Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að …
Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villta fugla
Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja …
Handverkshópurinn Bolli opnar eftir endurbætur
Handverkshópurinn Bolli í Búðardal hefur nýtt veturinn í að hressa upp á húsnæðið sitt. Verslunin var öll tekin í gegn, gólfefni, innréttingar og rýmið endurskipulagt. Lopapeysurnar vinsælu hafa fengið heiðurssess í versluninni, og nú er auðveldara að skoða þær og velja úr. Einnig var komið upp kósíhorni fyrir þá félagsmenn sem eru á staðnum hverju sinni, þar sem er hægt …
Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni
Vakin er athygli á að til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára greiddan þarf að skila greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí fyrir vorönn og 15. desember fyrir haustönn. Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni – reglur Umsókn um tómstundastyrk
Ársreikningur Dalabyggðar 2020
Á fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var ársreikningur Dalabyggðar 2020 tekinn til fyrri umræðu. Rekstri er skipt í A og B hluta. Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum …
Sjálfboðaliðaverkefni 2021
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 20. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2021
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní og til loka júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2004 – 2008. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað
Fundir um félagsheimili í Dalabyggð
Menningarmálanefnd heldur tvo fundi um félagsheimili í Dalabyggð í samstarfi við menningarfulltrúa SSV dagana 5. og 6. maí nk. Vegna sóttvarnaráðstafana verða fundirnir haldnir í fjarfundi gegnum Microsoft Teams. Hlekki á fundina má finna hér fyrir neðan. Á fundunum verður farið yfir skipulag og rekstur hvers félagsheimilis og umræður um mögulegt framtíðarhlutverk hvers og eins. Fundur vegna Árbliks og Dalabúðar …
Opnunartími Héraðsbókasafns Dalasýslu
Reglulegur opnunartími Héraðsbókasafns Dalasýslu er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 – 17:30. Lokað er þegar almenna frídaga ber upp á opnunardaga. Frá 17. maí til 31. maí verður opnunartíminn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 – 17:00. Safnið verður lokað í sumar á tímabilinu 22. júní – 1. ágúst. Greiðsluseðlar vegna árgjalda 2021 eru með gjalddaga 1. maí og …
Hundahald í Búðardal
Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.757 kr. í skráningargjald. Síðan eru greiddar 6.858 kr. í árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin …