Skipulag hátíðarhalda 17. júní 2024

DalabyggðFréttir

Eins og áður mun Dalabyggð fagna Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní nk. Árið í ár er sérstakt fyrir þær sakir að í ár er einnig 80 ára afmæli lýðveldisins og þann 11. júní verður sameinaða sveitarfélagið Dalabyggð 30 ára. Því langar okkur að gera eitthvað aukalega í tilefni af þessum tímamótum. Nefnd um 80 ára afmæli lýðveldisins hefur lagt til …

Bókasafnið opnar kl.13:30

DalabyggðFréttir

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að fresta opnun Héraðsbókasafns Dalasýslu til kl.13:30 í dag, þriðjudaginn 16. apríl 2024

Samráðsfundir um þjónustustig

DalabyggðFréttir

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum (ef það á við) fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Á stefnan við um lögmælt verkefni (bæði lögskyld og lögheimil) sem og valkvæð verkefni. Vegna vinnu við þessa stefnu er boðað til tveggja samráðsfunda til að gefa íbúum færi á að …

Hópmyndir í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Hópmyndir er ný sýning í anddyri stjórnsýsluhússins. Á sýningunni eru 15 hópmyndir teknar við ýmis tilefni úr safni Byggðasafns Dalamanna. Upplýsingar um tilefni og hverjir eru á myndunum má finna í möppu við hlið sýningarinnar. Í Sarpi (sarpur.is) má finna fleiri hópmyndir. Í tilefni nýrrar sýningar í anddyri stjórnsýsluhússins stilltu starfsmenn hússins sér í hópmyndatöku við sýninguna.

Útboð: Skólaakstur fyrir Auðarskóla Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Ríkiskaup, fyrir hönd sveitarfélagsins Dalabyggð kt. 510694-2019, óska eftir tilboðum í skóla- og tómstundaakstur með grunn- og leikskólanemendur milli Auðarskóla og heimilis að morgni og aftur heim síðdegis alla skóladaga. Útboðið skiptist í 7 leiðir. Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign. Útboðsgögn afhent: 15.04.2024 kl. 09:00 Skilafrestur 17.05.2024 kl. 12:00 Opnun tilboða: 17.05.2024 kl. 13:00 Leiðbeiningar varðandi …

Rekstur Dalabyggðar í jafnvægi og grundvöllur fyrir mikilvæg verkefni styrktur

SveitarstjóriFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar 2023 var samþykktur við seinni umræðu á 245. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var fimmtudaginn 11. apríl 2024. Það má segja að niðurstaða ársreiknings Dalabyggðar fyrir árið 2023 sé viðunandi m.v. aðstæður. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um sem nemur 48,1 millj.kr. á móti áætluðum afgangi upp á 1,0 millj.kr. og rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð …

Kröfulýsingarfresti vegna þjóðlendukrafna frestað fram í september

DalabyggðFréttir

Óbyggðanefnd hefur frestað kröfulýsingum vegna þjóðlendukrafna utan meginlands. Kröfum skal lýst skriflega fyrir 2. september 2024. Kröfulýsingarfrestur var upphaflega veittur til 15. maí 2024 en á nefndarfundi 4. apríl var ákveðið að framlengja hann. Þá hafa verið gerðar leiðréttingar vegna landsvæða utan svæðis 12. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.   Leiðréttingar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 245. fundur

SveitarstjóriFréttir

FUNDARBOÐ 245. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. apríl 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá:   Almenn mál 1.   2402012 – Ársreikningur Dalabyggðar 2023, síðari umræða   2.   2208004 – Vegamál   3.   2403027 – Leiðir að byggðafestu   4.   2205015 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar   5.   2403033 – …

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar í Ólafsdal í Dalabyggð

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 19. mars 2024 að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 vegna Ólafsdals skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið aðalskipulagsbreytingar er að auka svigrúm fyrir gististarfsemi í Ólafsdal með því að breyta núverandi afþreyingar- og ferðamannasvæði AF10 við Ólafsdalsskóla í verslunar- og þjónustusvæði. Á breytingarsvæðinu verður áfram í gildi …

Augnlæknir á HVe í Búðardal

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 2. maí n.k. Tímapantanir eru í síma  432 1450