024
Rafmagnslaust verður á Dalbraut og hluta Miðbrautar í Búðardal þann 29.10.2024 frá kl 13:00 í stutan tíma og aftur í stutan tíma kl16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Leiðir til byggðafestu – Námskeið og fræðsla
Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra stendur til boða allskonar námskeið og erindi, bæði í persónu og á netinu, vegna verkefnisins „Leiðir til byggðafestu“. Frekari upplýsingar um verkefnið og námskeið HÉR Í gær var Hulda Brynjólfs með erindi og umræður í Tjarnarlundi í Dölum. Þann 3. nóv verður svo Jón Halldórsson frá KVAN með námskeiðið „Leiðtogafærni í eigin lífi“. …
Deiliskipulagstillaga fyrir Hvamma í Búðardal – Auglýsing
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hvamma í Búðardal skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er ræða deiliskipulag sem tekur til svæðis sunnan Bakkahvamms sem í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 er skilgreint íbúðarbyggð ÍB6. Í tillögu eru settir skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir og einnig afmarkaðar nýjar lóðir fyrir fjölbreyttar húsagerðir í …
Uppbyggingarsjóð Vesturlands – Úthlutun janúar 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun janúar 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar – Verkefnastyrkir til menningarmála – …
Sorphirða – upptaka frá kynningarfundi
Mánudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur vegna breytina á sorphirðu og þeim valkostum sem íbúar standa frammi fyrir varðandi samsetningu sorpíláta heim við hús. Á fundinum fór Kristján Ingi, umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð, yfir aðdraganda að breytingunum og umsóknareyðublaðið sem sent var á öll heimili í síðustu viku. Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins fór svo vel yfir breytt umhverfi í …
Örsýning – Bæir á Fellsströnd
Ný örsýning frá Byggðasafni Dalamanna er nú í anddyri stjórnsýsluhússins. Ljósmyndir af bæjum á Fellsströnd um 1966-1968. Ljósmyndirnar eru teknar af Sigurhans Vigni frá Hróðnýjarstöðum og eru hluti af myndum hans af velflestum bæjum í Dölum á þessum tíma. Myndasafnið í heild sinni hefur verið birt í Sarpi.
Alþingiskosningar – viðmiðunardagur kjörskrár
Viðmiðunardagur kjörskrár er klukkan 12 á hádegi 29. október. Viðmunardagur kjörskrár segir til um hvar kjósendur eru skráðir á kjörskrá og þá hvar þeir eiga að kjósa. Ef kjósandi flytur lögheimili sitt eftir þann tíma er hann enn á kjörskrá miðað við fyrra heimilisfang. Tilkynning um nýtt lögheimili þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 29. október. …
Takk fyrir komuna á íbúafund
Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri DalaAuðs þakkar öllum þeim sem komu á vel heppnaðan íbúafund DalaAuðs árið 2024. Sérstakar þakkir fá styrkþegar sem sýndu og sögðu frá sínum verkefnum á fundinum. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til MS sem styrkti viðburðinn með ostasmakki og til Dalakots fyrir glæsilegar kaffiveitingar á viðburðinum. Verkefnisstjórn mun taka niðurstöður umræðna sem voru á fundinum …