Frumkvæðissjóður DalaAuðs – opið fyrir umsóknir til 20. janúar

SveitarstjóriFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og hægt verður að senda inn umsóknir til hádegis 20. janúar 2025. Ef þú ert með hugmynd að félagsstarfi, menningarviðburði, skemmtilegri nýjung í atvinnulífi eða annarri nýsköpun þá er líklegt að hún eigi erindi. Það er alltaf hægt að hitta verkefnisstjóra og viðra hugmyndir eða fá aðstoð við umsóknir og hvet ég ykkur …

Jólakveðja frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Þar sem margir rauðir dagar hitta á miðja viku þetta árið verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð sem hér segir:  Þriðjudaginn 24. desember – Aðfangadag Miðvikudaginn 25. desember – Jóladag Fimmtudaginn 26. desember – Annan í jólum Þriðjudaginn 31. desember – Gamlársdag Miðvikudaginn 1. janúar – Nýársdag Þess utan er skrifstofan opin frá kl. 09:00 – 13:00 mánudaga til föstudaga út árið …

Jólakveðja sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Nú þegar jólahátíðin er í þann veginn að ganga í garð og árið senn á enda þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar á árinu 2024 og eins að koma aðeins inn á það sem er í farvatninu hjá …

Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í Dalabyggð árin 2025 til 2028

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2025-2028 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 17. desember 2024. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2025 er jákvæð um 224,6 milljónir króna og þar tekið tillit til uppgjörs á sölu á Laugum í Sælingsdal. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 37,5 …

Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Síðustu opnunardaga bókasafnsins fyrir jól/áramót eru í dag, þriðjudaginn 17. desember og á fimmtudaginn 19. desember. Næsti opnunardagur verður svo fimmtudaginn 2. janúar 2025 Það er því um að gera að koma í vikunni og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 252. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 252. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. desember 2024 og hefst kl. 15:00 DAGSKRÁ: Almenn mál 1. 2410030 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2025 2. 2410029 – Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð 3. 2407002 – Fjárhagsáætlun 2025-2028 4. 2411020 – Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034 5. 1811022 – Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni 6. 2412007 – …

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2025,  klukkan 12.00 Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697 Starfsstöð Lindu er í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal. Hægt er að panta …

Ný íbúagátt – „Mínar síður“

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hafa borist ábendingar um að íbúagátt eða svokallaðar „Mínar síður“ væru ekki aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.  Ástæðan er sú að verið var að uppfæra kerfið samhliða breytingum á bókhaldskerfi sveitarfélagsins.  Nú á íbúagáttin að vera komin í lag og íbúar geta því skráð sig inn á „Mínar síður“ til að skoða yfirlit yfir greiðslur m.a. vegna fasteignagjalda, leigu félagsheimila, …