Lífshlaupið 2025 – allir með !

SveitarstjóriFréttir

Við viljum  benda á að skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2025 og hvetjum við íbúa Dalabyggðar til þátttöku.Keppnin hefst miðvikudaginn 5. febrúar n.k.Skráning á www.lifshlaupid.isÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs – Yfir 9 milljónir til verkefna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til 68 verkefna, við hátíðlega athöfn í Grundarfirði á föstudaginn síðasta.  Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands og reglum sjóðsins. Það voru …

Bókasafnið fær teiknimyndasögubók að gjöf

DalabyggðFréttir

Bókasafnið fékk aldeilis góða gjöf í gær. Tveir ungir bókahöfundar gáfu safninu frumeintak af bókinni Hetjurnar. Þetta er teiknimyndasögubók með frábærum litríkum teikningum sem þær stöllur unnu í sameiningu. Kærar þakkir fyrir að auka og auðga safnkosts bókasafnsins Freyja Sjöfn Einarsdóttir og Svana Rós Svavarsdóttir.  – Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu

Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa. Um er að ræða …

Íþróttamiðstöðin rís úr jörðu

Kristján IngiFréttir

Framkvæmdir í grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar ganga vel. Uppsteypa á kjallara er langt komin og unnið að steypu á undirstöðum íþróttasals og þjónustubyggingar. Ekkert lát verður á framkvæmdum meðan veður leyfir, en nú er snjólétt og frost milt sem kemur sér vel. Límtré í burðarvirki er í framleiðslu í Lettlandi og er væntanlegt ásamt útveggjaeiningum og tilheyrandi í mars. Það þarf …

Níu verkefni hljóta styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði

DalabyggðFréttir

Á fundi menningarmálanefndar í gær, 15. janúar voru teknar fyrir umsóknir sem bárust í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar fyrir árið 2025. Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 10. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Í þetta sinn bárust 14 umsóknir, til úthlutunar voru 1.000.000 kr.- 9 verkefni hljóta styrk …

Árskort á bókasafnið er ókeypis afþreying – viðbætur við safnkost og áframhald örsýninga

DalabyggðFréttir

Í upphafi árs er rétt að vekja athygli á því að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir 1. janúar – 31. desember 2025 er íbúum gjaldfrjálst.  Þannig gefur árskortið íbúum möguleika á fjölbreyttri, takmarkalausri og ókeypis afþreyingu. Svo ekki sé minnst á kosti þess að lesa, bæði fyrir unga sem eldri. Safnið býr yfir glæsilegum safnkosti sem telur nær 14.000 eintök …

Kallað eftir reikningum vegna 2024 – frestur til 15. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2024. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2024. Innskráningu reikninga fyrir árið 2024 verður lokað miðvikudaginn 15. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag.  – Skrifstofa Dalabyggðar

Viljayfirlýsing um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis undirrituð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 m.kr. í verkefnið. Sveitarfélagið mun tryggja lóð vegna þeirrar uppbyggingar sem …

Sorphirðudagatal 2025

Kristján IngiFréttir

Dagatal fyrir sorphirðu í Dalabyggð 2025. Dalabyggð_sorphirða 2025 Hægt er að nálgast útprentað eintak í móttöku Dalabyggðar á opnunartíma skrifstofu. Alltaf er hægt að kynna sér gildandi fyrirkomulag sorphirðu hér á heimasíðunni. Efst á þeirri síðu er dagatal ársins.