Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 16 maí 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga til auglýsingar ásamt tillögu að deiliskipulagi. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á svæði fyrir frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga og gerir ráð fyrir tveimur nýjum svæðum fyrir verslun- og þjónustu á Ljárskógarströnd, VÞ-18 og VÞ19, þar sem áform eru um ferðaþjónustu. Breytingartillagan er …
Römpum upp Ísland: Þrír rampar settir upp í Búðardal
Starfsmenn frá Römpum upp Ísland hafa unnið í Búðardal sl. daga og luku í morgun við uppsetningu rampa sem koma í þessari atrenu. Settir voru upp þrír rampar, tveir við leikskóla Auðarskóla og einn við Vínlandssetrið. Átakið „Römpum upp Ísland“ stefnir að því að byggja 1.500 rampa í þágu hreyfihamlaða fyrir miðjan mars 2025. Það er einstaklega ánægjulegt að Dalabyggð …
Nýtt aðkomutákn við Búðardal kynnt
Á hátíðarhöldunum 17. júní var tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal. Formaður menningamálanefndar Dalabyggðar, Þorgrímur Einar Guðbjartsson kynnti verkið og upplýsti loks um höfund þess. Það er Svavar Garðarsson frá Hríshóli í Reykhólasveit sem hannaði þetta nýja aðkomutákn. Auglýst var eftir verki í febrúar með frest til 10. apríl að skila inn tillögum. Senda átti inn tillögu að frumhönnun ásamt …
Dalamaður ársins 2024: Guðrún B. Blöndal
Á hátíðarhöldunum 17. júní var tilkynnt um val á Dalamanni ársins 2024. Opið var fyrir tilnefningar í tvær vikur og á þeim tíma bárust um 90 tilnefningar. Það segir mikið um hvað við erum rík af mannauði í Dalabyggð og alltaf jafn ánægjulegt að það sé tekið eftir því jákvæða sem náunginn gerir og leggur til samfélagsins okkar. Dalamaður ársins …
Söfnun brotajárns í Dalabyggð 2024
Dalabyggð hefur samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka sumarið 2024. Áætlað er að söfnunin fari fram kringum mánaðarmótin júní/júlí. Söfnunarátakið kemur í stað málmgáma sem hafa verið aðgengilegir viku í senn víðsvegar um sveitarfélagið á sumrin. Sú söfnun verður áfram fyrir timbrið með sama sniði og verður kynnt sérstaklega. Átökin eru bæði innifalin í sorphirðugjöldum …
Sumarbingó bókasafnsins 2024 (fyrir 5-12 ára)
Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu verður nú endurtekið þriðja sumarið í röð. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar …
17. júní 2024 – 80 ára afmæli lýðveldisins & 30 ára afmæli Dalabyggðar
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. JÚNÍ 2024 Í DALABYGGÐ 80 ára afmæli lýðveldisins & 30 ára afmæli Dalabyggðar Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna á þeim viðburðum sem verða í boði. Kl.11:00 – Dagskrá í Nesoddahöllinni Hestamannafélagið Glaður í samstarfi við Dalahesta verða með þrautabraut fyrir börn (hestar á staðnum). Einnig teymt undir börnum sem það vilja. Slysavarnadeild Dalasýslu grillar …
Frá 30 ára afmæli Dalabyggðar þann 11. júní 2024
Í gær, þriðjudaginn 11. júní 2024 varð sveitarfélagið Dalabyggð 30 ára. Í tilefni af deginum voru fundarhöld færð yfir í Dalabúð. Dagskráin hófst á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og ungmennaráðs. Þar brýndu ungmennin fyrir kjörnum fulltrúum m.a. mikilvægi fovarnarfræðslu og íþrótta ásamt því að fara yfir þýðingu verklegrar kennslu fyrir nemendur og áhrif skólalóða á leik og þroska. Við þökkum ungmennaráði …
Bók til landsmanna – Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær
Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna sem verði gefin landsmönnum. Í Dalabyggð verður hægt að nálgast bókina í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar fyrir framan bókasafnið. Húsið er opið alla daga frá kl. 09:00 til a.m.k. 13:00 en oft lengur t.d. til 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum út júní. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert …
Matjurtagarðurinn tilbúinn
Nú er búið að tæta matjurtagarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Þar geta íbúar Dalabyggðar sett niður og sinnt matjurtum í sumar. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti. Ekki er tekið gjald fyrir afnot af reit í garðinum. Garðurinn er staðsettur til hliða …