Íþróttafélagið Undri býður uppá fimleikanámskeið dagana 28. og 29. mars. Þjálfari er Guðmundur Kári. Skráning fer fram á hér. Yngsta stig: Föstudagur 28.mars kl 16:30-17:30. Laugadagur 29.mars kl 10:00-11:00. Mið- og elsta stig: Föstudagur 28.mars kl 17:30-19:00. Laugardagur kl 11:00-12:30.
PEPPANDI – fyrirlestur fyrir foreldra 20. mars
FIMMTUDAGINN 20. MARS KL. 17:00 Í NÝSKÖPUNARSETRINU AÐ MIÐBRAUT 11 Í BÚÐARDAL Fyrirlestraröð um hugrekki, valdeflingu og jákvæðni með Kristjáni Hafþórssyni. Kristján heldur m.a. úti hlaðvarpinu “Jákastið” Fyrirlestrarnir eru ætlaðir öllum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að kljást við verkefni daglegs lífs með jákvæðni að vopni. Fyrr um daginn verður Kristján með fyrirlestur fyrir elsta stig Auðarskóla.
Augnlæknir til viðtals í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 3. apríl n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450 alla virka daga kl. 09–15
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Sveitarstjórn Dalabyggðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf skv. gildandi reglum. Rétt til styrks eiga félög og félagasamtök sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) eru fasteignaeigendur í Dalabyggð b) reka starfsemi sína í húsnæðinu sbr. 1. gr. …
Sóknin heldur áfram – Dalabyggð
Það er ánægjulegt að segja frá því að það hafa rúmar 52 milljónir verið veittar til ýmissa framfaraverkefna í Dalabyggð á allra síðustu vikum. Níu verkefni fengu styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar þann 15. janúar en til úthlutunar voru 1.000.000 kr.- Þann 24. janúar var úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Fengu 14 verkefni úr Dalabyggð styrki, samtals að upphæð 9.100.000 kr.- Þá …
Íbúð laus til leigu í Búðardal
Brák íbúðafélag auglýsir íbúð lausa til leigu í Búðardal. Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúð í raðhús að Bakkahvamm 15c. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð um 75m². Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga. Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru …
Nýjar ráðleggingar um mataræði
Embætti landlæknis hefur gefið út uppfærðar ráðlegginga um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Með hollu og góðu mataræði má draga úr líkum á hinum ýmsum lífsstílssjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Nýju ráðleggingarnar leggja höfuðáherslu á eftirfarandi þætti: • Njótum fjölbreyttrar fæðu með áherslu á mat úr jurtaríkinu • Veljum grænmeti, ávexti og …
Bættur opnunartími skrifstofu Sýslumanns
Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verðu opin frá kl.09:00 til 15:00 bæði þriðjudaga og fimmtudaga. Með þessu hefur opnun á fimmtudögum verið lengd um klukkustund.
23,5 milljón vegna verkefna í Dalabyggð
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum króna til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Framlag styrkjanna kemur af byggðaáætlun. Af þeim verkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni eru tvö verkefni í þágu Dalabyggðar. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sóttu um styrkina og halda utan um verkefnin í samstarfi við Dalabyggð. Auðarstofa – …
Burðarvirki mætir í vikunni – Bílastæði takmörkuð
Nú dregur til tíðinda í uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmdir næstu vikna munu m.a. verða til þess að bílastæðum við Stjórnsýsluhúsið fækkar tímabundið og vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát nærri vinnusvæðinu. Staða framkvæmda Platan fyrir íþróttasalinn var steypt í síðustu viku í blíðskaparveðri. Unnið er að lagnavinnu og fyllingu í sökkla í þjónustubyggingu og járnabindingu plötu yfir kjallara. Steypuvinnu við …