Sögurölt – Fagradalstunga

SafnamálFréttir

Sjöunda sögurölt safnanna verður fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19 að Fagradalstungu. Fagradalstunga fór í eyði 1946, en er nytjuð frá Fossi. Farið verður frá hlaðinu í Innri-Fagradal stundvíslega kl. 19 og keyrt áleiðis fram dalinn. Öll leiðin er um 2 km eftir götum og vegslóðum og örlítið á fótinn. Vaða þarf yfir Seljadalsá, en vaðið er mjög gott, en vatnsmagn …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 248. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 248. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2404014 – Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð 2. 2404009 – Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð 3. 2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 4. 2406027 – Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum 5. 2406018 – Fjallskil …

Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga

DalabyggðFréttir

Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti þann 8. ágúst 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032, í landi Ljárskóga. Tillagan var auglýst frá 19. júní til 2. ágúst 2024 í skipulagsgátt – https://skipulagsgatt.is/issues/2023/519/process Umsagnir bárust frá Breiðafjarðarnefnd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Brugðist var við ábendingum í umsögnum Breiðafjarðarnefndar, N.Í. og UST með eftirfarandi breytingum í greinargerð: Í kafla 3 er …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Úthlutun september 2024

SveitarstjóriFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2024 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:       -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Allar upplýsingar um …

Kynning á niðurstöðum umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima

SveitarstjóriFréttir

Vegna vinnu við umhverfismat vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn kynningarfundur á vegum framkvæmdaaðila (Qair) í Dalabúð, Búðardal, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 20:00. Fjallað verður um niðurstöður umhverfismats verkefnisins. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Sögurölt – Bakkadalur

SafnamálFréttir

Sjötta sögurölt sumarsins verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19 í Bakkadal í hinum forna Geiradalshreppi. Gengið verður frá Heiðabrekkunum að Tröllatunguheiði fram að Stórafossi í Bakkadalsá. Öll leiðin er um 2 km á jafnsléttu eftir götum og ætti að henta flestum. Til að komast að Tröllatunguheiði er farinn Geiradalsvegur nr. 605 og beygt fram Bakkadal austan Bakkaár. Tvö hlið eru …

Sögurölt í Ósdal

SafnamálFréttir

Sögurölt verður miðvikudaginn 31. júlí kl. 19 frá þjóðveginum eftir vegslóða fram með Ósá (rétt norðan Hólmavíkur) að Svartafljóti. Leiðin er því sem næst á jafnsléttu 2,5 km, fram og til baka. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur. Söguröltin eru samstarfsverkefni safnanna í Dölum og á Ströndum.

Samningur um umsjón og uppbyggingu Brekkuskógar

SveitarstjóriFréttir

Föstudaginn 26. júlí sl. var undirritaður samningur á milli Dalabyggðar, Skógræktarfélags Dalasýslu og Skógræktarfélag Íslands um uppbyggingu í og við Brekkuskóg í Búðardal. Markmið samningsins er að stuðla að landvernd og tryggja íbúum Dalabyggðar og gestum svæði til útivistar um ókomna framtíð. Um er að ræða svæði norðvestan við Búðardal, sem nú nefnist Brekkuskógur og var gróðursettur kringum 1990, upphaflega …