Í dag, föstudaginn 4. apríl, mun verktaki á vegum Rarik framkvæma drónamyndun á dreifikerfi hitaveitu í Búðardal. Með því er kerfið kortlagt og ástand metið fyrir undirbúning endurbóta. Hefðbundin myndun fer fram að degi til, en eftir miðnætti er áformuð myndun með hitamyndavél. Flogið er í nokkurri hæð og ætti því ónæði að vera lítið.
Dalabúð – fyrirkomulag pantana
Frá og með 1. apríl 2025 eiga allar bókanir varðandi útleigu og viðburðahald í Dalabúð að berast á netfangið dalir@dalir.is Jafnframt ef hafa þarf samband vegna bókana eða leigusamninga er varða Dalabúð skal hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 á opnunartíma skrifstofu eða á dalir@dalir.is Bókunum og fyrirspurnum er aðeins svarað í gegnum ofangreindar leiðir, þ.e. gegnum skrifstofu …
Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna
Guðmundur Júlíusson sundkennari kemur og heldur námskeið dagana 4.-5. apríl í sundlauginni á Laugum í Sælingsdal. Æfingar frá 15:30 á föstudegi og frá 10:00 á laugardagsmorgni. Börn fædd 2019-2021 Börn fædd 2017-2018 Börn fædd 2015-2016 Börn fædd 2012-2014 Einstaklingar fæddir 2011 og fyrr ATH! Hópaskipting gæti breyst með tilliti til fjölda skráninga. Nákvæmari tímasetningar æfinga koma þegar skráningar hafa borist. …
Laus störf: Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli auglýsir eftir kennurum í eftirfarandi lausar stöður fyrir skólaárið 2025-2026: Umsjónarkennari á miðstigi Umsjónarkennari á elsta stigi Leikskólakennarar Tónlistarkennari Faggreinakennarar: Myndmennt og Hönnun og smíði Auðarskóli leitar að metnaðarfullum kennurum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2025. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er …
Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl kl. 17:00-19:00. Á fundunum verður farið yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningaviðræðna (streymt) Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir (ekki streymt) Kynningunni …
Íþróttamiðstöð – framvinda í myndum
Uppsetning límtrés fyrir íþróttasalinn gengur vel og er langt komin. Í gær var steypt botnplata þjónustubyggingar. Steypuvinnu við bygginguna er því lokið og aðeins eftir að steypa sundlaugar- og pottaker. Við viljum endilega leyfa íbúum og öðrum áhugasömum að fylgjast með framvindunni á heimasíðu Dalabyggðar. Á þessari síðu eru myndir af þróuninni síðustu daga og munum við bæta við reglulega …
Forvarnarstefna Dalabyggðar 2025-2027 staðfest
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur staðfest forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027. Forvarnarstefnan var unnin af forvarnarhópi Dalabyggðar og samþykkt af félagsmálanefnd, auk þess sem óskað var umsagnar frá Ungmennaráði Dalabyggðar. Forvarnarstefnan miðar að því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna í Dalabyggð að 18 ára aldri. Markmið stefnunnar er að auka markvisst forvarnarstarf og samstarf þeirra sem koma …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 1. og 15. apríl
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð þriðjudaginn 1. apríl og sömuleiðis þriðjudaginn 15. apríl nk.
Sauðburðarbakkelsi – Kvenfélagið Fjóla
Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið vorið 2025. Kleinur 1 kg 2500 kr Ástarpungar 1 kg 2500 kr Pitsasnúðar 1 kg 2500 kr Kanilsnúðar 1 kg 2000kr Hjónabandssæla 3000 kr Flatkökur 5 stk (ath 2 heilar + 1/2 flatkaka)1000kr Rúgbrauð um 500 gr 1000 kr. A.T.H sama góða verðið og vorið 2024 Pantanir berist til …
Laus störf: Aðhlynning á Fellsenda
Óskum eftir starfsmönnum í sumarafleysingar og fastar stöður við umönnun. Hjúkrunarheimilið sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða og er staðsett á fallegum stað í Dölunum. Starfið er mjög fjölbreytt og lærdómsríkt. Um er að ræða vaktarvinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag. Áhugasömum er velkomið að hringja eða koma í heimsókn og kynna sér starfið, einnig er hægt að fara á …