Skólaþing fer fram í Dalabúð, fimmtudaginn 28. ágúst nk. og hefst kl.17:30 Unnið verður í anda íbúarþings. Kristrún Birgisdóttir frá skólaþjónustu Ásgarðs er fundarstjóri og flytur framsöguerindi. Foreldrar eru hvattir til að mæta á þingið og taka þátt í samtalinu. Saman getum við unnið að góðu skólaumhverfi fyrir börnin okkar.
Útboð – Úrgangsþjónusta fyrir Dalabyggð
Consensa fyrir hönd Dalabyggðar óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af fjórum aðgreindum þjónustuþáttum eins og þeir eru skilgreindir samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 12:00 þann 23. september 2025. Nánari …
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands – Úthlutun september 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (auglýst verður aftur í …
Tilkynning frá Rarik vegna hitaveitureikninga
Tæknileg villa í gögnum og útgáfu reikninga hjá Rarik varð til þess að margir viðskiptavinir okkar í Búðardal fengu á dögunum allt að tvöfalda hitaveitu reikninga á gjaldaga 1. september 2025. Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum og vinnum nú að því að greina villuna og bakfæra og leiðrétta þessa reikningana. Til að flýta fyrir leiðréttingu þá geta viðskiptavinir …
Kynningarfundur á umhverfismatsskýrslu fyrir vindorkuver að Hróðnýjarstöðum
Kynningarfundur á umhverfismatsskýrslu fyrir vindorkuver að Hróðnýjarstöðum verður haldinn á vegum Stormorku ehf. þann 21. ágúst 2025 kl. 20:00 í Dalabúð. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd eru velkomnir. Allir velkomnir.
Skreppum í skimun
ATH. boðið verður upp á eftirfarandi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal, 1. til 4. september n.k. Skimun fyrir brjóstakrabbameini Skimað verður fyrir brjóstakrabbameini mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. september Einkennalausar konur 40 til 74 ára sem hafa fengið boðsbréf í skimun fyrir brjóstakrabbameini geta pantað sér tíma. Tímapantanir fara fram á Brjóstamiðstöð Landspítala í síma 543 9560 milli kl. 8:30-12:00 …
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum tilgangi. Að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins. Stjórn ungmennaráðs skipa 4 …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 258. fundur
FUNDARBOÐ 258. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 21. ágúst 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2408002 – Ungmennaráð 2024-2025 2. 2504020 – Fjallskil 2025 3. 2508004 – Frumvarp til laga um almannavarnir og löggæslumál 4. 2412002 – Beiðni um leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunar 5. 2312007 – Ólafsdalur – breyting á deiliskipulagi 6. …
Akstur úr Búðardal í Borgarnes (leið 65) – haustönn 2025
Áfram heldur tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla er að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Ferðirnar eru öllum opnar en hafa þarf sérstaklega samband við skrifstofu Auðarskóla ef nýta á ferð. Akstur hefst mánudaginn 25. ágúst nk. Verður keyrt í og úr Borgarnesi á mánudögum og í Borgarnes á …
Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið 18.08.2025
Rafmagnslaust verður við Fjósar, Hófgerði og hluta Vesturbrautar þann 18.8.2025 frá kl 13:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof