Bréfpokar fyrir lífrænan úrgang

Kristján IngiFréttir

Að gefnu tilefni er minnt á að eingöngu má nota bréfpoka undir lífrænan úrgang. Borið hefur á því að notast sé við höldupoka úr búðum, maíspoka og plastpoka undir úrganginn í brúnu tunnurnar. Slíkt skemmir fyrir moltun og afurðinni sem kemur úr moltugerð Sorp, sem hefur gert athugasemdir við aukið magn slíkra umbúða. Íslenska gámafélagið hefur ítrekað við sitt starfsfólk …

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

DalabyggðFréttir

Íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér) Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi loka viku kosninganna. Þegar …

Heitavatnslaust í hluta af Búðardal 9. desember

DalabyggðFréttir

Vegna vinnu við heitavatnskerfið verður heitavatnslaust í hluta af Búðardal frá kl. 14:00 til kl. 18:00 þann 9.12.2025. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á Rarik – Rof

Stuðningsfjölskyldur óskast í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Félagsþjónusta Dalabyggðar óskar eftir einstaklingum eða fjölskyldum sem hafa áhuga á að gerast stuðningsfjölskyldur í Dalabyggð. Stuðningsfjölskyldur eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af barni og fjölskyldu. Með því að gerast stuðningsfjölskylda gefst einnig tækifæri til að styrkja stuðningsnet …

Dagur sjálfboðaliðans: Takk fyrir ykkur!

DalabyggðFréttir

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans og honum er fagnað um allan heim. Starf sjálfboðaliða er ekki sjálfsagt, í raun má segja að án framtaks sjálfboðaliða væri fátæklegt um að líta í byggðum landsins. Allt frá einstaklingsframtaki upp í heilu félögin og deildirnar, sem taka að sér hin ýmsu hlutverk og vinna ókeypis í sínum frítíma í þágu annarra og …

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2025, klukkan 12.00 að hádegi. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV. Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697 Starfsstöð Lindu er í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf alla virka …

Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032

DalabyggðFréttir

Óveruleg breyting – frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 9. október 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Breytingin felst í að frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga er minnkar úr 18,2 ha í 17,5 ha, en aðliggjandi landbúnaðarsvæði stækkar sem því nemur. Skipulagsákvæði um frístundabyggð F23 og landbúnaðarsvæðið …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.500.000 kr.-  (ath.hækkun um 500 þús.kr. skv.ákvörðun sveitarstjórnar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun komandi ára sem fram fór 11.desember sl.) Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í …

Opið fyrir jólastyrksumsóknir – Dalaprestakalls

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar Dalabyggðar. Opnað hefur verið fyrir jólastyrksumsóknir fyrir jólin 2025. Umsóknir berist á snaevara@kirkjan.is vinsamlegast setjið í umsóknina fjölskylduhagi. Tekið er við umsóknum til 6. desember og mun svar berast ekki síðar en 7. desember. Kv. Snævar Jón Andrésson

Malbikun í Búðardal – takmörkun á bílastæðum

Kristján IngiFréttir

Í dag hefur malbikunarstöðin Colas unnið að malbikun í Búðardal. Ásamt frágangi við nýja íþróttamiðstöð hafa bílastæðin við Stjórnsýsluhúsið og milli Dalabúðar og leikskóla verið malbikuð. Verkefnið hefur gengið vel og mun bæta aðkomu að stofnunum sveitarfélagsins til muna. Til að tryggja að malbikið taki sig nóg fyrir notkun verður ekki opnað inná bílastæðin fyrr en fimmtudaginn 27 nóvember. Aðeins …