Innviðaáætlun Dalabyggðar staðfest og birt

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur unnið innviðaáætlun fyrir sveitarfélagið sem staðfest var á síðasta sveitarstjórnarfundi. Áætlunin byggir á áður útgefnum og uppfærðum skýrslum um forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskipta í Dalabyggð ásamt viðbættum upplýsingum um raforku og hitaveitu. Markmiðið er að taka saman stöðu og setja fram raunhæfar áætlanir og áherslur um innviðamál í Dalabyggð í lifandi skjali sem uppfærist eftir því sem …

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

DalabyggðFréttir

Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa eru að hefjast á Heilsugæslustöðinni í Búðardal og á Reykhólum. Tímapantanir eru í síma 432 1450 Í forgangshópi eru: einstaklingar 60 ára og eldri. Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi …

Íbúafundur um mögulega sameiningu – slóði á streymi

Kristján IngiFréttir

Ítrekum mikilvægi þess að sem flest mæti á íbúafundinn um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Fundurinn er í Dalabúð kl. 17-19. Hægt er að fylgjast með kynningu um stöðu sameiningarviðræðna í streymi og senda inn fyrirspurnir hér: Íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra – YouTube Fyrirspurnir skal senda í spjallið (e. chat) til hliðar. Athugið að ekki …

Garðurinn okkar, Dalirnir

DalabyggðFréttir

Takk öll sem komuð á íbúafund Dalauðs, síðustu vikur hafa bæði verið annasamar og erfiðar hjá mörgum okkar en þess vegna þótti okkur sérstaklega vænt um að sjá Dalamenn koma saman og ræða verkefnið DalaAuð. Þetta var fjórði íbúafundurinn sem haldinn er vegna DalaAuðs en ákveðið hefur verið að framlengja verkefnið um eitt ár og verður það því að óbreyttu …

Skráning í tónlistardeild og félagsmiðstöð – Abler

DalabyggðFréttir

Nú er komið inn í búð Dalabyggðar í Abler skráning fyrir börn sem stunda nám í tónlistardeild Auðarskóla og eins skráning fyrir börn sem vilja taka þátt í Félagsmiðstöðinni Gildrunni á skólaárinu. Skráning í tónlistardeild er opin til 15. október, skráning í félagsmiðstöð gildir út skólaárið. Búð Dalabyggðar í Abler Athugið að til að geta nýtt tómstunda-/frístundastyrk upp í nám …

Virk þátttaka er mikilvæg – Hvatning sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið og samfélagið hér í Dölum stendur nú frammi fyrir mikilvægu samtali um framtíð sína eitt og sér eða með möguleika á sameiningu við Húnaþing vestra. Slíkt samtal snertir alla íbúa og framtíð samfélags okkar – þjónustu, rekstur, atvinnu, menningu og daglegt líf til framtíðar. Líkt og tilkynnt hefur verið þá er búið að ákveða að kosning um mögulega sameiningu …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 260. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 260. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2503014 – Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð 2. 2503006 – Úrgangsþjónusta – útboð 3. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 4. 2301065 – Ljárskógarbyggð, deiliskipulag frístundabyggðar 5. 2301065 – Ljárskógarbyggð, óverulega breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð F23 6. …

Laust starf: Stuðningsfulltrúi í Auðarskóla út skólaárið 2025-2026

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum stuðningsfulltrúa sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í 80-100% starfshlutfalli. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 20 börn í leikskólanum. Tæplega helmingur nemenda grunnskólans …

HVe Búðardal: Augnlæknir – Kvensjúkdómalæknir

DalabyggðFréttir

Augnlæknir Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 23. október n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, föstudaga kl. 09-12 Kvensjúkdómalæknir Helga Medek kvensjúkdómalæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 5. nóvember og fimmtudaginn 6. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, …

DalaAuður – munum fundinn á miðvikudaginn!

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar. Nú er komið að þessum árlega tímapunkti, þar sem við komum saman undir hatti DalaAuðs og spáum í spilin. Þetta er tækifæri fyrir okkur að staldra við og skoða verkefnið, hvað hefur gengið vel og hvað væri gott að gera í framtíðinni. Þetta er tækifæri fyrir okkur að móta áfram sameiginlega sýn fyrir samfélagið okkar. Fundurinn er haldinn …